Skil á efni
Leita í vefútgáfu Tölvumála
Um Tölvumál
Tölvumál - tímarit Skýrslutæknifélags Íslands er óháð tímarit um tölvutækni og hefur verið gefið út frá árinu 1976.
Vefútgáfa Tölvumála birtir vikulega nýja grein á vef Ský og árlega er gefið út veglegt prentað tímarit undir nafninu "Tölvumál" þar sem fjallað er um tölvutækni frá ýmsum sjónarhornum og er þema blaðsins jafnan valið snemma árs og útgáfa að hausti.
Ritnefnd Ský sér um að afla efni í Tölvumál og geta allir sem áhuga hafa sent inn efni.
Það er algengt að lén flakki á milli nafnaþjóna. Oft biðja þjónustuaðilar um breytingu á skráningu tæknilegs tengiliðar hjá ISNIC. Markmiðið með þessu er að geta tekið yfir lén og aðstoðað notendur við að tengja þau við sína þjónustu. Við ráðleggjum eigendum léna að forðast slíkar aðgerðir og hafa nafnaþjóna á einum stað.
Hallur Þór Sigurðarson er lektor við viðskiptafræðideild í Háskólanum í Reykjavík og forstöðumaður með meistaranámi þeirrar deildar. Tölvumál ákváðu að heyra í honum og fá hans sýn á það aukna pláss sem gervigreind er að taka sér í námi og starfi.
Vegagerðin nýtir allskonar tækni til að þjónusta vegakerfin i landinu. Til að tryggja öryggi er meðal annars myndtækni nýtt til að fylgjast með mikilvægum svæðum í rauntíma. Í myndavélum er gervigreind nýtt í síauknum mæli til að greina myndefni og fleira. Genetec framleiðir eftirlitskerfi til að greina myndir og vara við frávikum, hættu og fleira og fagnaði, árið 2023, 20 ára afmæli. Við tókum viðtal við forstjóra Genetec, Pierre Racz, um gervigreind, þróun og eflingu tækni í GIT Security.
Hröð þróun rafrænnar tækni hefur marvísleg áhrif á líf og störf okkar allra. Til að ræða það getur verið gagnlegt að byrja á að skýra muninn á gagnavæðingu (digitization, stafgerving) og stafrænni umbreyting eða innleiðingu (digitalization). Hið fyrra, gagnavæðing, felur í sér að umbreyta gögnum á stafrænt form, sem er grunnskrefið í stafrænni umbreytingu og hófst um 1960 og hefur haft mikil áhrif á líf okkar í hinum vestrænan heimi.
Tækni, tæki, tól og kerfi sem flokkuð eru sem „gervigreind” hafa verið áberandi umræðuefni í fjölmiðlum og eflaust ekki farið fram hjá neinum sem starfar í tæknigeiranum. Samhliða umræðunni um þau tækifæri sem gervigreindartækni er talin bjóða atvinnuvegum hafa áhrif hennar og mögulegar ógnir verið mörgum ofarlega í huga. Tölvutæknin hefur þegar valdið miklum breytingum á samfélaginu og hún mun halda því áfram um ókomna tíð. Margir telja að breytingarnar séu af hinu góða þegar á heildina er litið en umræða um neikvæð áhrif tækninnar á samfélagið fer vaxandi.
Ég hef ég fylgst með og upplifað sjálfur áhrif hljóðbóka á nám. Þessi námsmáti, sem einu sinni var valkostur fárra og er núna valkostur flestra, hefur breyst í mikilvægt námstæki. Hljóðbækur bjóða upp á ógrynni af kostum sem geta endurmótað það hvernig nemendur eins og ég taka þátt í námi í t.d. við lestur bókmennta og margskonar fræðilegt efni. Í þessari grein mun ég skoða notkun hljóðbóka í námi, ræða kosti þeirra, áskoranir og möguleika þeirra til að efla námsupplifun.
Við ákváðum að slá á þráðinn hjá umtalaðasta aðila gervigreindarheimsins um þessar mundir: ChatGPT. Þar sem gervigreindin hefur lært íslensku fór viðtalið að sjálfsögðu fram á því tungumáli. Einu breytingarnar sem gerðar voru á svörum voru smá styttingar hér og þar og leiðréttingar á stafsetningu og málfræði – sem voru furðu fáar.
Sýndarveruleiki er ekki eitthvað nýtt en fyrsti sýndarveruleikinn hefur verið kenndur við Ivan Sutherland, var kallaður „The Sword of Damocles“ og var búinn til árið 1968. Þessi sýndarveruleiki var mikilvægt skref í sögu sýndarveruleikans og markar upphaf tækni sem síðar hefur þróast og nýst í mörgum greinum, þar á meðal í námi og kennslu (Barnard. D, 2023).
Í sífellt breytilegu landslagi eins og kennslustofum nútímans hvílir mikil ábyrgð á þeim sem skipuleggja og hafa yfirumsjón með námsefninu og skipulagi þess. Sömu bækurnar eru endurprentaðar á nokkurra ára fresti með smávægilegum breytingum sem uppfylla ekki þarfir og óskir allra. Víða er talað um að fög eins og danska og kristinfræði séu á undanhaldi og eigi ekki heima í nútíma skóla umhverfi. Er þetta hávær minnihluti eða eiga þessar skoðanir rétt á sér og krefjast endurskoðunar? Eru börn að læra „úrelt“ efni og eru námsaðferðir að staðna í samanburði við hraða tækniþróunarinnar.
Mikil þróun hefur verið á sviði gervigreindar og segja má að hún hafi breytt heiminum á mjög stuttum tíma og skólakerfið er þar engin undantekning. Í þessari ritgerð verður sagt frá því hvernig gervigreind hefur verið notuð í kennslu og til þess að skoða athygli nemenda í grunnskólum í Kína.