Skil á efni
Leita í vefútgáfu Tölvumála
Um Tölvumál
Tölvumál - tímarit Skýrslutæknifélags Íslands er óháð tímarit um tölvutækni og hefur verið gefið út frá árinu 1976.
Vefútgáfa Tölvumála birtir vikulega nýja grein á vef Ský og árlega er gefið út veglegt prentað tímarit undir nafninu "Tölvumál" þar sem fjallað er um tölvutækni frá ýmsum sjónarhornum og er þema blaðsins jafnan valið snemma árs og útgáfa að hausti.
Ritnefnd Ský sér um að afla efni í Tölvumál og geta allir sem áhuga hafa sent inn efni.
Ísland er lítil eyja í Norður-Atlantshafi með rétt rúmlega 380.000 íbúa í upphafi þessa árs (Hagstofan, 2024). Þrátt fyrir landfræðilega einangrun og smáan innanlandsmarkað hefur landinu tekist að byggja upp orðspor fyrir nýsköpun. Landið er með sterkt menntakerfi og þar af leiðandi vel menntað vinnuafl sem er mikilvægur styrkleiki þegar kemur að nýsköpun. Hins vegar stendur Ísland frammi fyrir verulegum áskorunum þegar kemur að fjöldaframleiðslu og iðnaðarframleiðslu. Laun eru há og landið býr ekki yfir endalausum náttúrulegum auðlindum. Með hliðsjón af þessum áskorunum er Ísland betur sett til að einbeita sér að atvinnugreinum sem byggja á hugviti fremur en framleiðslu, ein slík atvinnugrein er einmitt tölvuleikjaiðnaðurinn.
Oft heyrir maður að sprotafyrirtæki eru flaggskip nýsköpunar, en lítið um hvernig nýsköpun á sér stað innan stórra, rótgróinna fyrirtækja starf. Áskoranirnar eru oft meiri en fólk gerir sér grein fyrir, ekki síst þegar verið er að vinn að nýjum lausnum sem tengjast flóknum kerfum sem hafa verið fastmótuð til margra ára.
Hlutverk nýsköpunar í sprotafyrirtækjum
"Startup Brain Drain" - A reoccurring trend of European Startups relocating to the USA. This migration is driven strongly by the charm of the numerous advantages of moving to renowned tech hubs such as Silicon Valley and New York.
Árið 2023 byrjaði og lauk sögulegu tvöföldu verkfalli SAG-AFTRA og WGA, stéttarfélag leikara og handritshöfunda í Bandaríkjunum, gegn kvikmynda og sjónvarpsverum Hollywood. Verkfallið snérist um ýmis málefni, sum þeirra gömul eins og laun, lífeyrisgreiðslur og þóknanir (residuals) fyrir notkun streymisveitna. Önnur málefni eru nýtilkomin eins og gervigreind, sem er mikið hagsmunamál fyrir leikara, rithöfunda og leikstjóra. Gervigreindin mun tvímælalaust breyta landslagi Hollywood og hefur hún nú þegar látið finna fyrir sér.
Árið 2023 er vissulega að verða ár gervigreindar. Þegar spjallmennið ChatGPT birtist almenningi í lok síðasta árs var eins og stífla hefði brostið; mörg stórfyrirtæki í tölvugeiranum höfðu unnið að sambærilegum verkefnum um árabil og auðvitað byggt á áratuga löngum rannsóknum, en nú skall á flóðbylgja.
Greinin er unnin upp úr fyrirlestrum sem starfsfólk Miðeindar hefur haldið um risamállíkön og hvernig hægt er að nýta þau. Risamállíkön á borð við GPT-4 og myndlíkön á borð við Midjourney hafa umbylt væntingum fólks til gervigreindar. Þau geta einfaldað vinnuferla en þeim fylgja líka nýjar áskoranir.
Hádegisfundur Ský, „Vörustýring í verki“, var haldinn í Hörpu, í salnum Kaldalón, þann 18. september 2024. Vel var mætt á fundinn en áður en hann hófst snæddu fundargestir hádegisverð fyrir utan salinn og styrktu tengslanetið. Fjórir fyrirlesarar fóru vítt og breitt um viðfangsefnið og þær helstu áskoranir sem vörustjórar landsins mæta. Fundarstjórn var í höndum Salvarar Gyðu Lúðvíksdóttur hjá Stafrænni Reykjavík og undirbúningsnefndin samanstóð af stjórn faghóps Ský um stafræna vörustýringu .
Tölvuleikir á Íslandi og Finnlandi
Ísland er í fararbroddi internetvæðingar á heimsvísu. Þannig eru hlutfallslega flest heimili á Íslandi, af löndum Evrópu, sem nýta sér ljósleiðaratengingar eða yfir 80% heimila samkvæmt tölum Fjarskiptastofu og um 97% fólks notar internetið daglega samkvæmt gögnum Hagstofunnar frá 2019.