Skip to main content

Sniðganga

Að fást við vandamál með því að fara í kringum það má kalla að sniðganga vandamálið. Einnig má líta á þetta heiti sem nafnorð og er sniðganga þá heiti á því athæfi að sniðganga eitthvað.
Yfirleitt er um það að ræða að fundin er einhver nothæf leið fram hjá vandamálinu, annaðhvort til frambúðar eða eingöngu til bráðabirgða á meðan verið er að finna lausn á því. Í upplýsingatækni hafa enskumælandi menn um þetta heitið workaround sem getur í ensku ýmist verið sögn eða nafnorð, alveg eins og sniðganga. Í ensku hafa sögnin circumvent og nafnorðið circumvention einnig nokkurn veginn sömu merkingar.