Skip to main content
21. september 2023

Aðlaga nám að hverjum og einum

Oddný Ýr Magnúsdóttir

Oddný Ýr MagnúsdóttirÁ síðastliðnum árum hafa tæknimál verið mikið rædd í tengslum við menntun og almennt skólastarf. Nám hefur tekið miklum breytingum í gegnum árin og get ég því ímyndað mér að aðferðirnar sem mér voru kenndar í grunnskóla séu ekki alveg þær sömu og verið er að vinna með í dag. Ég get einnig ímyndað mér að kennarar séu oft á mismunandi máli þegar kemur að því að þróa og breyta kennslunni og hvernig á að breyta henni í takt við tæknina.

Aðlögunarlærdóms tækni (e. Adaptive Learning Technologies), eða ALT er kerfi þar sem lög er áhersla á styrkleika, áhugamál og vitneskju hvers nemenda fyrir sig. Mikilvægt er að aðlaga nám að hverjum og einum. Hugmyndafræðin um að aðlaga námi að hverjum og einum nemanda er ekki ný en tæknin var ekki orðin nægilega góð til að framkvæma þetta með skilvirkum hætti. Í dag eru til rafrænir einkakennara sem hjálpa til með þetta. Einnig hefur verið notaðir fræðsluleikir og snjall vélmenni til þess að hjálpa til með þetta (Aleven o.fl., 2016) Með því að aðlaga námið að hverjum og einum þá geta nemendur unnið á sínum hraða. Mikilvægt er að þegar þetta er framkvæmt að þetta sé auðvelt í notkun og skilvirkt, bæði fyrir nemandann og einnig fyrir kennarann. Rannsókn var gerð árið 2017 sýndi að nemendur græða mest á ALT í þeim námsefnum sem þau eiga erfiðast með. Rannsóknin sýndi að 60% af nemendum finnst ALT hækka einkunnir þeirra og 61% fannst ALT mjög hjálplegt. Mikilvægt er að rannsóknir á þessu viðfangsefni haldi áfram. Þá er mikilvægt að skoðað eru niðurstöður út frá einkunnum og hvernig þær hækka eða lækka (White, 2020).

Ég hafði ekki heyrt mikið um ALT áður en ég tók áfanga í Háskólanum í Reykjavík sem heitir Uppl.- og samskiptatækni í skólakerfinu. Þar erum við að læra mikið um tækni og hvernig hægt er að nýta hana í námi. Mér finnst að þetta umræðuefni eigi að vera meira í umræðunni og að grunnskólar ættu virkilega að kynna sér þetta. Þetta er málefni sem ég ætla að kynna mér enn betur. Einnig eru fleiri málefni sem kenndir eru í áfanganum sem væri gaman að sjá meira í umfjöllun en það gerist kannski í náinni framtíð.
Að mínu mati er þetta mjög sniðug leið til að ná til allra námsmanna. Flestir, ef ekki allir nemendur eiga sína styrkleika og eiga því erfiðara með annað námsefni. Einnig finnst mér mikilvægt að ná til áhuga nemenda, og þá sérstaklega í grunnskóla. Að mínu mati er nám á Íslandi mjög einhæft og kennsluhættir eru allir eins. Þetta hefur mögulega breyst eitthvað síðan ég var í grunnskóla en þá var bara ein leið notuð fyrir alla. Ég held að þetta sé mjög sniðugt fyrir þá nemendur sem eru með lesblindu, ofvirkni eða ADHD. Fólk sem er til dæmis með lesblindu getur þurft aðrar kennsluleiðir heldur en nemandi sem er ekki með lesblindu. Mér þætti mjög gaman og áhugavert að heyra hvað kennurum finnst um þetta málefni og þá sérstaklega í grunnskólum.

Mér fyndist einnig áhugavert að sjá hvernig þetta myndi virka í háskólum. Þótt að fólk sé orðið eldra þá eru allir mismunandi, með mismunandi áhugamál og styrkleika. Sama mætti segja um menntaskóla þar sem krakkar í grunnskólum eru oft á tíðum ekki að læra um það sem það hefur áhuga á. Í háskólanum er fólk yfirleitt að læra það sem það hefur áhuga á eða þar sem styrkleikar þeirra liggja. Gaman væri að prófa þetta í einum háskóla á Íslandi, eins og Háskólanum í Reykjavík. Mér finnst til dæmis Háskólinn í Reykjavík vera að leggja meiri áherslu á atvinnulífið og því væri gaman að sjá hvernig þetta virkar. Þegar maður fer svo á vinnumarkað fær maður oft á tíðum að ákveða sjálfur hvernig maður vill framkvæma sín verk, eða læra inn á allt sem þarf að læra inn á. Margir vinnustaðir vilja að starfsfólk sitt geri verkefnin á sinn hátt þar sem maður framkvæmir yfirleitt best ef maður gerir það á sinn hátt. Gaman verður að sjá hvernig umræðuefnið þróast á næstu árum. Það verður einnig áhugavert að sjá framtíðar rannsóknir á viðfangsefninu. Vonandi verður haldið áfram í rannsóknum á þessu og að þetta verði tekið upp í grunnskólum á Íslandi.

Höfundur: Oddný Ýr Magnúsdóttir, nemandi við Háskólann í Reykjavík

Heimildir:
Aleven, V., McLaughlin, E. A., Glenn, R. A., og Koedinger, K. R. (2016). INSTRUCTION BASED ON ADAPTIVE LEARNING TECHNOLOGIES. Carnegie Mellon University.
White, G. (2020). Adaptive Learning Technology Relationship with Student Learning Outcomes. Journal of Information Technology Education: Research, 19, 113–130. https://doi.org/10.28945/4526

Skoðað: 384 sinnum

Blaðið Tölvumál

Forsíða Tölvumála

Leita í vefútgáfu Tölvumála

Um Tölvumál

Tölvumál - tímarit Skýrslutæknifélags Íslands er óháð tímarit um tölvutækni og hefur verið gefið út frá árinu 1976.

Vefútgáfa Tölvumála birtir vikulega nýja grein á vef Ský og árlega er gefið út veglegt prentað tímarit undir nafninu "Tölvumál" þar sem fjallað er um tölvutækni frá ýmsum sjónarhornum og er þema blaðsins jafnan valið snemma árs og útgáfa að hausti.

Ritnefnd Ský sér um að afla efni í Tölvumál og geta allir sem áhuga hafa sent inn efni.

Um ritnefnd Tölvumála