Skil á efni
Leita í vefútgáfu Tölvumála
Um Tölvumál
Tölvumál - tímarit Skýrslutæknifélags Íslands er óháð tímarit um tölvutækni og hefur verið gefið út frá árinu 1976.
Vefútgáfa Tölvumála birtir vikulega nýja grein á vef Ský og árlega er gefið út veglegt prentað tímarit undir nafninu "Tölvumál" þar sem fjallað er um tölvutækni frá ýmsum sjónarhornum og er þema blaðsins jafnan valið snemma árs og útgáfa að hausti.
Ritnefnd Ský sér um að afla efni í Tölvumál og geta allir sem áhuga hafa sent inn efni.
Á síðustu árum hefur gervigreind orðið stór þáttur við nýsköpun. Verkefni sem áður voru talin aðeins leysanleg af mönnum eru nú leyst með hjálp gervigreindar. Þessi tól hafa þróast frá því að vera einfalt verkfæri í vera virkur aðili í vinnu og nýsköpun (Mollick, 2025). Þetta hefur vakið spurningar um framtíð menntunar og störf í upplýsingatækni og fleiri geirum.
Á undanförnum árum hefur gervigreind (AI) þróast á gríðarlegum hraða. Frá því að vera skemmtilegt tól, sem fólk notaði sér bæði til dægrastyttingar en einnig til vinnu, í að vera stór drifkraftur í atvinnulífi og nýsköpun. Með notkun AI geta sprotar t.d. hraðað hugmyndavinnu, sjálfvirknivætt ferla og fengið aðgang að nýjum mörkuðum á mun skilvirkari hátt en áður(Gindert & Müller, 2024).
Tölvur, netþjónar og gagnaver krefjast gríðarlegrar orku og vatns til kælingar, sem hefur slæm áhrif á umhverfið. Á sama tíma krefst framleiðsla tölva og snjalltækja mikillar orku og sjaldgæfra hráefna. Árið 2022 urðu til um 62 milljón tonn af rafrænum úrgangi á heimsvísu, en aðeins 22,3% hans var endurunnið á réttan hátt.
Á undanförnum árum hefur opinn hugbúnaður (e. open source software) vaxið rosalega. Það sem að fór úr því að vera alls konar einstaklingar að nördast saman og búa til hugbúnað er orðið að einna mest notuðu vörum í þróun á hugbúnaði í dag. Stór fyrirtæki eins og Meta, Google, IBM (Timonera, 2024) og svo mætti lengi telja, nota sér bæði opinn hugbúnað og þróa hann líka.
Ísland á möguleika á að verða leiðandi í heilbrigðistækni þar sem nýsköpun og siðferðileg ábyrgð fara saman. Sprotafyrirtækið Prescriby sýnir hvernig tækni og gagnadrifin nálgun geta hjálpað til við að stemma stigu við misnotkun ávanabindandi lyfja og stuðlað að öruggari meðferð sjúklinga.
Nýsköpun og sprotastarfsemi er afar samofin sögu Háskólans í Reykjavík og í stefnu skólans sagði árið 2022: „Háskólinn í Reykjavík er driffjöður nýsköpunar í gegnum hagnýtingu rannsókna og þjálfun fyrir alla nemendur“. Í dag er skólinn með sérstaka sprotastefnu sem hægt er að skoða á heimasíðu skólans.
Hvers vegna hefur Ísland forskot? Gervigreindin er orðinn hluti af daglegu lífi lang flestra en hún krefst sífellt meiri raforku og gagnaver hennar þarfnast kælingu. Það sem flestir vita ekki er að hún keyrir upp kostnað og kolefnisspor fyrirtækja en þrýstingur á þessi sömu fyrirtæki til að halda niðri rekstrarkostnaði og draga úr umhverfisáhrifum er gríðarlegur, sérstaklega þeirri losun sem tengist rafmagnsnotkun þeirra (oft kallað scope 2 í sjálfbærniskýrslum).
Gervigreind getur oft og tíðum verið gagnleg en er það svo þegar kemur að því að ræða og veita ráðgjöf við tilfinningum og hugsunum fólks? Með auknum vinsældum gervigreindarforrita, eins og t.d. ChatGPT, auk hækkandi kostnaðar við sálfræðiþjónustu hefur aðsókn í notkun gervigreindar sem staðgengils ráðgjafa og sálfræðings aukist, stundum með slæmum afleiðingum (Hall, 2025).
Á síðustu árum hefur þróun gervigreindar (AI – artificial intelligence) haft margskonar áhrif á samfélög um allan heim. Áhrifin eru víðtæk og ná til margra ef ekki allra sviða lífsins s.s. atvinnumarkaðar, menntunar, heilbrigðisþjónustu, laga og siðfræði, ásamt daglegu lífi einstaklinga. Sérstaklega hefur sjálfvirknivæðing með aðstoð gervigreindar haft mikil áhrif nú þegar og mun hafa í nánustu framtíð.
Við rætur Nauthólsvíkur liggur frumkvöðlasetrið Seres. Þetta frumkvöðla- setur er afrakstur samstarfs milli skrifstofu rektors HR og Sprota, nýsköpunar- og frumkvöðlanefndar háskólans. Á þessum stað, þar sem náttúrufegurð og nýsköpun mætast, fá frumkvöðlar að njóta einstaks umhverfis sem hvetur þá til dáða.