Skil á efni
Leita í vefútgáfu Tölvumála
Um Tölvumál
Tölvumál - tímarit Skýrslutæknifélags Íslands er óháð tímarit um tölvutækni og hefur verið gefið út frá árinu 1976.
Vefútgáfa Tölvumála birtir vikulega nýja grein á vef Ský og árlega er gefið út veglegt prentað tímarit undir nafninu "Tölvumál" þar sem fjallað er um tölvutækni frá ýmsum sjónarhornum og er þema blaðsins jafnan valið snemma árs og útgáfa að hausti.
Ritnefnd Ský sér um að afla efni í Tölvumál og geta allir sem áhuga hafa sent inn efni.
Kannast þú við pappírsleikfang sem er kallað „Goggur“? Hann er brotinn saman, trélitaður og með tölum innan í. Þú átt að velja eitthvað hornið og sjá hvaða tala er á bak við. Það er erfitt fyrir flesta (a.m.k. mig) að muna hvað er bak við hvaða lit. Ef goggurinn er brotinn sundur verður allt augljóst því yfirsýnin fæst.
Allt frá sögum forngrikkja um vitigædda bronsvélmennið Talos sem gætti eyjarinnar Krít og til sagna miðaldanna um Golem, leirmanninn sem gætti íbúa í Prag, hefur sú hugmynd að skapa vitsmunaveru lengi verið manninum hugleikin. Þetta voru þó ekki bara sögur og ímyndun. Á tímum Endurreisnarinnar smíðuðu menn flókin gangverk í klukkur sem sýndu afstöðu himintunglanna sem og vélræn leikföng, oft í mannsmynd. Þegar fyrstu tölvurnar koma fram eru menn ekki lengi að leita leiða til að fá þær til að gera mannanna verk. Allt endurómar þetta sama drauminn, sem er að móta, búa til eða kóða eitthvað í líkingu við okkur, að anda vitsmunum inn í hið líflausa, búa til gervigreind.
Gervigreind, gervigreind gefðu mér gaum
Hin svokallaða fjórða iðnbylting vísar til örra tækniframfara undanfarinna ára, t.d. í stafrænum lausnum, vélmennum, interneti hlutanna og sjálfkeyrandi farartækjum. Framfarir á þessum sviðum byggja oft á rannsóknum og þróun á sviði gervigreindar með það að markmiði að gera tölvum kleift að skilja upplýsingar og nota þær til að taka ákvarðanir á svipaðan máta og mannfólkið gerir. Í þessu sambandi má sérstaklega nefna að aukið reikniafl og stærri gagnasöfn hafa leitt af sér mjög hraðar framfarir í þróun og beitingu svokallaðra djúptauganeta (e. deep neural networks), sem er ein tegund gervigreindarlíkana. Líklegt má telja að innan fárra ára verði gervigreind orðin allt umlykjandi í okkar daglega lífi og hún verði notuð til að greina gögn og taka ákvarðanir á mörgum ólíkum sviðum, eins og í fjártækni, í menntakerfinu, í iðnaði og í heilbrigðiskerfinu.
Ýmislegt hefur verið sagt um leiðbeinendur og kennara í gegnum árin en það sem stendur upp úr er menntun, hæfni og þekking þeirra. Að þeir hafi ríka samkennd, veri jákvæðir og hafa góða sjálfsmynd eru ekki síðri góðir eiginleikar til að halda utan um hóp ólíkra nemenda sama hversu gamlir þeir eru.
Auglýsingar eru alls staðar, í sjónvarpi, útvarpi, á auglýsingaskiltum og samfélagsmiðlum og eru óumflýjanlegur hluti af daglegu lífi okkar. Þær hafa dulið vald til að hafa áhrif á hugsanir eða tilfinningar, vald sem getur haft áhrif á ákvarðanatöku. Samkvæmt rannsókn sem var gerð árið 2015 í Englandi sér meðal einstaklingur á milli 4.000 til 10.000 auglýsingar á dag og þótt að flestar þessar auglýsingar séu hunsaðar af neytendum, þá geta þær samt haft áhrif og jafnvel sest að í undirmeðvitund okkar og skapað vörumerkjavitund (Marshall, 2015). Rannsókn frá árinu 2014 sýnir að neytendur eru líklegri til að kaupa vöru ef þeir kannast við vörumerkið (Bonney, 2014).
Gervigreind hefur verið skilgreind sem „hugbúnaður í tölvum eða vélum forritaður til að gera hluti sem venjulega þarf greind manneskjunnar til, eins og nám og rökhugsun“ (Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, 2022, bls. 10). Gervigreind hefur verið hluti af daglegu lífi okkar síðastliðin ár, yfirleitt án þess að við gerum okkur grein fyrir því.
Fyrr á þessu ári birtist grein eftir mig á vef Tölvumála sem bar heitið „Hagnýting gagna með hjálp ChatGPT - Gagnsemi eða skaðsemi í notkun” þar sem ég fjallaði um ákveðna áhættu af notkun ChatGPT sem velta þarf fyrir sér áður en nýting á henni hefst. Sú áhætta felst fyrst og fremst í þeirri staðreynd að viðkvæm gögn geta lekið úr gagnagrunnum yfir í stórar gervigreindir á borð við ChatGPT og í mörgum tilfellum án þess að fólk geri sér grein fyrir slíkum alvarleika. Hér verður hins vegar skoðuð önnur og alvarlegri áhætta sem skapast af óvandaðri og/eða rangri notkun gervigreindar og snýr hún að uppbyggingu, þjálfun og notkun líkana sem og að gögnunum sjálfum.
Sérsniðnar námsleiðir til að styrkja nemendur mynd fylgir Gervigreind (AI) hefur verið að ryðja sér rúms í samfélaginu og mesta athyglin verið á ýmsum atvinnugreinum þar sem tækifæri liggja. Tæknirisar heimsins hafa fjárfest gríðarlegum fjárhæðum í þróun tækninnar. En tækifærin eru ekki einangruð við rekstur fyrirtækja. Menntun og kennsla eru svið sem gervigreind getur haft mikil áhrif á til framtíðar.