Skil á efni
Leita í vefútgáfu Tölvumála
Um Tölvumál
Tölvumál - tímarit Skýrslutæknifélags Íslands er óháð tímarit um tölvutækni og hefur verið gefið út frá árinu 1976.
Vefútgáfa Tölvumála birtir vikulega nýja grein á vef Ský og árlega er gefið út veglegt prentað tímarit undir nafninu "Tölvumál" þar sem fjallað er um tölvutækni frá ýmsum sjónarhornum og er þema blaðsins jafnan valið snemma árs og útgáfa að hausti.
Ritnefnd Ský sér um að afla efni í Tölvumál og geta allir sem áhuga hafa sent inn efni.
Greinin er unnin upp úr fyrirlestrum sem starfsfólk Miðeindar hefur haldið um risamállíkön og hvernig hægt er að nýta þau. Risamállíkön á borð við GPT-4 og myndlíkön á borð við Midjourney hafa umbylt væntingum fólks til gervigreindar. Þau geta einfaldað vinnuferla en þeim fylgja líka nýjar áskoranir.
Hádegisfundur Ský, „Vörustýring í verki“, var haldinn í Hörpu, í salnum Kaldalón, þann 18. september 2024. Vel var mætt á fundinn en áður en hann hófst snæddu fundargestir hádegisverð fyrir utan salinn og styrktu tengslanetið. Fjórir fyrirlesarar fóru vítt og breitt um viðfangsefnið og þær helstu áskoranir sem vörustjórar landsins mæta. Fundarstjórn var í höndum Salvarar Gyðu Lúðvíksdóttur hjá Stafrænni Reykjavík og undirbúningsnefndin samanstóð af stjórn faghóps Ský um stafræna vörustýringu .
Tölvuleikir á Íslandi og Finnlandi
Ísland er í fararbroddi internetvæðingar á heimsvísu. Þannig eru hlutfallslega flest heimili á Íslandi, af löndum Evrópu, sem nýta sér ljósleiðaratengingar eða yfir 80% heimila samkvæmt tölum Fjarskiptastofu og um 97% fólks notar internetið daglega samkvæmt gögnum Hagstofunnar frá 2019.
Sprotafyrirtæki eru grunnur að margskonar nýsköpun í tæknigeiranum, hafa drifið áfram framfarir, mótað framtíðina og haft áhrif á hvernig við lifum og vinnum. Þessi nýju fyrirtæki eru oft stofnuð af miklum metnaði af frumkvöðlum með stórar hugmyndir sem þau eru að gera tilraunir með og prófa. Sum þessara fyrirtækja hafa náð flugi en önnur dagað uppi.
Í síðustu viku sat ég í heita pottinum og heyrði þrjá háskólanema ræða saman. Þeir voru stoltir tölvunarfræðinemar en þóttu heimaverkefnin strembin. Þeir viðurkenndu hvor fyrir öðrum að hafa notað ChatGPT til að leysa þau.
Það er algengt að lén flakki á milli nafnaþjóna. Oft biðja þjónustuaðilar um breytingu á skráningu tæknilegs tengiliðar hjá ISNIC. Markmiðið með þessu er að geta tekið yfir lén og aðstoðað notendur við að tengja þau við sína þjónustu. Við ráðleggjum eigendum léna að forðast slíkar aðgerðir og hafa nafnaþjóna á einum stað.
Hallur Þór Sigurðarson er lektor við viðskiptafræðideild í Háskólanum í Reykjavík og forstöðumaður með meistaranámi þeirrar deildar. Tölvumál ákváðu að heyra í honum og fá hans sýn á það aukna pláss sem gervigreind er að taka sér í námi og starfi.
Vegagerðin nýtir allskonar tækni til að þjónusta vegakerfin i landinu. Til að tryggja öryggi er meðal annars myndtækni nýtt til að fylgjast með mikilvægum svæðum í rauntíma. Í myndavélum er gervigreind nýtt í síauknum mæli til að greina myndefni og fleira. Genetec framleiðir eftirlitskerfi til að greina myndir og vara við frávikum, hættu og fleira og fagnaði, árið 2023, 20 ára afmæli. Við tókum viðtal við forstjóra Genetec, Pierre Racz, um gervigreind, þróun og eflingu tækni í GIT Security.