Skip to main content

Rekstur og raunir 5G - IoT

 

fyrirlesarar

Uppbygging á 5G kerfum hefur oft verið nefnd í sömu andrá og IoT væðing þjóðfélaga. En er þetta tvennt jafn háð hvort öðru og oft er haldið fram? Sá aðili á íslandi sem hvað lengst hefur náð í þróun IoT þjónustu hefur ekki alveg þá sögu að segja. Við fáum að heyra af þeim áskorunum sem fyrirtæki standa frammi fyrir við IoT væðingu þjónustuframboðs síns. En til að byrja með við innsýn í reynsluheim þess aðila sem mesta reynslu hefur af rekstri 5G neta á Íslandi.

Dagskrá

11:50   Húsið opnar

12:05   Fundur settur og hádegisverður borinn fram

12:20   5G hjá Nova rekstur og raunir
Nova hóf vegverð sína í 5G þjónustu snemma árs 2019 og þann 5.5.2020 var þjónustan formlega sett í loftið. Uppbygging dreifikerfis er enn í fullum gangi, notendur nýta þjónustuna af miklum krafti og ýmis konar reynsla og þekking er komin í hús. Nova miðlar af reynslunni og spáir í komandi framtíð 5G þjónustu og framtíðar tækni.
Benedikt Ragnarsson, Nova

12:40   Fjarskiptin gera orkumælana snjalla
Í mörg horn er að líta við kynslóðaskipti orkumæla.  Í erindinu verður farið yfir undirbúning og framkvæmd snjallmælaverkefnisins með áherslu á fjarskipti við mælana.
Jakob Sigurður Friðriksson, Veitur

13:00   IoT í veldisvexti, áskoranir og tækifæri
IoT vex á miklum hraða með nýjum áskorunum fyrir fjarskiptafyrirtæki þar sem heimurinn er allur undir. Hvernig þurfa fyrirtæki að undirbúa sig fyrir sókn á alþjóðamarkaði.
Ingi Björn Ágústsson, Vodafone

13:20   Hvernig IoT tæknin leiddi stærsta lógístik verkefni samtímans
Controlant hefur skipað sér mikilvægan sess á heimsvísu í því risastóra verkefni og áskorunum sem COVID-19 felur í sér. Gísli Herjólfsson, forstjóri Controlant miðlar reynslusögu af hvernig IoT tæknin lék þar lykilhlutverk í að tryggja gæði og öryggi bóluefna í flutningi á alheimsvísu.
Gísli Herjólfsson, Controlant

13:50   Umræður

14:00   Fundarslit

Fundarstjóri: Árdís Björk Jónsdóttir, Stokkur Software


20220309 121830
20220309 121832
20220309 121838
20220309 123901
20220309 123912
20220309 130402
20220309 130413
20220309 130419

  • Félagsmenn Ský:     6.500 kr.
    Utanfélagsmenn:   11.000 kr.
    Félagar utan vinnumarkaðar: 4.500 kr.
  • Kálfasnitsel með villisveppasósu, stökku kartöflusmælki og blönduðu grænmeti
    Kaffi/te og sætindi á eftir