Skip to main content
16. apríl 2020

Viðtal við kennara, skoðun hennar á upplýsingatækni í grunnskóla

Upplýsingatækni, verkfæri sem að er skólastarfi algjörlega nauðsynlegt. Tæknin er hluti af samfélaginu og breytist hún og þróast í takt við það. Upplýsingatæknin er notuð í skóla og frístundastarfi til þess að fá krakka til að beita nútímalegum aðferðum, styðja við skapandi starf, virkja einstaklinga og endurspegla veruleika innan skóla og utan.

Tekið var viðtal við Helgu Þórdísi Jónsdóttur til þess að fá hennar innsýn hvernig henni finnst upplýsingatæknin hafa breyst til hins góða í gegnum árin og hvað henni þykir mikilvægt í tengslum við upplýsingatækni. Helga Þórdís Jónsdóttir er 47 ára gömul og starfar sem umsjónarkennari í unglingadeild í Seljaskólanum í Breiðholti. Helga hefur starfar í Seljaskóla í að verða 5 ár en hefur annars starfað sem kennari í 10 ár og líkar það mjög vel. Helga stundar einnig nám í Háskóla Íslands, þar er hún að taka viðbótarnám við sýna menntun til þess að geta t.d. tekið upp störf sem skólastjóri.

Hvernig finnst þér upplýsingatæknin hafa nýst í skólastarfinu ?

Mér finnst tæknin nýtast vel í dag og er hún í stöðugri þróun. Á mínum kennsluferli hefur tæknin tekið gríðarlegum breytingum og upplifi ég tæknina þannig að það breytist og bætist eitthvað við hana í hverri viku sem að líður. Við kennararnir eigum í fullu fangi með að halda í nemendurna því þeir eru mun betur undirbúnari fyrir alla þessa nýjunga heldur en við sem erum orðin fullorðin. Það kemur oft fyrir að yngri kennararnir þora að nýta sér alla þessa tækni sem er í boði því þeir eiga auðveldara með hana en það er alltaf verið að aukast að kennara nýti sér þau tölvunámskeið sem eru í boði.

Er eitthvað sem að þér finnst standa upp úr sem að upplýsingatæknin hefur gefið skólastarfinu ?

Upplýsingatækni hefur gefið meiri og betri samskipti milli kennara og nemenda, einnig á milli kennara og foreldra. Tæknin gefur okkur til að mynda tækifæri til að leyfa foreldrum að fylgjast með skólastarfi. Foreldrar geta því t.d. fylgst með þegar nemendur fara í ferðalög á vegum skólans þá er hægt að senda myndir og fréttir samstundis sem áður var ekki hægt. Einnig er mjög mikill kostur hvað blaða notkun hefur minnkað og þar af leiðandi betra fyrir umhverfið.

Nú hefur þú starfað lengi sem kennari. Finnst þér upplýsingatæknin hafa haft mikil áhrif á skólastarfið, jafnvel gert starfið auðveldara, skemmtilegra eða áhugaverðara?

Tæknin hefur haft gríðarlega mikil áhrif og einungis til góðs af mínu mati. Ég legg til að mynda flest öll próf í gegnum google classroom og þá er tæknin orðin svo skemmtileg að ég fæ niðurstöður strax og prófið hefur tekið enda. Þetta auðveldar mér til muna sem kennari og þá get ég einnig gefið námsmat strax. Við þurfum auðvitað að kenna nemendum umgengi um tölvur og alla þá nýjunga sem að tæknin hefur upp á að bjóða. Ég nota til að mynda mikið smart töflu í minni kennslu sem léttir mér mikið lífið.

Sérðu mikinn mun á hvernig tæknin er nýtt í dag miðað við hvernig hún var nýtt þegar þú varst að byrja að kenna?

Þegar ég byrjaði að kenna þá voru flest gögn á blöðum sem að maður passaði eins og gull. Í dag er þetta bara á drifinu eða skýinu og því þarf maður ekki að hafa áhyggjur af því að týna verkefnum, prófum og þess háttar sem einungis voru á prentuðum blöðum áður fyrr. Þegar ég var að byrja kenna voru skjávarpar ekki algengir í skólum við notuðum því bara myndvarpa og þurfti því að búa til glærur sem að hægt var að sýna nemendunum. Það voru þó til ljósritunarvélar og því þurfti maður ekki að búa til glærurnar sjálfur. En í dag ferðu ekki inn í kennslustofu sem hefur ekki skjávarpa sem er mjög góð þróun. Því má segja að breytingarnar sem að hafa orðið til staðar eru því til mikilla bóta en við erum bara rétt á byrjunarreit hvað þróun varðar.

  – Brynja Ómarsdóttir

Skoðað: 108 sinnum

Blaðið Tölvumál

Forsíða Tölvumála

Leita í vefútgáfu Tölvumála

Um Tölvumál

Tölvumál - tímarit Skýrslutæknifélags Íslands er óháð tímarit um tölvutækni og hefur verið gefið út frá árinu 1976.

Vefútgáfa Tölvumála birtir vikulega nýja grein á vef Ský og árlega er gefið út veglegt prentað tímarit undir nafninu "Tölvumál" þar sem fjallað er um tölvutækni frá ýmsum sjónarhornum og er þema blaðsins jafnan valið snemma árs og útgáfa að hausti.

Ritnefnd Ský sér um að afla efni í Tölvumál og geta allir sem áhuga hafa sent inn efni.

Um ritnefnd Tölvumála