Skil á efni
Leita í vefútgáfu Tölvumála
Um Tölvumál
Tölvumál - tímarit Skýrslutæknifélags Íslands er óháð tímarit um tölvutækni og hefur verið gefið út frá árinu 1976.
Vefútgáfa Tölvumála birtir vikulega nýja grein á vef Ský og árlega er gefið út veglegt prentað tímarit undir nafninu "Tölvumál" þar sem fjallað er um tölvutækni frá ýmsum sjónarhornum og er þema blaðsins jafnan valið snemma árs og útgáfa að hausti.
Ritnefnd Ský sér um að afla efni í Tölvumál og geta allir sem áhuga hafa sent inn efni.
Nýsköpun er einn af hornsteinum samfélagslegra framfara, og á síðustu árum hefur áherslan á hana aukist verulega í íslensku háskólasamfélagi. Háskólinn í Reykjavík (HR) hefur átt stóran þátt í þessari þróun og gegnt mikilvægu hlutverki í að efla nýsköpun á Íslandi. Háskólinn í Reykjavík hefur ekki aðeins lagt áherslu á að bjóða upp á fjölbreytta og hagnýta menntun með nýsköpun að leiðarljósi, heldur einnig að stuðla að nýsköpunarvinnu með fjölmörgum verkefnum meðal nemenda og starfsmanna.
Í lok árs 2022 stofnaði Háskóli Íslands félagið Sprotar – eignarhaldsfélag Háskóla Íslands ehf. til að halda utan um eignarhluti Háskólans í rannsóknar- og sprotafyrirtækjum sem hafa sprottið úr starfi og rannsóknum á vegum skólans. Við stofnun tók félagið við eignarhaldi í 21 fyrirtæki sem eru orðin 22 í dag en í þeim hópi eru sum efnilegustu djúptæknifyrirtæki landsins.
Tækniþróunin hefur haft mikla áhrif á samfélagið, menntakerfið og daglegt líf fólks. Snjalltæki, þá sérstaklega farsímar og spjaldtölvur hafa á stuttum tíma orðið ómissandi hluti af lífi barna og unglinga, bæði í skólastofunni og utan hennar. Með aukinni notkun snjalltækja hafa umræður myndast um áhrif þeirra á menntun.
Mig langaði að vita hvernig kennarar og nemendur upplifa áhrif gervigreindar í skólastarfi og ræddi því við nokkra. Í samtölunum kom í ljós að þrátt fyrir að nemendur séu farnir að nota gervigreind mikið, hafa kennarar ekki endilega fylgt þróuninni eftir.
Rafræn prófakerfi hafa verið að þróast gríðarlega hratt á undanförnum árum og bjóða orðið upp á ýmsa möguleika. Sum kerfi, eins og til dæmis Canvas kerfið frá Instructure sem flestir, ef ekki allir háskólar á Íslandi nota, leyfa nemendum að hafa aðgang að interneti, forritum og gögnum vistuðum á tölvunni á meðan á prófi stendur.
Tæknin hefur haft gríðarleg áhrif á menntakerfið og kennsluhætti og þá sérstaklega á síðustu árum þar sem þróunin hefur verið hraðari en nokkru sinni. Með tilkomu gervigreindar (e. Artificial Intelligence eða AI), sýndarveruleika (e. Virtual Reality eða VR), og leikjavæðingar (e. Gamification) eru kennsluaðferðir að breytast og þróast í nýjar áttir sem áður voru óhugsanlegar.
Gervigreindin hefur með árunum orðið sífellt stærri hluti af daglegum störfum og fyrirtækjarekstri. Mörg störf hafa horfið eða breyst vegna notkunar fyrirtækja á AI, sem hefur bæði jákvæðar og neikvæðar afleiðingar. Þessi þróun á gervigreindinni vekur umræður um framtíðina á vinnumarkaðnum og stöðu fólks á þeim markaði.
- eða er ég hrossafluga?
Það er ekkert minna en magnað að hafa árið 2024 fengið að upplifa fjögur meiriháttar straumhvörf sem öll hafa verið knúin áfram af tölvum og tækni. Ég er efins um að fyrri kynslóðir hafi fengið að upplifa svo afgerandi breytingar jafn oft á sinni starfsævi.
Tíu sprotar fá tækifæri til þess að þróa hugmyndir sínar áfram í Startup SuperNova viðskiptahraðlinum árið 2024. Þátttaka í þessum sex vikna hraðli miðar að því að hraða framgangi sprotafyrirtækja og gera þau að álitlegum fjárfestingarkosti. Þátttakendur fá fræðslu og þjálfun við þróun viðskiptahugmynda og aðgang að hópi leiðandi sérfræðinga, þar á meðal reyndum frumkvöðlum og fjárfestum auk framkomuþjálfara og mentora.