Skip to main content

Til greinahöfunda

Leiðbeiningar til greinahöfunda

Leiðbeiningar um skrif fyrir Tölvumál á vefnum
Leitað er eftir greinum sem fjalla um upplýsingatækni og með fræðilegan fókus en ekki kynningu á vöru eða fyrirtæki.  Æskileg lengd greina í vefútgáfu Tölvumála er u.þ.b. 800-1200 orð. Nafn greinar þarf að vera stutt og laggott og nafn og starfsheiti höfunda(r) að fylgja. Mynd af höfundi(um) er nauðsyn og æskilegt er að hafa einnig aðrar myndir og millifyrirsagnir. Ljósmyndir og flóknari myndir þurfa að vera í minnst 300 punkta upplausn. Þær þurfa að berast á því sniði sem þær eru búnar til á en ekki afritaðar inn í t.d. ritvinnsluskrá. Eftir að grein hefur verið send á ritstjóra fer hún í yfirlestur, gert er ráð fyrir að höfundar vandi málfar sitt en ritnefnd áskilur sér rétt til að laga augljósar ritvillur. 

Skil greina
Æskileg lengd greina í prentútgáfu Tölvumála er tvær blaðsíður, eða u.þ.b. 1200-1400 orð.
Millifyrirsagnir eru mjög æskilegar; þær bæta útlit og framsetningu efnis.

Munið að senda með
- heiti greinar
- nafn og titil/starfsheiti höfundar

Myndir
Vísa þarf til mynda í almennu máli, þ.e. ekki skrifa „eins og sjá má á mynd hér að neðan“, því erfitt getur verið að taka tillit til þess við uppsetningu blaðsins í prentúgáfu.

Æskilegt er að fylgi með
- mynd af höfundi, á tölvutæku formi í minnst 300 punkta upplausn
- myndir/teikningar til útskýringa eða skreytinga.

Ljósmyndir og flóknari myndir þurfa að vera í minnst 300 punkta upplausn. Þær þurfa að berast á því sniði sem þær eru búnar til á, ekki afritaðar inn í t.d. ritvinnsluskrá. Allir milliliðir rýra prentgæði verulega.

Málfar
Ritstjórn Tölvumála er skipuð félögum úr Skýrslutæknifélaginu, sem vinna að ritstjórninni í frístundum. Vinsamlega takið tillit til þess að um takmarkaðan starfskraft er að ræða við prófarkalestur og lagfæringar á málfari og því um líku.

Greinahöfundar eru minntir á Tölvuorðasafnið sem er að finna í Íðorðabankanum hjá stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.

Ritnefnd Tölvumála

Skoðað: 17138 sinnum

Blaðið Tölvumál

Forsíða Tölvumála

Leita í vefútgáfu Tölvumála

Um Tölvumál

Tölvumál - tímarit Skýrslutæknifélags Íslands er óháð tímarit um tölvutækni og hefur verið gefið út frá árinu 1976.

Vefútgáfa Tölvumála birtir vikulega nýja grein á vef Ský og árlega er gefið út veglegt prentað tímarit undir nafninu "Tölvumál" þar sem fjallað er um tölvutækni frá ýmsum sjónarhornum og er þema blaðsins jafnan valið snemma árs og útgáfa að hausti.

Ritnefnd Ský sér um að afla efni í Tölvumál og geta allir sem áhuga hafa sent inn efni.

Um ritnefnd Tölvumála