Skip to main content

Á þessum morgunverðarfundi verður lögð áhersla á að gefa innsýn í stafræna vörustýringu í gegnum raundæmi. Við munum fræðast um hvernig stafrænni vörustýringu er beitt á mismunandi stöðum og á mismunandi vörur. Tilvalið fyrir öll sem eru áhugasöm um vörustýringu, hagkvæmni í rekstri og að vakna snemma.

Dagskrá:

08:15   Léttur morgunverður

Sara Sigurðardóttir
08:30   Vö / Ve / Fra – hvað er þa(ð)?
Er einhver raunverulegur munur á framleiðanda, verkefnastjóra og vörustjóra? Skyggnumst undir húddið með hvað þau segja sjálf.
LinkedIn logo  Sara Sigurðardóttir, Reykjavíkurborg/Bloomberg
Sigrún Lára Sverrisdóttir
08:50   Vörustýring SaaS lausna
Lausn fundin - Lausn keypt - Lausn innleidd - Hvað svo?
Farið verður yfir mun vörustýringar á vöru í þróun og SaaS lausna. Á vörustýring við og hvað felur hún í sér þegar við höfum ekki völd yfir eiginlegri þróun vörunnar?

LinkedIn logo  Sigrún Lára Sverrisdóttir, Stafræn Reykjavík
Guðmundur Jósepsson
09:10   Hvernig beitum við vörustýringu á tæknilega innviði?
Þurfa tæknilegir innviðir vörustýringu? Hvað þýðir það og hver er ávinningurinn?
LinkedIn logo  Guðmundur Jósepsson, Inaris
Trausti Árnason
Trausti Árnason
09:30   Product vegferð hjá Controlant
Controlant fór í gegnum skipulagsbreytingar til að Product-væða fyrirtækið árið 2023. Af hverju? Hvað kom út úr því og hvað hefði mátt gera betur?
LinkedIn logo  Trausti Árnason, Controlant
LinkedIn logo  Víkingur Goði Sigurðarson, Controlant

09:50   Umræður

10:00   Fundarslit

Bjarni Salvarsson
Fundarstjóri:
LinkedIn logo Bjarni Salvarsson, Embla Medical

Stjórn Ský býður nemendum úr HÍ á kynningu um starfsemi félagsins.

Fólk er ómissandi partur af hugbúnaðargerð og leikur sköpunargáfa, sérfræðiþekking og hæfni í samskiptum þar lykilhlutverk. Á viðburðinum verður fjallað um hvernig við sameinum krafta ólíkra einstaklinga til árangurs í hugbúnaðarverkefnum.

Dagskrá:

11:50   Húsið opnar

12:00   Fundur settur, hádegisverður borinn fram og tengslanetið styrkt

Freyr Guðmundsson
12:20   Meðvituð og ábyrg samskipti eru undirstaða vinnustaðarmenningar
Það er algengur misskilningur að samskiptafærni sé okkur öllum meðfædd. Við höfum jú verið að tjá okkur allt okkar líf, ekki satt? Sama mætti segja um hreyfingu. Við höfum flest hlaupið allt okkar líf, erum við þá ekki öll sérfræðingar í spretthlaupi? Hvort sem við erum leiðtogar eða teymismeðlimir þá eru dagleg samskipti grundvöllur að samvinnu. Við þurfum að einblína á ásetning og ábyrgð til að geta markvisst byggt upp þá vinnustaðamenningu sem við viljum. Við könnum grundvallar hugtök eins og "opin vinna", og að "kasta öllum boltanum", einnig ræðum við ábyrgð "sendanda" í skrif og talmáli. Og að lokum ræðum við hvernig samskipti geta stuðlað að sálrænu öryggi…eða stútað því.
Freyr Guðmundsson
Áskell Fannar Bjarnason
12:40   Betra samspil milli hönnuða og forritara
Hvernig getum við bætt samvinnu á milli hönnunar og forritunar? Hvernig skiljum við betur hvort annað og hvaða áhrif hefur það á vöruna að samspil okkar sé betra? Verður upplifun notenda mögulega betri fyrir vikið?
Áskell Fannar Bjarnason, Síminn
Helga Ingimundardóttir
13:00   Gagnsæ samskipti við hugbúnaðargerð
Gegnumgangandi vandamál milli teyma er skortur á gagnsæi og ófullnægjandi samskipti. Farið verður í gegnum reynslusögur úr hugbúnaðargerð úr ólíkum iðnaði og gefin dæmi hvernig skýrt verklag, góð yfirsýn og tímanleg samskipti eykur skilvirkni og bætir upplifun allra.
Dr. Helga Ingimundardóttir, Háskóli Íslands
Stefán Jökull Sigurðarson
13:20   Þetta þarf ekki að vera svona flókið!
Við elskum öll lykilorð er það ekki? Hástafir, lágstafir, tákn, tölur, breyta reglulega, ekki nota sama lykilorð og síðustu 5 skipti, o.s.frv. Hvernig gátum við gert þetta svona flókið? Allt í nafni meira öryggis er það ekki? En þetta er ekki öruggara. Þvert á móti, þá hefur okkur tekist að gera netið óöruggara fyrir vikið og á sama tíma gert notendur pirraða. En hvernig leysum við vandamálið? Tölum aðeins um óbein samskipti okkar við notendur gegnum notendaviðmót og reglur og hvaða skilaboð við sendum þeim fyrir vikið.
Stefán Jökull Sigurðarson, Lucinity/Have I Been Pwned
Baldur Kristjánsson
13:40   Allt auðveldara og ekkert óyfirstíganlegt
Sögur og praktísk ráð um hvernig við getum stórbætt og virkjað einn stærsta árangursþátt í hugbúnaðarverkefnum, öfluga samvinnu.
Baldur Kristjánsson, Kolibri

14:00   Fundarslit

Guðrún Marinósdóttir
Fundarstjóri: Guðrún Marinósdóttir, Controlant

Fyrstu viðbragðsaðilar treysta á snerpu og óaðfinnanleg samskipti til að bjarga mannslífum, samræma aðgerðir og viðhalda öryggi. 

En hvaða hlutverki gegna fjarskiptafyrirtæki þegar neyðarástand skapast? Uppgötvaðu hvernig fjarskiptafyrirtæki starfa á neyðartímum og lærðu hvað gerist þegar samskiptaleiðir truflast. Vertu með í okkur á áhugaverðum viðburði sem varpar ljósi á mikilvægu hlutverki samskipta.
Hvort sem þú ert fagmaður, áhyggjufullur borgari eða einfaldlega forvitinn, þá er þessi viðburður fyrir þig!

Dagskrá:

08:00   Húsið opnar - Morgunverður

Guðbrandur Örn Arnarson
Sigurður Ingi Hauksson
08:30   Fjarskipti á hamfaratímum
Aðgerðir vegna eldsumbrota í Grindavík hafa frá 2021 verið afar krefjandi fyrir viðbragðsaðila sem og aðra hagaðila.
Guðbrandur Örn Arnarson, Landsbjörg og Sigurður Ingi Hauksson, Neyðarlínan
Jón Svanberg Hjartarson
08:50   „Svartur föstudagur“ – öryggisatvik við uppfærslu eldveggja 112
Jón Svanberg Hjartarson, Neyðarlínan
Ingigerður Guðmundsdóttir
09:10   Fjarskipti á hættustigi
Hlutverk fjarskiptafyrirtækja þegar kemur að náttúruhamförum líkt og eldgosi er að tryggja örugg fjarskipti. Helstu sérfræðingar standa vakt dag og nótt og eru í náinni samvinnu við Almannavarnir, Neyðarlínu, viðbragðsaðila og önnur fjarskiptafélög við að tryggja öruggt fjarskiptasamband. Í þessum fyrirlestri verður greint frá helstu kröfum, störfum og ábyrgð fjarskiptafyrirtækja við náttúruhamfarir.
Ingigerður Guðmundsdóttir, Vodafone
Snorri Olgeirsson
09:30   Samtöktun fjarskipta
Hvað er klukka í fjarskiptum, hvað gerist ef við missum taktinn, hvaða skref þarf að stíga til að halda takti? Samtöktun er hugtak sem er vel þekkt innan fjarskipta, en afhverju er hún mikilvæg?
Snorri Olgeirsson, Míla

09:50   Umræður og spurningar úr sal

10:00   Fundarslit

Ingvar Bjarnason
Fundarstjóri: Ingvar Bjarnason, Míla
STEM-ming International Women's Day Meetup
 
International Women's Day is on a Friday this year!
Let's kick off the weekend together, celebrating ourselves and all of the great women, Two Spirit, trans, non-binary, and gender diverse people in STEM!
Join us on 8 March at KEX for this STEM-ming happy hour meetup (mingle), co-hosted by WomenTechIceland, Ský, KÍO, ADA HÍ, /sys/tur, STEM Iceland, ADA Konur, and Women in Immersive Tech.
Komið og fagnið alþjóðlegum baráttudegi kvenna og kvára með okkur!