Skip to main content
25. apríl 2024

Sýndarveruleiki í námi: Framtíðin í raungreinum

Hildur Bryndís Árnadóttir

Hildur Bryndís ÁrnadóttirSýndarveruleiki er ekki eitthvað nýtt en fyrsti sýndarveruleikinn hefur verið kenndur við Ivan Sutherland, var kallaður „The Sword of Damocles“ og var búinn til árið 1968. Þessi sýndarveruleiki var mikilvægt skref í sögu sýndarveruleikans og markar upphaf tækni sem síðar hefur þróast og nýst í mörgum greinum, þar á meðal í námi og kennslu (Barnard. D, 2023).

Ef ég horfi til framtíðar sé ég fram á að notkun sýndarveruleika í námi aukist verulega. Þetta gerist hugsanlega vegna þess að það kemur út nýtt tæki á markaðinn í hverri viku svo það sem var flottast og dýrast fyrir ári er núna ekki mjög eftirsótt og mun ódýrara. Þannig ég spái því að eftir 10 - 20 ár verði sýnarveruleikinn komin inn á hvert heimili og í flesta skóla vegna aukins aðgengi.

Í framhaldi af aukinni þróunar tækni og fjölbreyttari nýtingu sýndarveruleika verða tækifæri til að bæta nám í skólum. Sýndarveruleikinn býður upp á nýja og fjölbreytta möguleika til að kynna námsefni fyrir nemendum á nýjan og spennandi hátt sem kemur væntanlega til með að auka skilning og áhuga nemenda á raungreinum eins og stærðfræði, eðlisfræði og efnafræði.

Hvernig væri hægt að nota sýndarveruleika í raunvísindum?
Í rúmfræði væri hægt að nota sýndarveruleikagleraugu til að sjá formin og sjá hvernig það á að reikna þau. Í algebru væri hægt að færa breyturnar á yfir samasem merkið og sjá hvernig það allt virkar myndrænt. Með því að sjá breytur og jöfnur myndrænt með sýndarveruleikagleraugunum geta nemendur fengið betri skilning á algebru og nákvæmunum reikningi. Í eðlisfræði væri hægt að sjá öll dæmin myndrænt eins og hvað bolti skoppar hátt, eða hvernig ólík öfl verka á hluti í vissum aðstæðum. Í stjörnufræði gæti sýndarveruleiki verið notaður til að sýna nemendum raunverulega hluti eins og stjörnur, plánetur og geimmyndir á nýjan og skemmtilegan hátt. Í efnafræði væri hægt að sjá hvernig öll efnasambönd mótast og hvernig það að færa eitthvað myndi breyta miklu. Einnig gætu þau séð hvernig ólík efni hegða sér við mismunandi aðstæður.

Í viðbót við nám í raungreinum væri einnig hægt að nýta sýndarveruleika í iðnnámi, sérstaklega í smíðum og rafvirkjun. Þar væri hægt að setja upp verkefni sem nemendur myndu leysa heima hjá sér eða í tíma. Með sýndarveruleika geta þeir þá fengið tækifæri til að æfa sig í verklegum iðngreinum án þess að þurfa að nota raunverulegt verkfæri eða efni. Þessi aðferð getur stuðlað að því að nemendur öðlist reynslu og hæfni í iðnnámi á mun fjölbreyttari hátt en þeir gera núna.

Áhrif sýndarveruleika í grunn- og framhaldsskólum
Með notkun sýndarveruleika í skólum geta nemendur fengið námsupplifun sem er virkilega mótuð til þeirra þörfum. Nemendur geta upplifað námsefnið á nýjan og áhugaverðan hátt, sem getur leitt til aukins áhuga, betri skilnings og bætts námsárangurs. Rannsóknir hafa sýnt að nemendur eru mjög móttækilegir fyrir nýjum og tæknivæddari kennsluaðferðum og notkun sýndarveruleika getur örvað þátttöku og virkni nemenda. (Virtual Reality in Education, 2019).

Rannsókn var framkvæmd haustið árið 2021 í samstarfi við Matís, Menntavísindasviðs Háskóla Íslands og sex grunnskóla í Reykjavík og Kópavogi. Markmiðið var að kynna nemendum heilsusamlegt mataræði með nýjum kennsluaðferðum og kennsluefni undir heitinu „Tómataverkefnið“. Kennsluefnið var fjölbreytt og innihélt glærupakka, myndbönd og sýndarveruleikamyndbönd. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að notkun sýndarveruleika í kennslu geti aukið áhuga á námi. Jákvæð námsupplifun og aukinn áhugi á hollu mataræði var sýnilegur í öllum tilvikum, óháð gerð kennsluefnis. Kennarar virtust hafa áhuga á að nota þessa tækni í framtíðinni og hægt væri að fara yfir mikið efni á skemmtilegan og áhugaverðan hátt á stuttum tíma (Þóra Valsdóttir, 2021).

Ég held að með því að setja sýndarveruleika inn í skóla þá myndu nemendur fylgjast betur með í tímum og þar með yrði námsárangur betri. Fleiri krakkar myndu vilja halda áfram í námi því þeir myndu hafa betri skilning á námsefninu og það væri skemmtilegra og fjölbreyttara nám og aðsóknin kæmi til með að aukast í nám sem notar svona kennslu.

Samantekt
Sýndarveruleiki hefur marga ögrandi möguleika í námi og kennslu og spái ég fyrir um aukna notkun þessarar tækni í skólum í framtíðinni. Framfarir í tækni og aukið aðgengi gera það líklegt að sýndarveruleiki getur verið notaður í raunvísindum. Þessi tækni getur bætt skilning á flóknum efnum, eins og stærðfræði og eðlisfræði, með því að veita nemendum raunverulega myndræna reynslu. Auk þess, sýna rannsóknir að notkun sýndarveruleika getur aukið áhuga nemenda á námi. Skólinn getur með því að nota sýndarveruleika skapað fjölbreyttari og skemmtilegri námsumhverfi sem örvar þátttöku og áhuga nemenda.

Höfundur:  Hildur Bryndís Árnadóttir nemandi við Háskólann í Reykjavík

Heimildir
Barnard, D. (20. Febrúar, 2023). History of VR – Timeline of events and Tech Development.
Virual speech. Sótt 1. mars, af https://virtualspeech.com/blog/history-of-vr
Virtual Reality in Education: Benefits, Tools, and Resources. School of Education. Sótt 1. mars 2024, af https://soeonline.american.edu/blog/benefits-of-virtual-reality-ineducation/
Þóra Valsdóttir (2021). Sýndarveruleiki í kennslu. Matís. Sótt 1. mars, af https://matis.is/matis_projects/syndarveruleiki-i-kennslu/

Skoðað: 609 sinnum

Blaðið Tölvumál

Forsíða Tölvumála

Leita í vefútgáfu Tölvumála

Um Tölvumál

Tölvumál - tímarit Skýrslutæknifélags Íslands er óháð tímarit um tölvutækni og hefur verið gefið út frá árinu 1976.

Vefútgáfa Tölvumála birtir vikulega nýja grein á vef Ský og árlega er gefið út veglegt prentað tímarit undir nafninu "Tölvumál" þar sem fjallað er um tölvutækni frá ýmsum sjónarhornum og er þema blaðsins jafnan valið snemma árs og útgáfa að hausti.

Ritnefnd Ský sér um að afla efni í Tölvumál og geta allir sem áhuga hafa sent inn efni.

Um ritnefnd Tölvumála