Skip to main content

Vélnám

Á þessum fund fara fyrirtæki í atvinnulífinu yfir hvernig þau nýta sér vélnám (e. machine learning) við hagnýtingu gagna til að leysa ýmis viðfangsefni.

Dagskrá:

11:50   Húsið opnar

12:00   Fundur settur og hádegisverður borinn fram

12:20   Generative AI - Spunagreind
Vangaveltur innblásnar af nýlegum framförum á sviði Generative AI. Um er að ræða tækni sem byggir á vélnámi, þ.e. mállíkönum (large language models eða LLMs) og eru þekktar útfærslur t.d. GPT4 sem ChatGPT frá OpenAI byggir á og Bard frá Google. Sú fyrrnefnda lærir nú íslensku og mun líklega koma talsvert við sögu hér á landi á næstu misserum. Hver er staðan? Af hverju erum við að tala um þessa tækni núna? Hvaðan er hún að koma og hvert er hún að fara?
Brynjólfur Borgar Jónsson, DataLab
12:40   Íslensk talgreining og máltækni
Máltækni er eitt mest spennandi svið gervigreindar í dag og það er að eiga sér stað gífurlega mikil framþróun. Tiro hefur unnið að máltæknilausnum frá árinu 2016 með áherslu á íslenska talgreiningu. Í fyrirlestrinum verður farið yfir það hvað þarf til að þróa íslenskar máltæknilausnir og möguleikana sem eru fram undan.
David Erik Mollberg, Tiro
13:00   Máltækni og gervigreind fyrir íslensku
Miðeind vinnur í dag að þróun kerfa sem geta greint íslenskan texta, leiðrétt hann, svarað spurningum upp úr honum og þýtt á milli tungumála, svo eitthvað sé nefnt. Í erindi sínu mun Haukur Páll útskýra hvernig nýta má gervigreind til að leysa verkefni af þessu tagi og um leið varpa ljósi á mikilvægi þess samstarfs sem Miðeind og OpenAI hafa átt í með tilliti til stöðu íslenskunnar í heimi gervigreindar og afkomu hennar til framtíðar.
Haukur Páll Jónsson, Miðeind
13:20   Hvernig gervigreind breytir þjónustuleiknum
Í nútíma samfélagi gerum við miklar kröfur til þeirrar þjónustu sem fyrirtæki bjóða uppá. Viðskiptavinir vilja fá hraða, ódýra og persónulega þjónustu, helst allan sólarhringinn sem getur verið erfitt að koma til móts við með takmarkaðar auðlindir. Í þessu erindi verður farið yfir hvernig stór íslensk fyrirtæki hafa nú þegar nýtt sér gervigreind í formi samræðugreindar (Conversational AI) til að veita hraða og persónulega þjónustu allan sólarhringinn, hvernig stóru mállíkönin eins og GPT módelin munu koma að þessari byltingu og hvernig fyrirtæki geta nýtt sér þessa tækni.
Viðar Pétur Styrkársson, Advania

13:40   Umræður

14:00   Fundarslit

Fundarstjóri: Sigrún Lára Sverrisdóttir, Reykjavíkurborg

20230419 120850
20230419 120904
20230419 120915
20230419 120927
20230419 120941
20230419 121105
20230419 121116
20230419 121143
20230419 121157

  • Félagsmenn Ský:     7.500 kr.
    Utanfélagsmenn:   13.500 kr.
    Félagar utan vinnumarkaðar: 5.500 kr.
  • Bakaður þorskur með kryddskel, blönduðu grænmeti, kartöflusmælki og hvítvínssósu
    Vegan: Blandaðar ertur, baunir, bygg, spínat og pesto
    Kaffi/te og sætindi á eftir