Skip to main content
31. október 2024

Lykillinn að velgengni

Eyþór Örn Víðisson

Fannar GunnsteinssonHlutverk nýsköpunar í sprotafyrirtækjum
Nýsköpun spilar lykilhlutverk í þróun samfélagsins. Allt sem til er í dag var á tímapunkti talið vera nýsköpun, hvort sem það eru bílar, símar eða tölvur. Þrátt fyrir að hafa aðeins nefnt tæknilega þróun má finna nýsköpun á öllum sviðum samfélagsins. Án nýsköpunar stöndum við í stað og þróumst ekki áfram. Sérstaklega hefur nýsköpun gengt mikilvægu hlutverki í sprotafyrirtækjum, þar sem hún er drifkraftur þeirra til að vaxa, þróast og umbreyta atvinnugreinum. Sprotafyrirtæki byggja á því að koma með nýjar hugmyndir og lausnir og þar gegnir nýsköpun mikilvægu hlutverki.

Sprotafyrirtæki og nýsköpun
Í okkar hraðskreiða og tæknidrifna heimi eru sprotafyrirtæki og nýsköpun nánast samtengd. Sprotafyrirtæki eru glæný fyrirtæki sem eru að leitast til að vaxa hratt og starfa í breytilegum umhverfum þar sem mikil óvissa getur átt sér stað. Nýsköpun er mikilvægt atriði í velgengni sprotafyrirtækja. Nýsköpun felur í sér að það sé verið að þróa nýjar hugmyndir eða nálganir sem eru ekki bara nýjar á markaðnum, heldur sé það líka að bæta við eða endurnýja lausnir sem voru áður fyrr. Þau fyrirtæki sem eru að ná mestum árangri hafa byggt sig sterkan grunn nýsköpunar, þar sem þau geta auðveldlega aðlagað sig að breytingum og nýta sér ný tækifæri (Bennet, 2023).

Vegna sveigjanleika hjá sprotafyrirtækjum eru þau í sérstaklega góðri stöðu til að tileinka sér nýsköpun. Þau lenda ekki í þeim sömu hindrunum og stærri fyrirtæki sem þurfa að fylgja ákveðnum verkferlum. Þetta gerir sprotafyrirtækjum kleift að koma með og prófa nýjar hugmyndir sem þau geta auðveldlega hætt við ef þess þyrfti. Að þessum ástæðum hafa sprotafyrirtæki oft forystu í nýrri tækniþróun á nýsköpunarsviðum, til dæmis eins og sjálfvirkni, rafrænni þjónustu og gervigreind (Grant, 2024).

Gervigreind og hraðvaxandi nýsköpun
Gervigreind er ein af þeim mikilvægustu nýjungum samtímans. Hún hefur opnað fyrir okkur nýjan heim af tækifærum tengt nýsköpun og þar eru sprotafyrirtæki framarlega í nýtingunni á þessari þróun. Í dag er gervigreindin notuð í mörgum atvinnugreinum, allt frá heilbrigðisþjónustu yfir í fjármálageirann. En það er einmitt af þessum ástæðum að fjölmörg fyrirtæki eru farin að bjóða upp á kennslu fyrir starfsfólkið. Gervigreindin eykur skilvirkni og aðstoðar okkur við að leysa flóknar áskoranir á met tíma og á byltingarkenndan hátt.

Með nýtingu gervigreindar í nýsköpunarferlinu hafa sprotafyrirtæki tækifæri til að þróa þjónustu eða vöru sem er hraðari og betri en áður var mögulegt. Gervigreind gerir fyrirtækjum kleift að hafa hraðari þróunarferla og vandamál leyst á betri hátt og hafa þannig náð forskoti á móti þeirra samkeppnisaðilum. Þetta sýnir allt fram á að með nýtingu gervigreind í nýsköpun getum við skapað lausnir sem hafa gífurleg áhrif á ýmsar atvinnugreinar og hafa þannig opnað fyrir nýja möguleika á markaði (How AI Tools Are Impacting the Startup Landscape, e.d.).

Íslenskt sprotafyrirtæki: Hopp
Á Íslandi er nýsköpun stór þáttur í samfélaginu og þar má nefna sem dæmi sprotafyrirtækið Hopp. Hopp býður upp á ferðamáta lausn í formi rafmagnshlaupahjóla og rafmagnsbíla. Fyrirtækið sérhæfir sig í vistvænum lausnum og hefur náð miklum árangri hér á íslenskum markaði og auk þess er Hopp með sérvirk leyfi í 56 bæjum í 12 löndum, þannig lausn þeirra hefur fært sig út fyrir landamæri Íslands. Nýsköpun þeirra hafði það að markmiði að leysa áskoranir sem eiga sér stað í umferðinni sem hefur náð góðum árangri. Hopp hlaut verðlaun sem “Vaxtarsproti ársins” árið 2023. Nýsköpun getur stuðlað að samfélagslegri þróun og haft jákvæða áhrif á sjálfbærni (Vaxtarsproti Ársins 2023 Er Hopp, 2023).

Hopp hefur náð miklum vinsældum og nýtist okkur í allskyns tilvikum og auðvelt er að nýta sér þjónustu þeirra með smáforriti. Hopp er dæmi um það hvernig ný nálgun til viðskiptavina og innkoma á markaðinn hafa mikla áhrif á velgengni fyrirtækisins og þá sérstaklega í upphafi þess.

Niðurstaða
Nýsköpun er ómissandi fyrir velgengni sprotafyrirtækja. Það má segja að sprotafyrirtæki og nýsköpun haldist hönd í hönd og eru nær óaðskiljanleg. Nýsköpun er einn af aðal drifkröftum sprotafyrirtækja, þar sem þróun nýrra lausna og vara byggir á því. Tilkoma gervigreindar hefur bætt tækifæri fyrirtækja til að skapa verðmæti fyrir markaðinn og fyrir samfélagið á áður óþekktan hátt. Það er ljóst að nýsköpun hefur fylgt okkur í gegnum sögu mannkyns og tæknin gerir okkur kleift að víkka sjónina okkar á því hvaða möguleikar eru í boði fyrir vandamál samfélagsins.

Með því að hugsa út fyrir ramman og nýta þá fjölbreytnu tækni sem stendur til boða hafa sprotafyrirtæki einstakt tækifæri til að leysa samfélags vandamál. Nýsköpun er ekki bara mikilvæg, heldur alveg ómissandi í því hvernig við munum þróa framtíðina okkar.

Höfundur: Eyþór Örn Víðisson, nemandi við Háskólann í Reykjavík

Heimildaskrá:
Bennet, P. (e.d.). How AI Tools are Impacting the Startup Landscape. Hublot. https://www.hubspot.com/startups/startup-ai-tools

Grant, M. (2024, September 25). What a Startup Is and What's Involved in Getting One Off the Ground. Investopedia. https://www.investopedia.com/terms/s/startup.asp

AIContentfy (2024, September 5). The role of innovation in startup success. AIContentfy. https://aicontentfy.com/en/blog/role-of-innovation-in-startup-success

Rannsóknamiðstöð Íslands. (2023, September 8). Vaxtarsproti ársins 2023 er Hopp. https://www.rannis.is/frettir/vaxtarsproti-arsins-er-hopp

Skoðað: 89 sinnum

Blaðið Tölvumál

Forsíða Tölvumála

Leita í vefútgáfu Tölvumála

Um Tölvumál

Tölvumál - tímarit Skýrslutæknifélags Íslands er óháð tímarit um tölvutækni og hefur verið gefið út frá árinu 1976.

Vefútgáfa Tölvumála birtir vikulega nýja grein á vef Ský og árlega er gefið út veglegt prentað tímarit undir nafninu "Tölvumál" þar sem fjallað er um tölvutækni frá ýmsum sjónarhornum og er þema blaðsins jafnan valið snemma árs og útgáfa að hausti.

Ritnefnd Ský sér um að afla efni í Tölvumál og geta allir sem áhuga hafa sent inn efni.

Um ritnefnd Tölvumála