Skip to main content

Friðrik Skúlason

Jóhann GunnarssonFriðrik Skúlason
Fæddur 7. október 1963

Friðrik Skúlason var gerður að heiðursfélaga Skýrslutæknifélags Íslands á ársfagnaði félagsins 14. febrúar 1992. 

Árið 2010 hlaut Friðrik fyrstu Upplýsingatækiverðlaun Ský sem afhent voru á UT-deginum 20. maí 2010.

Friðrik var einn af fyrstu Íslendingunum til að átta sig á möguleikum netviðskipta og sölu sérhæfðs hugbúnaðar yfir Netið. Forritið sem kom Friðrik á kortið var fyrst gefið út árið 1989 og heitir Lykla Pétur. Friðrik hefur verið óþreytandi við að fjalla um tölvuöryggismál í ræðu og riti þannig að eftir hefur verið tekið. 

Ættfræðiáhugi Íslendinga stendur á gömlum grunni. Með því að koma ættfræðiupplýsingum úr margvíslegum bókum og blöðum yfir á aðgengilegt og stafrænt form Íslendingabókar á Netinu hefur Friðrik Skúlason í samstarfi við Íslenska erfðagreiningu fengið marga Íslendinga til að tileinka sér netnotkun. Markhópurinn var mjög stór því margir Íslendingar hafa áhuga á ættfræði. Hluti þess hóps hefði trúlega ekki stigið fæti inn í Netheima ef Íslendingabók hefði ekki komið til sögunnar og veitt þeim áður óþekkta sýn á ættfræðiupplýsingar. Í þessu verkefni nýttu Friðrik og hans samstarfsmenn forritið ættfræðiforritið Espólín sem Friðrik vann að á sínum tíma.