Könnun meðal viðskiptavina

Viðskiptavinum  hefur verið send stutt þjónustukönnun. Könnunin er send á viðskiptavini sem og samstarfsaðila fyrirtækisins og er mikilvægur liður í því að fá viðhorf viðskiptavina til þess að bæta þjónustuna enn frekar. Könnunin er framkvæmd af Prósent.

Tækifæri fyrir báða aðila 

Könnun sem þessi gefur fyrirtækinu nauðsynlega innsýn inní upplifun viðskiptavina af ýmsum þáttum þjónustunnar, svo sem gæðum, hraða, ánægju og virði þjónustunnar. Þjónustukönnunin gefur viðskiptavinum okkar einnig tækifæri til að koma skoðun sinni á framfæri og almennri upplifun af samskiptum sínum við Ský. 

Við þökkum kærlega fyrir þátttökuna og fyrir að hjálpa okkur að bæta þjónustuna.

Spurningum varðandi þjónustukönnunina má beina til framkvæmdastjóra Ský, Arnheiði Guðmundsdóttur á netfangið sky@sky.is

Ský - Skýrslutæknifélag Íslands (The Icelandic Computer Society)
480870-0189 | Engjateigi 9 | 105 Reykjavík | 553 2460 | sky@sky.is