2023 Stofnfundur faghóps um stafræna vörustýringu

Föstudaginn 12. maí verður stofnfundur faghóps um stafræna vörustýringu. Með stofnun þessa faghóps vilja stofnendur leggja grunn að virku þekkingarsamfélagi og samstarfsvettvangi innan geirans. Við hvetjum fólk innan og utan geirans, reynslubolta og þau sem eru áhugasöm eða jafnvel bara forvitin um stafræna vörustýringu að mæta.

Fundurinn er opinn öllum sem vilja kynna sér hópinn. Skráðir félagar í Ský geta gengið í faghópinn á staðnum eða eftir fundinn.

Dagskrá:

09:00   Fundur settur

Stutt kynning á faghópnum
Sigrún Lára Sverrisdóttir, Reykjavíkurborg
 
Kosning fyrstu stjórnar faghópsins
Hægt að bjóða sig fram á staðnum
Allir og ömmur þeirra vilja stafrænt vörustýri
Ólafur Óskar Egilsson, Reykjavíkurborg

10:00   Stofnfundi lokið

Fundarstjóri:  Inga Jessen 

Undirbúningur: Sigrún Lára Sverrisdóttir, Ólafur Óskar Egilsson, Guttormur Árni Ársælsson, Heiðar Atli Emilsson, Snædís Zanoria Kjartansdóttir, Erla Rós Gylfadóttir, Inga Jessen, Kristjana Nanna Jónsdóttir


 

Tillaga að reglum faghóps Ský um stafræna vörustýringu

1.gr.
Stafræn vörustýring er faghópur innan félagsins Ský og starfar eftir reglum þess um faghópa.

2.gr.
Markmið faghópsins eru í samræmi við markmið móðurfélagsins og felast m.a. í:

  • Að skapa vettvang fyrir faglega umræðu um stafræna vörustýringu
  • Að auka þekkingu á faginu og fjölbreytileika þess innan og utan geirans
  • Að stuðla að fagmennsku í vörustýringu
  • Að efla tengslamyndun innan geirans og stuðla að virku samfélagi í kringum fagið
  • Að leitast við að þroska geirann á íslenskum vinnumarkaði
  • Að stuðla að vandaðri málnotkun og skýra hugtök tengd vörustýringu

Mótum framtíðina saman

Sameiginleg vorráðstefna fyrir félaga Ský, Stjórnvísi, Mannauðs, ÍMARK og FVH. Fjölbreyttir fyrirlestrar úr mismunandi áttum viðskiptalífsins um framtíðina. Endum daginn á að stækka tengslanetið og skála fyrir framtíðinni og höldum svo út í vorið!

DAGSKRÁ

14:00  Velkomin

  • Allir memm! Ákvarðanataka framtíðar

    Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari

    Ákvarðanir eru teknar með margvíslegum hætti. Stundum tökum við ákvarðanir fyrir aðra - heila vinnustaði eða stóra hópa - og stundum eru teknar ákvarðanir fyrir okkur án þess að við höfum nokkuð um það að segja. Stundum „tökum við slaginn“ og stundum látum við ákvarðanir annarra bara yfir okkur ganga. Samningar eru það form ákvarðanatöku sem er í mestum vexti hvert sem litið er í samfélaginu eða samfélagi þjóðanna. Því fylgja ýmis tækifæri - og hættur - þar sem flest erum við ekkert sérstaklega góð í samningagerð.

  • Þarf alltaf að vera gaman?

    Margrét Tryggvadóttir, skemmtana-og forstjóri Nova

    Mun framtíðin vera skemmtileg, betri eða er partýið búið? 

  • Framtíðaráhrif fjarvinnu á framboð á vinnuafli – tækifæri og ógnanir

    Gunnar Haugen, Talent Management Director CCP

    Er útlitið svart eða bjart? Hver eru líkleg áhrif gervigreindar, staðvinnu, tvinnvinnu og fjarvinnu á vinnustaði morgundagsins? Hvernig er líklegt að laun og vinnutími þróist? Spáum í það.


  • Stutt kaffihlé

  • Hvað vita hakkarar framtíðarinnar um þig?

    Theódór Gíslason, Co-founder & CTO hjá Syndis

    Aðgengi að þínu stafræna fingrafari er aðgengilegra hökkurum en þú heldur. Sýnd verða dæmi um hvernig hakkarar framtíðarinnar geta auðveldlega fylgst með þér á netinu og hvernig hægt er að verjast því.

  • Húmor virkar - í alvöru

    Sveinn Waage, markaðsstjóri, fyrirlesari og sérfræðingur í samskiptum

    Rannsóknir sýna að húmor ekki aðeins auki vellíðan bæði andlega og líkamlega heldur einnig að Húmor stuðlar að betri árangri í atvinnulífinu. Húmorinn veitir okkur sannarlega gleði og er því gríðarlega mikilvægur hluti fyrirtækjamenningar. En þegar við erum farin að sjá að virkni Húmors skilar sér líka í sjálfan efnahaginn, þá er ekki spurnig að staldra við og leggja við hlustir. Húmor nefnilega virkar, í alvöru.

  • Ráðstefnustjóri

    Ásdís Eir Símonardóttir

16:00  Skálum saman fyrir framtíðinni og tengjumst!
Léttar veitingar og tengslanetið stækkað í góðra vina hópi.

18:00  Partýið búið - haldið saman út í vorið!


  • Ský

  • Mannauður

  • FVH

  • Ímark

  • Stjórnvísi


Read more …2023 Mótum framtíðina saman

Aðalfundur Ský 2023 verður haldinn í fimmtudaginn 23. febrúar og er einungis opinn skráðum félögum í Ský.

Félagar sem ætla að mæta á fundinn þurfa að skrá sig hér fyrir neðan - skráningar þurfa að berast eigi síðar en miðvikudaginn 22. febrúar 2023.

Léttar veitingar verða í boði og eru félagar hvattir til að mæta og efla tengslanetið.


Skráning lokuð

Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf skv. samþykktum félagsins

  1. Skýrsla stjórnar
  2. Skýrslur nefnda og starfshópa
  3. Tilnefning heiðursfélaga
  4. Reikningar félagsins
  5. Lagabreytingar
  6. Ákvörðun félagsgjalda
  7. Stjórnarkjör
  8. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga
  9. Nefndakjör
  10. Önnur mál

Faghópar innan Ský eru eftirtaldir og er kosið í stjórn þeirra á aðalfundi Ský. Hvetjum við félaga til að taka virkan þátt í starfinu með okkur og gefa kost á sér í stjórnir faghópa. Helstu verkefni faghópa eru að undirbúa 1-3 viðburði á vetri um málefni faghópsins.

Veldu faghóp til að sjá nánari upplýsingar um viðkomandi hóp:

Hvetjum alla áhugasama sem vilja starfa í faghópum að bjóða sig fram.

Þeir sem hafa hug á að bjóða sig fram í stjórn, faghópa eða nefndir Ský eru beðnir um að senda tölvupóst á sky@sky.is sem allra fyrst.

Aðalstjórn Ský: Tilkynna þarf um framboð í stjórn Ský eigi síðar en þremur dögum fyrir aðalfund.

fyrirlesarar

Væntingar og þarfir sjúklinga eru stöðugt að breytast. Með framförum í snjallvæðingu gera sjúklingar ríkari kröfu til stafrænnar heilbrigðisþjónustu. Samsetning sjúklinga breytist einnig með öldrun þjóðarinnar og auknum batahorfum eftir erfið veikindi. Á fundinum verður fjallað um það hvernig heilbrigðiskerfið getur tekist á við verkefni framtíðarinnar. Efni fundarins er fyrir alla sem hafa áhuga á stefnumótun og tækninýjungum í heilbrigðisþjónustu.

Dagskrá:

11:50   Húsið opnar

12:00   Hádegisverður borinn fram

12:15   Ég er minn eigin læknir
Snjallvæðingin hefur lengi reynt að snjallvæða heilsu okkar með allskonar misgáfulegum tækjum sem sum gera eitthvað og önnur ekkert. Lítum aðeins um öxl og horfum fram veginn í heilsutengdri snjalltækni.
Guðmundur Jóhannsson, samskiptastjóri Símans

12:30   Hugsum betur um fólkið okkar; Heimaspítalinn
Ný þjónusta á vegum HSU sk. Heimaspítali eða bráðavitjanateymi er orðin að veruleika. Heimaspítali er fyrir aldraða hruma einstaklinga, búsetta í heimahúsum, sem hafa bráðveikst. Hjúkrunarfræðingur og læknir veita spítalaþjónustu heima hjá sjúklingnum, í hans eigin umhverfi, í stað þess að viðkomandi sé fluttur á bráðamóttöku eða legudeild, sé hægt koma því þannig við og heilsufarsvandamálið sé þess eðlis. Skortur á tæknilausnum, geta orðið hamlandi þáttur í þessu verklagi.
Anna Margrét Magnúsdóttir og Margrét Björk Ólafsdóttir, hjúkrunarfræðingar á Heilsugæslustöð HSU á Selfossi

12:55   Mælingar til að hámarka heilsu
Með tilkomu tækja sem geta mælt allt frá blóðsykurstöðu niður í efnaskipta- og blóðheilsu einstaklinga er hægt að taka upplýstar ákvarðanir er varða hreyfingu og lífstíl og hvaða þætti þurfi helst að bæta. Við viljum ekki bara lifa lengur heldur einnig betur og með því að vita stöðuna í dag og hvert við viljum stefna er hægt að setja niður markmið sem koma okkur nær því takmarki. Sigurður Örn frá Greenfit ehf. fer yfir þessa hluti í stuttu erindi og kemur með nokkrar skotheldar leiðir til að besta heilsuna okkar til framtíðar.
Sigurður Örn Ragnarsson, Greenfit

13:20   Umræður

13:30   Fundarslit

Fundarstjóri: Guðmundur Jóhannsson, samskiptastjóri Símans

UTmessan haldin í þrettánda sinn 3. og 4. febrúar 2023 í Hörpu.

UTmessu vikan - 30. janúar - 2. febrúar:
Viðburðir og uppákomur fyrir almenning út um allan bæ (Off-venue) á vegum fyrirtækja tengdum UTmessunni.

Ráðstefnudagur - föstudaginn 3. febrúar:
Ráðstefna og sýning fyrir fólk í upplýsingatækni.

Tæknidagur - laugardaginn 4. febrúar:
Sýning tölvu- og tæknifyrirtækja fyrir alla sem vilja sjá hvað er að gerast í tölvugeiranum.

 

Sjá nánar á www.utmessan.is

Ský - Skýrslutæknifélag Íslands (The Icelandic Computer Society)
480870-0189 | Engjateigi 9 | 105 Reykjavík | 553 2460 | sky@sky.is