Þessi síða notar kökur (e. cookies) til að auðvelda þér að vafra um vefinn.

Orðanefnd Skýrslutæknifélags Íslands (Tölvuorðanefnd) tók saman efni í fyrstu útgáfu Tölvuorðasafns 1983 og hefur einnig séð um endurskoðun þess. Önnur útgáfa Tölvuorðasafns kom út árið 1986. Þriðja útgáfa kom út í rafrænu formi í orðabanka Íslenskrar málstöðvar þegar hann var opnaður 15. nóvember 1997 og í bók (453 bls.) í janúar 1998. Fjórða útgáfa kom út í bók (555 bls.) í ágúst 2005.
Orðanefndin hefur einnig tekið saman ritið Íslensk táknaheiti (50 bls.) en það kom út í janúar 2003 sem 2. smárit Íslenskrar málnefndar.

Í orðanefnd eiga sæti:  

Sigrún Helgadóttir tölfræðingur, Orðabók Háskólans (formaður nefndarinnar)
sigrun.h hjá simnet.is
Þorsteinn Sæmundsson stjörnufræðingur hjá Raunvísindastofnun Háskólans
halo hjá raunvis.hi.is
Örn Kaldalóns framkvæmdastjóri hjá Icepro
kaldalon hjá icepro.is


Ritstjóri Tölvorðasafns er Stefán Briem stbr hjá simnet.is en Tölvuorðasafnið má meðal annars fá á skrifstofu félagsins.

Skýrsla stjórnar árið 2008

Skýrsla stjórnar árið 2006

Skýrsla stjórnar árið 2004 

 

Orðanefnd 

Hér birtist listi yfir orð vikunnar sem hafa birst á tímabilinu 22. mars 2003 - 1. júní 2004

Þessir pistlar hafa birst í Tölvumálum, tímariti Skýrslutæknifélagsins.