Skip to main content

Verkforrit og verkbúnaður

Enska orðið application er margrætt orð sem kemur oft fyrir í textum er lúta að upplýsingatækni. Upphafleg merking þessa enska orðs er ‘notkun’ eða ‘beiting’. Og önnur almenn merking þess er ‘umsókn’.
Í upplýsingatækni kemur application hins vegar oft fyrir sem hluti af heitunum application program og application software, eða jafnvel sem stytting á þessum heitum og stendur þá application eitt sér. Tölvuorðanefnd hefur í tímans rás viðrað ýmsar tillögur um íslensk heiti á þessum tveimur hugtökum, svo sem ‘viðfangsforrit’ og ‘viðfangshugbúnaður’, ‘notkunarforrit’ og ‘notkunarhugbúnaður’ og ‘vinnsluforrit’ og ‘vinnsluhugbúnaður’. Nú er tillaga tölvuorðanefndar sú að application program skuli heita verkforrit og application software skuli heita verkbúnaður á íslensku.