Skip to main content

Hljóðsjóna

Sumir heyrnarskertir hafa náð mikilli leikni í að lesa af vörum fólks (og svipbrigðum) hvað það er að segja þó að þeir heyri engin hljóð. Í upplýsingatækni er nú farið að líkja eftir þessum boðskiptum með því að sýna örstuttar hreyfimyndir af andliti sem eru notaðar til að tákna hver sitt hljóð og eiga heyrnarskertir þá að geta lesið hljóðin af vörum andlitsmyndanna. Slík andlitsmynd er á ensku kölluð viseme en hér er lagt til að hún sé kölluð hljóðsjóna á íslensku. Hljóðsjóna er nokkurs konar sjónrænt jafngildi hljóðans (e. phoneme) og minnir á orðið ásjóna.