Skip to main content

Ritrýni greina

Leiðbeiningar fyrir ritrýna

Ritrýni í tímaritinu Tölvumál er nafnlaus á báða bóga og lesa a.m.k. tveir aðilar hverja grein. Ritrýnar eru beðnir að skrifa greinargerð og taka tillit til eftirfarandi atriða þegar þeir meta greinarnar, eftir því sem við á. Einnig má gjarnan skrifa athugasemdir á sjálft handrit greinarinnar.

  1.    Er heiti greinarinnar lýsandi fyrir efni hennar?
  2.    Er útdráttur nákvæmur, lýsandi og í samræmi við innihald greinarinnar?
  3.    Er meginefni greinar, tilgangi og efnistökum lýst í inngangi?
  4.    Er greinin sett í fræðilegt samhengi?
  5.    Er gerð grein fyrir nýjustu rannsóknum á sviðinu?
  6.    Er gerð grein fyrir mikilvægi rannsóknarefnisins?
  7.    Er tilgangur rannsóknarinnar og/eða rannsóknarspurningar ljós?
  8.    Er gerð grein fyrir rannsóknarsniði og rannsóknaraðferðum?
  9.    Er gerð skýr grein fyrir hvernig unnið var úr gögnum?
10.    Eru niðurstöður settar fram á skýran hátt og studdar þeim gögnum sem safnað var?
11.    Eru ályktanir sem dregnar eru af niðurstöðum svör við þeim spurningum sem lagt var af stað með og studdar þeim gögnum
          sem safnað var og þeim kenningum og heimildum sem fjallað hefur verið um?
12.    Er niðurlag greinarinnar skýrt fram sett?
13.    Bætir greinin við skilning og þekkingu á sviðinu?
14.    Leggur greinin eitthvað af mörkum til rannsókna, starfsvettvangs eða  stefnumörkunar á sviði upplýsingatækni?
15.    Er greinin skýr hvað varðar málfar og framsetningu?
16.    Er heimildanotkun í samræmi við kröfur sem gerðar eru til fræðilegra greina (APA kerfið)?
17.    Aðrar athugasemdir.

Þegar þú hefur lesið yfir greinina og gert athugasemdir biðjum við þig að setja hana í einn af eftirfarandi flokkum:

1.    Hægt er að birta greinina óbreytta.
2.    Hægt er að birta greinina eftir smávægilegar lagfæringar.
3.    Hugsanlega má birta greinina ef hún verður endurskoðuð og löguð.
4.    Ekki er hægt að birta greinina.í ritrýndum flokki

Vinsamlega rökstyðjið niðurstöðu ykkar.

Leiðbeiningar fyrir greinahöfunda í ritrýndum flokki

Tímaritið Tölvumál kemur út einu sinni til tvisvar á ári. Greinar til ritrýni skulu berast 5 mánuðum fyrir áætlaðan útgáfudag. Allar ritrýnigreinar skal senda til ritstjóra á tölvutæku formi.

Ritnefnd tekur afstöðu til þess hvort ritrýnd grein fæst birt í tímaritinu. Við ákvörðun um birtingu er í fyrsta lagi tekið mið af þeirri stefnu að um sé að ræða fræðilegar og/eða rannsóknartengdar greinar, í öðru lagi að þær eigi erindi til þeirra sem sinna upplýsingatæknimálum. Í þriðja lagi verður gætt að heildasvip tímaritsins hverju sinni.

Meginreglan er sú að innsendar greinar hafi ekki birst annars staðar. Undantekning er gerð frá þessari reglu ef ritnefnd telur greinar sem birst hafa í viðurkenndum erlendum fagtímaritum eftirsóknarverðar til birtingar á íslensku. Erlendum fræðimönnum er heimilt að birta efni í tímaritinu á ensku. Fyrsti höfundur greinar er jafnframt ábyrgðarmaður.

Ef ritnefnd metur greinina svo að hún eigi erindi í tímaritið og uppfyllir kröfur um efni og framsetningu er hún send til a.m.k. tveggja aðila til ritrýningar. Grein sem samþykkt er með fyrirvara um að brugðist sé við faglegum ábendingum er send til greinarhöfundar til lagfæringar í samræmi við ábendingar ritrýna og ritstjórnar. Höfundur sendir greinina síðan aftur til ritnefndar með greinargerð um þær breytingar sem hann hefur gert á greininni.

Framsetning efnis
Miðað er við að framsetning efnis sé í samræmi við venjur sem gilda í virtum erlendum vísindatímaritum. Miðað er við APA kerfið við framsetningu efnis, þetta á m.a. við um gerð heimildaskrár, tilvísanir í texta, töflur og myndir, kaflafyrirsagnir og lengd beinna tilvitanna. Reglur um framsetningu má finna t.d. í Handbók Sálfræðiritsins (1995) eftir Einar Guðmundsson, Gagnfræðakveri handa háskólanemum (2002) eftir Friðrik H. Jónsson og Sigurð J. Grétarsson og Publication Manual of the American Psychological Association 5. útgáfa (2001).Vitna skal til skírnar- og föðurnafns íslensks höfundar en ekki föðurnafns eingöngu eins og gildir um erlenda höfunda. Jafnfram skal raða íslenskum höfundum í heimildaskrá samkvæmt skírnarnafni þeirra. Ætlast er til að beinar tilvitnanir úr erlendum tungumálum séu þýddar á íslensku.
Handritstexti skal vera með 12 pt. letri (Times New Roman) og línubili 1,5. Einfalt orðabil skal vera á eftir punkti. Notið íslenskar gæsalappir. Greinar skulu vera vel yfirfarnar með tilliti til málfars og framsetningar.
Lengd handrita skal að jafnaði vera 2000-4000 orð. Á forsíðu skal koma fram heiti greinar og nafn höfundar. Á eftir forsíðu á að vera u.þ.b.100 orða útdráttur á íslensku og annar á ensku.Við upphaf greinarinnar sjálfrar skal heiti greinarinnar einnig koma fram, án nafns höfundar.
Lögð er áhersla á að gott myndefni fylgi greinum. Myndir og töflur skulu vera með sem einföldustu sniði og í sér skjölum, en merkt við í handritstexta hvar þær skulu staðsettar (t.d. tafla 1 hér). Myndir skulu vera í prentgæðum.

Viðmiðarnir við ritrýningu
Greinarhöfundum er bent á að við ritrýningu greina er lögð áhersla á eftirfarandi þætti:
•    Útdráttur sé í samræmi við innihald og titill lýsandi.
•    Efnistökum og tilgangi lýst í inngangi.
•    Grein gerð fyrir fræðilegu samhengi og nýjustu rannsóknum, mikilvægi rannsóknarefnisins, tilgangi rannsóknar,
     rannsóknarspurningum, rannsóknarsniði, rannsóknaraðferðum og úrvinnslu gagna.
•    Niðurstöður settar skýrt fram, studdar gögnum og rannsóknarspurningunum svarað.
•    Ályktanir studdar gögnunum og fræðilegri umræðu.
•    Greinin bæti við skilning og þekkingu á sviðinu og leggi af mörkum til rannsókna, starfsvettvangs eða  stefnumörkunar á sviði
     upplýsingatækni.
•    Uppbygging greinarinnar sé skilmerkileg með tilliti til inngangs, meginmáls og niðurlags.
•    Vandað til frágangs og málfars.

 

Ritnefnd Tölvumála

Tímaritið Tölvumál kom fyrst út árið 1976 og hefur verið gefið út allar götur síðan. Blaðið kemur út einu sinni á ári í 1200-1500 eintökum og er efni þess tengt tölvunotkun og upplýsingatækni. Áskrift er innifalin í félagsaðild Ský. Vinnustofan Ás sér um pökkun á blaðinu og hefur gert það með miklum sóma síðustu árin. Tölvumál er skráð vörumerki í eigu Skýrslutæknifélags Íslands hjá Einkaleyfastofu.

Vorið 2011 var sett á laggirnar vefútgáfa Tölvumála og þar birtast vikulega greinar um upplýsingatækni.

Ef þú þekkir til góðra penna er vel þegið að benda þeim á að senda greinar í Tölvumál og nýir meðlimir eru alltaf velkomnir í ritnefndina.

Ritnefnd 2025 - 2026
Ásta Gísladóttir, ritstjóri
Ásrún Matthíasdóttir, Háskólinn í Reykjavík
Gestur Andrés Grjetarsson, Vegagerðin
ATH. Það er pláss fyrir fleiri áhugasöm!

Ritnefnd 2024 - 2025
Ásta Gísladóttir, ritstjóri
Ásrún Matthíasdóttir, Háskólinn í Reykjavík
Gestur Andrés Grjetarsson, Vegagerðin

Ritnefnd 2023 - 2024
Ásta Gísladóttir, ritstjóri
Ásrún Matthíasdóttir, Háskólinn í Reykjavík
Gestur Andrés Grjetarsson, Vegagerðin

Ritnefnd 2022 - 2023
Ásta Gísladóttir, ritstjóri
Ásrún Matthíasdóttir, Háskólinn í Reykjavík
Gestur Andrés Grjetarsson
Torfi Þórhallsson, Háskólinn í Reykjavík

Ritnefnd 2021 - 2022
Ásrún Matthíasdóttir, HR, ritstjóri   asrun@ru.is
Ásta Gísladóttir, nemandi HR
Gestur Andrés Grjetarsson, Borgarbyggð
Óskar Völundarson, Icelandair
Torfi Þórhallsson, Háskólinn í Reykjavík

Ritnefnd 2020 - 2021
Ásrún Matthíasdóttir, HR, ritstjóri   asrun@ru.is
Ásta Gísladóttir, nemandi HR
Ásta Þöll Gylfadóttir, Advania
Júlía Ingadóttir, nemandi HR
Óskar Völundarson, Icelandair
Torfi Þórhallsson, Háskólinn í Reykjavík
Víðir Snær Svanbjörnsson, nemandi HR

Ritnefnd 2019 - 2020
Ásrún Matthíasdóttir, HR, ritstjóri   asrun@ru.is
Ágúst Valgeirsson, Advania
Ásta Þöll Gylfadóttir, Advania
Sigurjón Ólafsson, Hafnarfjarðarkaupstaður
Torfi Þórhallsson, Háskólinn í Reykjavík

Ritnefnd 2018 - 2019
Ásrún Matthíasdóttir, HR, ritstjóri   asrun@ru.is
Ágúst Valgeirsson, Advania
Sigurjón Ólafsson, Fúnksjón vefráðgjöf
Eyjólfur Ingi Ásgeirsson, HR
Atli Týr Ægisson, HÍ
Elín Granz, Opin kerfi

Ritnefnd 2017 - 2018
Ásrún Matthíasdóttir, HR, ritstjóri   asrun@ru.is
Ágúst Valgeirsson, Advania
Sigurjón Ólafsson, Fúnksjón vefráðgjöf
Eyjólfur Ingi Ásgeirsson, HR
Atli Týr Ægisson, HÍ

Ritnefnd 2016 - 2017
Ásrún Matthíasdóttir, HR, ritstjóri   asrun@ru.is
Ágúst Valgeirsson, Advania
Sigurjón Ólafsson, Fúnksjón vefráðgjöf
Margrét Rós Einarsdóttir
Eyjólfur Ingi Ásgeirsson, HR

Ritnefnd 2015 - 2016
Ásrún Matthíasdóttir, HR, ritstjóri   asrun@ru.is
Ágúst Valgeirsson, Advania
Hrafnhildur Jóhannesdóttir
Sigurjón Ólafsson, Fúnksjón vefráðgjöf
Guðbjörg Guðmundsdóttir, Háskólanum í Reykjavík
Margrét Rós Einarsdóttir, Háskólanum á Bifröst

Ritnefnd 2014 - 2015
Ásrún Matthíasdóttir, HR, ritstjóri   asrun@ru.is
Ágúst Valgeirsson, Advania
Þorfinnur Skúlason, Alvogen
Sigurjón Ólafsson, Fúnksjón vefráðgjöf
Guðbjörg Guðmundsdóttir, HR

Ritnefnd 2013 - 2014
Ásrún Matthíasdóttir, HR, ritstjóri   asrun@ru.is
Ágúst Valgeirsson, Advania
Júlía Pálmadóttir Sighvats, Lánasjóður ísl. námsmanna
Jón Harry Óskarsson, Microsoft
Þorfinnur Skúlason, Alvogen
Ingibjörg Ósk Jónsdóttir, nemi HR
Sigurjón Ólafsson, Fúnksjón vefráðgjöf

Ritnefnd 2012 - 2013
Ásrún Matthíasdóttir, HR, ritstjóri
Ágúst Valgeirsson, Advania
Júlía Pálmadóttir Sighvats, Þjóðskjalasafn
Ása Björk Stefánsdóttir, ISAVIA
Jón Harry Óskarsson, Microsoft
Sigurður Jónsson, Platon
Þorfinnur Skúlason, Nova

Ritnefnd 2011 - 2012
Ásrún Matthíasdóttir, HR, ritstjóri
Ágúst Valgeirsson, 365
Hákon Davíð Halldórsson, OK
Júlía Pálmadóttir Sighvats, Þjóðskjalasafn
Sara Stefánsdóttir, HR (hætti haustið 2011)
Ása Björk Stefánsdóttir, HR (kom inn haustið 2011)
Jón Harry Óskarsson, Microsoft
Finnur Pálmi Magnússon, Gommit

Ritnefnd 2010 - 2011
Þorvarður Kári Ólafsson, Þjóðskrá, ritstjóri
Ágúst Valgeirsson, 365
Ásrún Matthíasdóttir, HR
Ottó Vestmann, Skýrr
Helga Jóhanna Oddsdóttir, OK

Ritnefnd 2009 - 2010
Þorvarður Kári Ólafsson, Þjóðskrá, ritstjóri
Ágúst Valgeirsson, 365
Ásrún Matthíasdóttir, HR
Brynjar Smári Bjarnason, Skýrr
Helga Jóhanna Oddsdóttir, OK

Ásskýrsla 2020
Ásskýrsla 2019
Ásskýrsla 2018
Ásskýrsla 2017
Ásskýrsla 2016
Ásskýrsla 2015
Ásskýrsla 2014
Ásskýrsla 2013
Ásskýrsla 2012
Ásskýrsla 2011
Ásskýrsla 2010
Ásskýrsla 2009
Ásskýrsla 2008
Ásskýrsla 2006
Ásskýrsla 2005
Ásskýrsla 2004
Ásskýrsla 2003
Ásskýrsla 2002

Tölvumál eru skráð vörumerki hjá Einkaleyfastofu og eru í eigu Skýrslutæknifélags Íslands. Öll notkun og vísun í vörumerkin er óheimil án sérstaks leyfis eiganda.Í því felst m.a. réttur sem settur er í vörumerkjalögum (sjá lög m vörumerki nr. 45/1997 með síðari breytingum) gefur eiganda vörumerkis einkarétt á að nota merkið hér á landi og getur hann þá bannað öðrum að nota í atvinnustarfsemi merki sem eru eins eða lík vörumerki hans. Nánari uppl: https://www.els.is/vorumerki

Til greinahöfunda

Leiðbeiningar til greinahöfunda

Leiðbeiningar um skrif fyrir Tölvumál á vefnum
Leitað er eftir greinum sem fjalla um upplýsingatækni og með fræðilegan fókus en ekki kynningu á vöru eða fyrirtæki.  Æskileg lengd greina í vefútgáfu Tölvumála er u.þ.b. 800-1200 orð. Nafn greinar þarf að vera stutt og laggott og nafn og starfsheiti höfunda(r) að fylgja. Mynd af höfundi(um) er nauðsyn og æskilegt er að hafa einnig aðrar myndir og millifyrirsagnir. Ljósmyndir og flóknari myndir þurfa að vera í minnst 300 punkta upplausn. Þær þurfa að berast á því sniði sem þær eru búnar til á en ekki afritaðar inn í t.d. ritvinnsluskrá. Eftir að grein hefur verið send á ritstjóra fer hún í yfirlestur, gert er ráð fyrir að höfundar vandi málfar sitt en ritnefnd áskilur sér rétt til að laga augljósar ritvillur. 

Skil greina
Æskileg lengd greina í prentútgáfu Tölvumála er tvær blaðsíður, eða u.þ.b. 1200-1400 orð.
Millifyrirsagnir eru mjög æskilegar; þær bæta útlit og framsetningu efnis.

Munið að senda með
- heiti greinar
- nafn og titil/starfsheiti höfundar

Myndir
Vísa þarf til mynda í almennu máli, þ.e. ekki skrifa „eins og sjá má á mynd hér að neðan“, því erfitt getur verið að taka tillit til þess við uppsetningu blaðsins í prentúgáfu.

Æskilegt er að fylgi með
- mynd af höfundi, á tölvutæku formi í minnst 300 punkta upplausn
- myndir/teikningar til útskýringa eða skreytinga.

Ljósmyndir og flóknari myndir þurfa að vera í minnst 300 punkta upplausn. Þær þurfa að berast á því sniði sem þær eru búnar til á, ekki afritaðar inn í t.d. ritvinnsluskrá. Allir milliliðir rýra prentgæði verulega.

Málfar
Ritstjórn Tölvumála er skipuð félögum úr Skýrslutæknifélaginu, sem vinna að ritstjórninni í frístundum. Vinsamlega takið tillit til þess að um takmarkaðan starfskraft er að ræða við prófarkalestur og lagfæringar á málfari og því um líku.

Greinahöfundar eru minntir á Tölvuorðasafnið sem er að finna í Íðorðabankanum hjá stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.

Ritnefnd Tölvumála

Blaðið Tölvumál

Forsíða Tölvumála

Leita í vefútgáfu Tölvumála

Um Tölvumál

Tölvumál - tímarit Skýrslutæknifélags Íslands er óháð tímarit um tölvutækni og hefur verið gefið út frá árinu 1976.

Vefútgáfa Tölvumála birtir vikulega nýja grein á vef Ský og árlega er gefið út veglegt prentað tímarit undir nafninu "Tölvumál" þar sem fjallað er um tölvutækni frá ýmsum sjónarhornum og er þema blaðsins jafnan valið snemma árs og útgáfa að hausti.

Ritnefnd Ský sér um að afla efni í Tölvumál og geta allir sem áhuga hafa sent inn efni.

Um ritnefnd Tölvumála