Skip to main content

Stefnutillögur í málefnum rafrænnar sjúkraskrár

Kynningarfundur á vegum Fókus, félags um upplýsingatækni í heilbrigðisþjónustu
Þann 19. maí  kl. 16:15 – 17:30 í húsnæði Læknafélaganna í Hlíðarsmára.

Á fundinum verða kynntar tillögur um framtíðarstefnu fyrir þróun og skipulag rafrænnar sjúkraskrár og heilbrigðisnets á Íslandi sem stýrihópur heilbrigðisráðuneytisins hefur lagt fyrir heilbrigðisráðherra.   
Vonast er til að sem flestir mæti og taki þátt í umræðum um málið.   
 
Dagskrá:
•    Kynning á tillögunum
               Þorvaldur Ingvarsson, formaður stýrihópsins og framkvæmdastjóri lækninga á FSA
•    Kynning á vinnuhópum á vegum stýrihópsins
               Valgerður Gunnarsdóttir, starfsmaður stýrihópsins og formaður Fókus
•    Umræður
 
Fundurinn er öllum opinn og aðgangur ókeypis.
Með bestu kveðju,
Stjórn Fókus