Skip to main content

Gangþjált tengi, gangtengi

Fyrir nokkrum mánuðum voru kynnt hér til sögunnar hugtökin gangþjál skipti og skiptaþjáll diskur.  Náskylt þeim er hugtakið gangþjált tengi en í slíkt tengi er unnt að tengja fylgitæki við tölvu á meðan tölvan er í gangi og getur stýrikerfi tölvunnar þá tekið fylgitækið í notkun þegar í stað. Á ensku heitir þetta hugtak hot-plug eða hotplug. Ef gangþjált tengi þykir of langt heiti má stytta það í gangtengi.