Skip to main content

DiversIT sáttmálinn

DiversIT sáttmálinn er átak í allri Evrópu um að setja sér markmið og vinna markvisst að því að auka fjölbreytileika starfsmanna í tölvu- og tæknigeiranum. Viltu vera hluti af tengslaneti tæknifyrirtækja í Evrópu og fá hugmyndir og hvatningu fyrir þitt fyrirtæki? Þá er fyrsta skrefið að sækja um eitt af stigum DiversIT sáttmálans og fá vottun sem Gull, Silfur eða Brons.

Vottunin  skiptist í 3 stig;
Brons fyrir þau sem eru byrjuð að huga að fjölbreytileika og vilja taka næstu skref
Silfur fyrir þau sem eru komin vel á veg en vilja ganga lengra
Gull fyrir þau sem eru leiðandi í og með alla anga úti til að auka fjölbreytileika og vilja þróast enn lengra

Kynntu þér málið á vef CEPIS um DiversIT - eða hafðu samband við okkur hjá Ský og við getum aðstoðað 

Fylgtu DiversIT Charter á Twitter og LinkedIN 

Ský er formlegur Ambassador fyrir DiversIT Charter á Íslandi og hvetjum við fyrirtæki til að hafa samband tl að fá nánari upplýsingar um hvernig hægt er að taka þátt: Ský becomes national DiversIT ambassador in Iceland - CEPIS

DiversIT_bæklingur.png

---

Skýrslutæknifélag Íslands (The Icelandic Computer Society) fékk  GULL vottun að "DiversIT charter" sáttmálanum fyrst í heiminum í maí 2020 en sáttmálin er á vegum CEPIS (Evrópusamtök tölvufélaga).

Við gætum ekki verið stoltari af því að vera land nr. 2 sem fær vottun en Tyrkland fékk BRONS vottun í nóvember 2019. Þetta er gífurleg viðurkenning á starfsemi félagsins og okkar áherslum að hafa fjölbreytileika að leiðarljósi í öllu okkar starfi. Félagið mun vinna áfram að því að auka hag fyrirtækja í tölvu- og tæknigeiranum með það markmið að ýta undir fjölbreytileika með því meðal annars að fjölga konum og ungu fólki í tæknistörfum.  Við hjá Ský erum erindrekar fyrir DiversIT sáttmálann og getum aðstoðað fyrirtæki við að sækja um og vera þannig hluti af evrópusáttmála um að auka fjölbreytileika í tækniheiminum og auka þannig virði fyrir fólk og fyrirtæki.

     DiversIT logo                                            DiversIT gold