Skil á efni
Leita í vefútgáfu Tölvumála
Um Tölvumál
Tölvumál - tímarit Skýrslutæknifélags Íslands er óháð tímarit um tölvutækni og hefur verið gefið út frá árinu 1976.
Vefútgáfa Tölvumála birtir vikulega nýja grein á vef Ský og árlega er gefið út veglegt prentað tímarit undir nafninu "Tölvumál" þar sem fjallað er um tölvutækni frá ýmsum sjónarhornum og er þema blaðsins jafnan valið snemma árs og útgáfa að hausti.
Ritnefnd Ský sér um að afla efni í Tölvumál og geta allir sem áhuga hafa sent inn efni.
Í áratugi, hefur þróun í tækni verið beint að því að finna leiðir til að færa sjónskertum verkfæri til að gera lífið auðveldara og gefa þeim betra aðgengi að heiminum. Nýleg þróun á gervigreind í aðstoðartækni býður upp á margvíslega möguleika, með það að markmiði að auka lífsgæði blindra og sjónskertra.
Tónlistin er alls staðar í kringum okkur en nánast ómögulegt er að fara í gegnum daginn án þess að heyra einhvers konar tónlist. Hana má finna í útvarpi, þáttum, kvikmyndum, auglýsingum í sjónvarpi, á samfélagsmiðlum og fleiri stöðum.
Á síðustu misserum hef ég verið mjög duglegur að nota nýjustu vöru úr smiðjum OpenAI, ChatGPT. Ég hef til að mynda leitað ráða við blettahreinsun, fengið hugmyndir að uppskriftum fyrir vikuna og núna síðast sótt innblástur fyrir þessa grein. Ég er á hraðri leið með að láta gervigreind alfarið sjá um að leysa litlu vandamálin í mínu lífi sem áður hefðu stolið tíma og orku.
Vinsældir tölvuleikja hafa án efa aukist gífurlega á seinustu árum. Í gamla daga þóttu tölvuleikir vera nautnavara og aðeins þeir ríkustu gátu leyft sér að kaupa slíka leiki. En það voru ekki bara leikirnir sem kostuðu sitt en einnig þurfti fólk að eiga græjurnar til að spila leikina sem hér áður fyrr var alls ekki svo sjálfsagt að væru til á hverju heimili. Í dag hins vegar, geta lang flestir nálgast tölvuleiki á einfaldan og ódýran hátt og hafa vinsældir tölvuleikja sem og framboð aukist gífurlega (Nash & Brady, 2021).
Gervigreind er kraftmikið tól sem hægt er að nota til að framleiða myndir, tónlist, texta og ýmist annað. Hægt er að biðja gervigreindartól á borð við Midjourney að búa til mynd í stíl ákveðins listamanns og út kemur mynd sem auðveldlega hægt væri að trúa að sé ekta listaverk. Það má auðvitað deila um hvað er og er ekki „ekta“ list, en listamenn eru margir hverjir ósáttir við að gervigreindartól séu þjálfuð á þeirra verkum og hafa sumir þeirra höfðað mál gegn framleiðendum tólanna.
Það er óneitanlega gífurleg aukning á skjánotkun barna. Því fylgir svo aukin notkun þeirra á samfélagsmiðlum. Að mörgu leyti verður það að teljast neikvætt. Börn leika sér minna úti, þau leika sér minna saman og skjáir eru allt í kring. Í kjölfarið er þörf á því að foreldrar og aðrir forráðamenn fylgist betur með skjánotkun barnanna sinna og kenni þeim að nýta þá sem gagnleg tæki á ábyrgan hátt.
Á síðastliðnum árum hafa tæknimál verið mikið rædd í tengslum við menntun og almennt skólastarf. Nám hefur tekið miklum breytingum í gegnum árin og get ég því ímyndað mér að aðferðirnar sem mér voru kenndar í grunnskóla séu ekki alveg þær sömu og verið er að vinna með í dag. Ég get einnig ímyndað mér að kennarar séu oft á mismunandi máli þegar kemur að því að þróa og breyta kennslunni og hvernig á að breyta henni í takt við tæknina.
Á síðastliðnum árum hafa tæknimál verið mikið rædd í tengslum við menntun og almennt skólastarf. Nám hefur tekið miklum breytingum í gegnum árin og get ég því ímyndað mér að aðferðirnar sem mér voru kenndar í grunnskóla séu ekki alveg þær sömu og verið er að vinna með í dag. Ég get einnig ímyndað mér að kennarar séu oft á mismunandi máli þegar kemur að því að þróa og breyta kennslunni og hvernig á að breyta henni í takt við tæknina.
Áhrif tölvuleikja á mannslíkamann
When I was young, robots in the classrooms were merely science fiction. But in recent years, educational robots have become increasingly popular as schools and teachers look for new and innovative ways to engage students in learning.