Skip to main content

Hvað er að ske?

„Þegar hann, er til svæðis, þá fíla ég mig alveg sjúklega vel”. Þetta sungu Grýlurnar forðum daga í laginu Hvað er að ske? En hvað er í gangi þessa dagana og hvaða nýjungar eru í fullri notkun og reynast okkur sjúklega vel? Við fáum fyrirlesara alls staðar að sem segja okkur frá daglegum störfum sínum og hvernig tæknin léttir lund og eykur skilvirkni.

Dagskrá:

11:50   Húsið opnar

12:00   Fundur settur, hádegisverður borinn fram og tengslanetið styrkt

G. Auður Harðardóttir
12:20   Rafræn miðlun sjúkraskrárupplýsinga á milli Evrópulanda
Með verkefninu verður brotið blað í heilbrigðisþjónustu yfir landamæri, þar sem hægt verður að deila lykilheilbrigðisupplýsingum úr sjúkraskrá einstaklings til heilbrigðisstarfsmanna sem þurfa að sinna viðkomandi í öðru landi en heimalandi.
G. Auður Harðardóttir, verkefnastjóri og teymisstjóri hjá embætti landlæknis
Halldór Bjarki Ólafsson
12:40   Hagnýt notkun gervigreindar í rannsóknum og takmörkun þess
Gervigreind hefur nýverið verið aðgengileg notendum um heim allan með tilkomu spjall-viðmótsins ChatGPT. Fyrirlesturinn mun fjalla um hvernig hagnýting gervigreindar hefur gagnast við úrvinnslu í rannsóknum ásamt ritun og birtingu ritrýndra greina í læknavísindum.
Halldór Bjarki Ólafsson, læknir
13:00   Þróun mælaborða (PBi) fyrir starfsemi Landspítala
Hagdeild Landspítala er að þróa birtingu starfsemisupplýsinga í Power Bi á innri vef spítalans. Það styttist í birtingu gagna dag- og göngudeilda. Sagt verður frá stöðu verkefnisins og hvernig var unnið að undirbúningi m.a með væntanlegum notendum.
Arndís Embla Jónsdóttir, verkefnastjóri á Hagdeild Landspítala, hjúkrunarfræðingur og meistaranemi í verkefnastjórnun við Háskóla Íslands

13:20   Horft til framtíðar: Forflokkun erinda í heilbrigðiskerfinu. Er gervigreind ógn eða aðstoð?
Fjarheilbrigðisþjónusta er framtíð heilbrigðisþjónustunnar, símaráðgjöf og netspjall er góð leið til þess að þjónusta einstaklinga þar sem þeir eru staddir, heima hjá sér og þá sem eiga erfitt með að sækja heilbrigðisþjónustu t.d. vegna sjúkdóms eða fötlunar. Tæknin fer fram hraðar en nokkurn hafði órað fyrir. Rafræn skilríki eru að taka yfir lykilorðin og gervigreind getur hannað heilu ritgerðirnar. Spurningin er hvort tæknin sé að taka völd og störf frá okkur mannfólkinu eða er tæknin að valdefla og einfalda okkar líf?
Ingibjörg Rós Kjartansdóttir, hjúkrunarfræðingur og verkefnastjóri
Helga María Guðmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur, upplýsingamiðstöð Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins

13:40   Umræður

14:00   Fundarslit

Fundarstjóri: Jóhanna Fjóla Jóhannesdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vesturlands

Aðalfundur Ský 2024 haldinn í þriðjudaginn 20. febrúar og einungis opinn skráðum félögum í Ský.

Viltu hafa áhrif á starf faghópa og dagskrá viðburða? 
Gefðu kost á þér í stjórn faghóps með því að senda tölvupóst á sky@sky.is sem allra fyrst.
->Skoða faghópa og nefndir

Félagar sem ætla að mæta á fundinn þurfa að skrá sig - skráningar þurfa að berast eigi síðar en mánudaginn 19. febrúar 2024.

Léttar veitingar í boði og eru félagar hvattir til að mæta og efla tengslanetið.

Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf skv. samþykktum félagsins

  1. Skýrsla stjórnar
  2. Skýrslur nefnda og starfshópa
  3. Tilnefning heiðursfélaga
  4. Reikningar félagsins
  5. Lagabreytingar
  6. Ákvörðun félagsgjalda
  7. Stjórnarkjör
  8. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga
  9. Nefndakjör
  10. Önnur mál

Faghópar innan Ský eru eftirtaldir og er kosið í stjórn þeirra á aðalfundi Ský. Hvetjum við félaga til að taka virkan þátt í starfinu með okkur og gefa kost á sér í stjórnir faghópa. Helstu verkefni faghópa eru að undirbúa 1-3 viðburði á vetri um málefni faghópsins.

Veldu faghóp til að sjá nánari upplýsingar um viðkomandi hóp:

Hvetjum alla áhugasama sem vilja starfa í faghópum að bjóða sig fram.

Þeir sem hafa hug á að bjóða sig fram í stjórn, faghópa eða nefndir Ský eru beðnir um að senda tölvupóst á sky@sky.is sem allra fyrst.

Aðalstjórn Ský: Tilkynna þarf um framboð í stjórn Ský eigi síðar en þremur dögum fyrir aðalfund.

UTmessan haldin í fjórtánda sinn 2. og 3. febrúar 2024 í Hörpu.

UTmessu vikan - 29. janúar - 1. febrúar:
Viðburðir og uppákomur fyrir almenning út um allan bæ (Off-venue) á vegum fyrirtækja tengdum UTmessunni.

Ráðstefnudagur - föstudaginn 2. febrúar:
Ráðstefna og sýning fyrir fólk í upplýsingatækni.

Tæknidagur - laugardaginn 3. febrúar:
Sýning tölvu- og tæknifyrirtækja fyrir alla sem vilja sjá hvað er að gerast í tölvugeiranum.

 

Sjá nánar á www.utmessan.is

Á þessum viðburði er fjallað um þá innviði sem fyrirtæki eru með til að styðja við hagnýtingu gagna á þeirra vinnustað.

Dagskrá:

11:50   Húsið opnar

12:00   Fundur settur, hádegisverður borinn fram og tengslanetið styrkt

Anna Sigridur Islind
12:20   Stafrænar heilbrigðislausnir (e. Digital health)
Hvernig má nýta tækin sem við notum alla daga, snjallsíma, smáforrit og snjallúr, í þágu heilbrigðiskerfisins - til að bæta lífsgæði okkar og annarra?
Dr. Anna Sigríður Islind, Háskólinn í Reykjavík
Bjarni Thor Gislason
12:40   Uppbygging gagnaumhverfis FME eftir fjármálahrun
Fjármálaeftirlitið var stóreflt eftir fjármálahrunið 2008. Í skýrslu rannsóknarnefndar var meðal annars lögð áhersla á skort á upplýsingatæknikerfum til að tryggja að þekking glataðist ekki þegar starfsmenn hættu. Þessi reynslusaga fjallar um hvernig gagnaumhverfi stofnunarinnar voru byggð upp skipulega og hvað opinberir aðilar þurfa að huga að við uppbyggingu gagnaumhverfis til að styðja við aukna greiningargetu og góðar ákvarðanir.
Bjarni Þór Gíslason, Gagnagúrú
Birna Guðmundsd+ottir
13:00   Þarf alltaf að vera AI?
Birna segir frá nokkrum gagnasprottnum aðgerðum sem farið var í hjá VMST þegar hálf þjóðin kom í fangið á þeim í faraldrinum.
Birna Guðmundsdóttir, Vinnumálastofnun
Sindri Ólafsson
13:20   Hvernig nýtist gervigreind í vélum
Hvernig getum við nýtt gervigreindi í vélum í matvælaframleiðslu, hvað þarf til og hvað verkefni einfaldar það fyrir okkur.
Sindri Ólafsson, Marel

13:40   Umræður

14:00   Fundarslit

Fundarstjóri
Fundarstjóri: Jón Rúnar Baldvinsson, Skatturinn

Frá því í árdaga internettenginga heimila hefur næsta skref þróunar alltaf kallað á samtal um „er þörf á þessu?“. Nú eru fjarskiptafélögin á Íslandi enn og aftur að sýna hvað í þeim býr og staðsetja Ísland kyrfilega sem eitt af leiðandi löndum í heiminum yfir tengimöguleika heimila og einstaklinga. Stækkun heimilistenginga gerir talsverðar kröfur á innviði, ekki bara hjá fjarskiptafélögum heldur líka innan veggja heimilisins, að mörgu er að huga. Það er þó ekki nóg að auka hraða að húsinu heldur þarf einnig að tryggja afhendingu nets til allra tækja ásamt að tryggja öryggi samskiptanna. Skyggnst verður í samskipti heimilanna á þessum áhugaverða hádegisfundi fjarskiptahópsins.

Dagskrá:

11:50   Húsið opnar

12:00   Fundur settur, hádegisverður borinn fram og tengslanetið styrkt

Siggeir Orn Steinthorsson
12:20   Þetta snýst allt um upplifun
Framþróun í fjarskiptatækni hefur tekið miklum umbreytingum undanfarin áratug og er á ógnarhraða. Nethraði og gagnamagnsnotkun heimila er í brennidepli þessa stundina en hugtakið netgæði, sem nær yfir net upplifun heimila í landinu, er raunverulega mikilvægasti mælikvarðinn þar sem hraði er ekki alltaf lausnin til að mæta ólíkum þörfum neytenda.
Siggeir Örn Steinþórsson, Vodafone
Atli Stefan Yngvason
12:40   Myndavél, upptökuvél, hljóðnemi, skjár og hátalari í vasanum, og hvað svo?
Ef einhver hefði sagt við þig fyrir 30 árum síðan að einn daginn myndir þú labba um nær allar vökustundir með lítinn svartan spegil sem kæmist fyrir í lófa sem væri sjónvarp, ljósmyndavél, upptökuvél, diktafónn, hljómtækjastæða og sími sem gæti sent tölvupóst þá myndi þú varla trúa því. En hér erum við gangandi um alla daga með margmiðlunarvél sem tekur upp miklu betri myndbönd en þriggja kílóa VHS upptökuvélin hans Nonna frænda, bjartar og fallegar ljósmyndir og setur það beint upp í skýið að því loknu. Og hvað svo? Hvað eigum við að gera við allar þessar stafrænu minningar sem við framleiðum í þúsundatali? Prenta, skoða, deila, geyma? Atli Stefán Yngvason frá Tæknivarpinu fer í gegnum lífskeiði stafrænna minninga og hvernig á að njóta þeirra.
Atli Stefán Yngvason, Koala
Jon Helgason
13:00   Þarf ég ekki 10 gig heimatengingu?
Í þessum fyrirlestri mun Jón Helgason, eða Nonni eins og hann vill kalla sig fara yfir þær áskoranir sem standa frammi í að koma venjulegu heimili í 10 gig tengingu og auk þess fara yfir hvort það sé virkileg þörf á þessu. En Nonni er búin að hanga á netinu síðan á tímum IRC (sem var spjallvettvangur á þeim tíma) þegar hann var var með 28.8 bauda upphringi módem og teppti símalínuna á heimilinu. En hann gat ekki staðist þá áskorun að hoppa á 10gig vagninn, þó svo að hann hafi ekkert við það að gera, og ætlar að segja okkur aðeins frá þeirri vegferð.
Jón Helgason
Ingvar Bjarnason
13:20   Réttur tímapunktur að uppfæra í 10Gig
Frá því kveikt var á fyrsta módeminu og það tengt við internetið hafa orðið stórstígar tækniframfarir og gríðarlegar breytingar á því hvernig við störfum, lifum, hegðum og skemmtum okkur.    Samhliða þessu hefur internettengingin tekið miklum breytingum í takt við breytta tíma, stundum í hægfara skrefum en oft í RISA stökkum.   Oft er þetta drifið áfram af þörf en stundum af tækni og getu.   Færa má sterk rök fyrir því að þegar tæknin og getan er umfram þörfina því þá skapast aðstæður þar sem hegðun notenda, nýsköpun og framþróun eru engar skorður settar.     Í þessum fyrirlestri þá verður þróun á afkastagetu nettenginga skoðuð í tengslum við framfarir í tækni, breytta hegðun notenda og leitast við að svara spurningunni hvort núna sé rétti tímapunkturinn að uppfæra í 10G 
Ingvar Bjarnason, Míla
Gudmundur Arnar Sigmundsson
13:40   Erum við örugglega að fara hratt?
Áskoranir sem fylgja betri heimatengingum
Guðmundur Arnar Sigmundsson, CERT-ÍS

14:00   Fundarslit

Dolores Ros Valencia
Fundarstjóri: Dolores Rós Valencia, Ljósleiðarinn