Skil á efni
Leita í vefútgáfu Tölvumála
Um Tölvumál
Tölvumál - tímarit Skýrslutæknifélags Íslands er óháð tímarit um tölvutækni og hefur verið gefið út frá árinu 1976.
Vefútgáfa Tölvumála birtir vikulega nýja grein á vef Ský og árlega er gefið út veglegt prentað tímarit undir nafninu "Tölvumál" þar sem fjallað er um tölvutækni frá ýmsum sjónarhornum og er þema blaðsins jafnan valið snemma árs og útgáfa að hausti.
Ritnefnd Ský sér um að afla efni í Tölvumál og geta allir sem áhuga hafa sent inn efni.
Tíu sprotar fá tækifæri til þess að þróa hugmyndir sínar áfram í Startup SuperNova viðskiptahraðlinum árið 2024. Þátttaka í þessum sex vikna hraðli miðar að því að hraða framgangi sprotafyrirtækja og gera þau að álitlegum fjárfestingarkosti. Þátttakendur fá fræðslu og þjálfun við þróun viðskiptahugmynda og aðgang að hópi leiðandi sérfræðinga, þar á meðal reyndum frumkvöðlum og fjárfestum auk framkomuþjálfara og mentora.
Upplýsingatækni og nýsköpun hafa á síðustu árum orðið að tveimur af mikilvægustu þáttum í þróun atvinnulífs á Íslandi. Þessi þróun hefur leitt til mikilla framfara í bæði hefðbundnum atvinnugreinum og á nýjum sviðum. Hugverkaiðnaður á Íslandi er orðin fjórða stærsta atvinnugreinin með tilliti til útflutnings og fer sífellt stækkandi. Með hliðsjón af þessari þróun er ljóst að nýsköpun í upplýsingatækni og hugverki er lykilatriði til að tryggja áframhaldandi vöxt og velmegun í íslensku samfélagi. Því er nauðsynlegt að til staðar sé öflugt stuðningsumhverfi fyrir nýsköpun. Eitt af því sem hefur reynst áskorun fyrir frumkvöðla og nýsköpunarfyrirtæki, sér í lagi á fyrstu stigum, er að finna upplýsingar um þann stuðning sem stendur til boða.
Einkaleyfi eru mikilvæg til að vernda hugverk og þau veita uppfinninga- mönnum tækifæri til að skapa verðmæti úr uppfinningum sínum en tryggja einnig að þekking sé gerð opinber og skapa þannig möguleika á frekari tæknilegum framförum.
Nýsköpun (e. innovation) hefur öðlast ákveðna merkingu hér á Íslandi og orðið að samheiti yfir að vera skapandi, þ.e. að skapa eitthvað alveg nýtt.
Í dag erum við að mennta nemendur sem verða á vinnumarkaði fram til 2070 eða jafnvel lengur. Hvað skiptir máli að við kennum þeim og þjálfum þau í? Ef ég lít til baka þá finnst mér margt í minni menntun á Íslandi eftir miðja síðustu öld hafa verið tímasóun og í versta falli til skaða og minnir á frasann „Haltu kjafti, hlýddu og vertu góð“.
Hvað getur greint á milli tæknilausna og hugmynda sem ná flugi og þeirra sem brotlenda? Vel heppnuð nýsköpun eða tæknilausn nær að halda áherslunni á notandanum og þörfum hans þegar freistandi, nýjar hugmyndir poppa upp.
Í hinum síbreytilega heimi viðskipta eru sprotar og nýsköpun í fararbroddi efnahagsvaxtar og tækniframfara. Sprotar og nýsköpun tengjast órjúfanlegum böndum þar sem sprotar eru oft upphaf byltingarkenndra hugmynda og nýrra lausna.
Getið þið sagt okkur frá hvernig hugmyndin að STEM Húsavík varð til og hver var helsta ástæða þess að þetta verkefni var sett á laggirnar?
Á Íslandi er öflug frumkvöðlasena þar sem sprotafyrirtækjum fjölgar jafnt og þétt. Sum þeirra hafa vaxið og dafnað og skapa því bæði umtalsverðar tekjur og fjölmörg störf. Hugverkaiðnaður er „vonarstjarna íslensks atvinnulífs“ eins og Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins orðaði það á ársfundi Hugverkaráðs 2023. Útflutningstekjur hugverkaiðnaðar námu 263 milljörðum í fyrra sem er ríflega 14% af heildarútflutningstekjum hagkerfisins á því ári. Útflutningstekjur greinarinnar námu 91 milljarði árið 2013 og því má glöggt sjá hve myndarlegur vöxtur þessa geira hefur verið undanfarinn áratug.
Ísland er lítil eyja í Norður-Atlantshafi með rétt rúmlega 380.000 íbúa í upphafi þessa árs (Hagstofan, 2024). Þrátt fyrir landfræðilega einangrun og smáan innanlandsmarkað hefur landinu tekist að byggja upp orðspor fyrir nýsköpun. Landið er með sterkt menntakerfi og þar af leiðandi vel menntað vinnuafl sem er mikilvægur styrkleiki þegar kemur að nýsköpun. Hins vegar stendur Ísland frammi fyrir verulegum áskorunum þegar kemur að fjöldaframleiðslu og iðnaðarframleiðslu. Laun eru há og landið býr ekki yfir endalausum náttúrulegum auðlindum. Með hliðsjón af þessum áskorunum er Ísland betur sett til að einbeita sér að atvinnugreinum sem byggja á hugviti fremur en framleiðslu, ein slík atvinnugrein er einmitt tölvuleikjaiðnaðurinn.