Skip to main content

Um lýðnet og veraldarvef

 Í 3. útgáfu Tölvuorðasafn, sem kom út 1998, var lagt til að Internet væri kallað lýðnet á íslensku. Heitið lýðnet hefur ekki notið mikillar lýðhylli, þó að engin betri tillaga hafi komið fram svo vitað sé. Flestir nota ennþá heitið Internet sem má stytta í netið þegar við á. Orðanefndinni þykir þó ekki fullreynt og notar sjálf heitið lýðnet.

Read more …Um lýðnet og veraldarvef

Tölvumál, október 1997, 4. tbl. 22. árg., bls. 6

Nú líður óðum að 3. útgáfu Tölvuorðasafns. Orðanefnd er þó enn ósátt við heiti á nokkrum mikilvægum hugtökum og er alls óvíst að góð niðurstaða um þau náist áður en 3. útgáfan lítur dagsins ljós. Menn verða að taka því, og mega í rauninni vel við una, því að íðorðastarf er þess eðlis að því lýkur aldrei. Ný hugtök koma sífellt til sögunnar og ný heiti skjóta upp kollinum í stað eldri heita. 

Read more …Tölvumál, október 1997, 4. tbl. 22. árg., bls. 6

Tölvumál, júní 1997, 3. tbl. 22. árg., bls. 15 - 16

Orðanefnd hefur nýlega gengið frá nokkuð heillegum ensk-íslenskum lista yfir heiti hugtaka í hlutbundinni hugbúnaðargerð. Starfsmenn hjá Vátryggingafélagi Íslands áttu frumkvæði að því í fyrra að þessi hugtök voru tekin sérstaklega fyrir í orðanefnd og hefur nefndin notið aðstoðar þeirra auk tölvunarfræðikennara í Háskóla Íslands. Orðanefndin ber þó alla ábyrgð á því hvaða íslensk heiti urðu ofan á. Aðgangur er að þessum orðalista um heimasíðu Tölvuorðasafns. Hér verður nú fjallað um fáein heiti á listanum sem hafa valdið töluverðum heilabrotum. 

Read more …Tölvumál, júní 1997, 3. tbl. 22. árg., bls. 15 - 16

Tölvumál, apríl 1997, 2. tbl. 22. árg., bls. 7 - 8

Ritill, ritvinnsluforrit, ritvinna
Þegar tölva er notuð sem hjálpartæki við að semja texta, tölvuskrá hann og laga hann til notast menn við þar til gert forrit. Einfalt forrit af þessu tagi er á ensku kallað text editor eða einungis editor. Á íslensku er almennt notað heitið ritill um slík forrit. Skjáritill (e. screen editor) er venjuleg nútímaleg gerð ritils þar sem bendill á skjá er notaður til þess að ferðast um textann og fara á þann stað þar sem næsta aðgerð er fyrirhuguð. Fyrirrennari skjáritils var línubundinn ritill (e. line editor) þar sem línur textans eru tölusettar og unnið í þeim samkvæmt númerunum, einni línu í einu. Öflugri forrit til þess að fást við texta eru kölluð ritvinnsluforrit (e. text processor eða word processor). Í þeim eru til dæmis skipanir til að brjóta textann um, til að prenta hann og til að færa textabúta milli skjala. Þekkt dæmi um ritvinnsluforrit eru Word og WordPerfect. Á milli hugtakanna ritill og ritvinnsluforrit eru þó engin skörp skil. 

Read more …Tölvumál, apríl 1997, 2. tbl. 22. árg., bls. 7 - 8

Tölvumál, mars 1997, 1. tbl. 22. árg., bls. 22 - 23

Inna, framkvæma eða keyra
Sögnin að inna hefur verið notuð í íslensku máli allt frá upphafi Íslands byggðar. Í Íslenskri orðabók telst hún hafa þrjár merkingar: 1 vinna, gera, framkvæma. 2 greiða, gjalda, launa. 3 skýra frá, láta í ljós. Á síðustu áratugum hefur sögnin að inna helst verið notuð í orðasamböndunum: inna e-ð af hendi (merking 1 og 2) og inna e-n eftir e-u (merking 3). Fyrr á öldum var þessi sögn meira notuð og með fjölbreyttari hætti, eins og mörg dæmi eru um í fornritunum.

Read more …Tölvumál, mars 1997, 1. tbl. 22. árg., bls. 22 - 23