Skip to main content

Aðalfundur Ský

Kæri félagsmaður í Ský!

Aðalfundur Ský verður haldin
fimmtudaginn 26. febrúar2015 kl. 16:30 að Engjateigi 9, kjallara

Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf skv. samþykktum félagsins.

Boðið verður uppá léttar veitingar og hvetjum við alla til að efla tengslanetið í góðra vina hópi eftir fundinn.
Ekki er skylda að skrá sig á fundinn fyrirfram en til að tryggja að nægar veitingar séu í boði væri gott ef þú
tilkynntir þátttöku með tölvupósti á sky@sky.is

Þeir sem hafa hug á að bjóða sig fram í stjórn, faghópa eða nefndir Ský eru beðnir að hafa samband í gegnum sky@sky.is
sem fyrst þar sem tilkynna þarf um framboð eigi síðar en þremur dögum fyrir aðalfund.

Innan Ský starfa eftirfarandi faghópar og nefndir og hvetjum við félagsmenn til að bjóða fram krafta sína í stjórnir þeirra.
Það er skemmtilegt og gefandi starf og felst aðallega í að undirbúa nokkra viðburði sem tengjast málefni faghópsins svo sem ráðstefnu eða hádegisfundi. 

- ritnefnd Tölvumála - vantar alltaf gott fólk til að safna / skrifa greinum
- orðanefnd - hefur þú áhuga á íslensku máli í tölvugeiranum?
- siðanefnd
- faghóp um rekstur tölvukerfa
- faghóp um hugbúnaðargerð - hér væri frábært að fá fleiri forritara í stjórn
- faghóp um menntun, fræðslu og fræðistörf í UT
- faghóp um fjarskiptamál
- faghóp um öryggismál
- faghóp um vefstjórnun
- faghóp um upplýsingatækni í heilbrigðisgeiranum, Fókus
- faghóp um rafræna opinbera þjónustu

og til viðbótar er starfandi Öldungadeild innan Ský sem er með eigin aðalfund þann 12. febrúar.


2015-02-26 17.25.07
2015-02-26 17.25.16
20150226 165729
20150226 165741

  • 26. febrúar 2015