Skip to main content
6. nóvember 2019

Neuralink - Merkasta tækninýjung í tækniheiminum árið 2019

gabrielaNæsta skref þróunar mannkynsins!

Einstaklega spennandi hlutir eru að eiga sér stað í tölvutækni í heiminum í dag. Árið er 2019 og umræðuefnið er BCI (e. high-bandwidth, implantable brain-computer interface), það er að segja bein samskiptaleið milli viðbætts heila, eða þræddum, við utanaðkomandi tæki. Elon Musk ætlar að setja tölvu í heila á fólki. Hugmyndin og tækið er afurð Neuralink, fyrirtækis Musk sem stofnað var árið 2016 til að þróa tæknina. 

Neuralink er fyrirtæki Elon Musks, sem er maðurinn á bak við Teslu, Space X og Hyperloop. En vara fyrirtækisins er þó athyglisverðari en eigandinn. Neuralink er að þróa „heilaviðmót“, sem er í meginatriðum net af smá rafskautum sem tengjast heilanum til að tengja hann svo þráðlaust við umheiminn. Það myndi gera okkur kleift að deila hugsunum okkar, ótta, vonum og þrám án þess að hafa fyrir því að tjá þær með töluðu eða skriflegu máli. Þetta er án efa merkasta tækninýjung sem komið hefur fram á sjónarmiðið í ár. Upphafsmarkmiðið er að gera fólki með alvarlega lömun kleift að stjórna tölvu eða snjallsíma með því að nota bara hugsanir sínar. Framtíðarsýn Musk er þó miklu metnaðarfyllri en þessi.

Tæknin reynd í rottu og apa!

m1

Myndir fá MIT Technology Reveiw.

Það kom fram í fyrirlestrinum að tæknin hefur verið prófuð í heila á rottu og apa með jákvæðum niðurstöðum. Þó deila meigi um siðferði prófananna er sú staðreynd að niðurstöðurnar eru stórkostlega spennandi. Neuralink segir að það geti með vélrænum (e. robotically) hætti grætt meira en 3.000 sveigjanlegum PE (e. polymer electrodes) í heila dýranna. Þó tækið eigi enn langt í land með venjulega notkun, segir Musk að tæknin verði sett inn í mannsheilann ekki seinna en á næsta ári.

Framúrstefnuleg framtíðarsýn

m2

Langtíma markmið Elon Musk’s leynir sér ekki, þó markhópurinn núna séu einstaklingar með takmarkaða hreyfigetu er hægt að gefa sér hvers vegna hann myndi stofna fyrirtæki sem tengir heila við tölvur. Möguleikarnir sem sú tækni býður upp á ef horft er í framtíðina eru endurbættar (e. enhanced) manneskjur, sem er greinilegt svar við upprisu véla- og gervigreindar (e. machine intelligence).

m 3

Mynd frá Bold Business.

Endalausar dómsdags tilgátur herja á íbúum jarðarinnar. Meðan gervigreind heldur áfram að þróast og bætast, gera sér sífellt fleiri einstaklingar upp áhyggjur af ógninni sem mannverum stafar af henni. Það mætti spyrja hvort þeir einstaklingar hafi innbyrt of mikið magn af vísindaskáldskap eða hvort hinn yfirvofandi raunveruleiki sé að dómsdagur mannkynsins renni upp þegar gervigreind nær Turing prófinu. Elon Musk, eigandi og framkvæmdastjóri Neuralink, trúir seinni kenningunni og vill meina að það sé brýnt að takast á við þessa yfirvofandi ógn sem fyrst, og nú lýtur það út fyrir að hann ætli að gera það með því að gera manneskjuna samkeppnishæfa. Það er vitleysa að halda ekki áfram að þróa eða uppfæra (e. update) tölvur, gagnanámun og gervigreind, því eru allir sammála, svo til þess að svara ógninni ætlar Musk að “uppfæra” mannveruna. Hann leitast við að gera mönnum kleift að „sameinast“ við AI og veita fólki ofurmannlega greind.

Myndir þú setja tölvu í heilann á þér?

Ef þú værir lamaður, eins og markhópur Neuralink er núna, væri svarið örugglega auðveldara heldur en hjá heilbrigðum einstakling. Þetta myndi bjóða upp á samskipti sem þú gætir ekki átt án tækninnar og ef tæknin virkar eins og lofað er mun þetta bæta lífsgæði svo margra einstaklinga. En langtíma markmið Musk með Neuralink er að búa til Neytendavöru. Það er að einn daginn munu venjulegir einstaklingar fá sér ígræðslu, eins og í dag við kaupum okkur nýjan síma. Forvitnilegt verður að fylgjast með því hvernig hugmyndin þróast næstu ár.

m4

Mynd frá Bold Business.

Nýjasta kynning Neuralink í heild sinni

Núna síðastliðinn 20. Júlí var fyrsti fyrirlestur Neuralink frumsýndur á Youtube. Hægt er að að horfa á fyrirlesturinn í heild sinni hér https://www.youtube.com/watch?v=dXbShyPQrhM

Höfundur: Gabríela Jóna Ólafsdóttir, nemandi við tölvunarfræði í Háskólanum í Reykjavík.

Heimildir:

Bold Business. (2019, 17 janúar). Neuralink, Can Elon Musk’s Neuralink Make Us Smarter With Brain Chips?. Sótt 21. september 2019 af https://www.boldbusiness.com/digital/elon-musks-neuralink-brain-chips/

Richard Lawler. (2019, 16 ágúst). Elon Musk's Neuralink hopes to put sensors in human brains next year.  Engadget. Sótt 21. september 2019 af https://www.engadget.com/2019/07/16/neuralink-brain-computer-interface/?guccounter=2

Antonio Regalado. (2019, 18  júlí). What’s new and what isn’t about Elon Musk’s brain-computer interface.  MIT Technology Review. Sótt 22. september 2019 af https://www.technologyreview.com/s/613974/neuralink-whats-new-and-what-isnt-elon-musks-brain-computer-interface/

Youtube. (2019, 20 júlí). Neuralink. Sótt 19. september 2019 af https://www.youtube.com/watch?v=dXbShyPQrhM

Neuralink (2017-2019). Twitter. Sótt 22. septemberber 2019 á https://twitter.com/neuralink?lang=en

Að auki var stuðst við ýmsar aðrar frétta- og fræðigeinar.

Skoðað: 2580 sinnum

Blaðið Tölvumál

Forsíða Tölvumála

Leita í vefútgáfu Tölvumála

Um Tölvumál

Tölvumál - tímarit Skýrslutæknifélags Íslands er óháð tímarit um tölvutækni og hefur verið gefið út frá árinu 1976.

Vefútgáfa Tölvumála birtir vikulega nýja grein á vef Ský og árlega er gefið út veglegt prentað tímarit undir nafninu "Tölvumál" þar sem fjallað er um tölvutækni frá ýmsum sjónarhornum og er þema blaðsins jafnan valið snemma árs og útgáfa að hausti.

Ritnefnd Ský sér um að afla efni í Tölvumál og geta allir sem áhuga hafa sent inn efni.

Um ritnefnd Tölvumála