Skil á efni
Leita í vefútgáfu Tölvumála
Um Tölvumál
Tölvumál - tímarit Skýrslutæknifélags Íslands er óháð tímarit um tölvutækni og hefur verið gefið út frá árinu 1976.
Vefútgáfa Tölvumála birtir vikulega nýja grein á vef Ský og árlega er gefið út veglegt prentað tímarit undir nafninu "Tölvumál" þar sem fjallað er um tölvutækni frá ýmsum sjónarhornum og er þema blaðsins jafnan valið snemma árs og útgáfa að hausti.
Ritnefnd Ský sér um að afla efni í Tölvumál og geta allir sem áhuga hafa sent inn efni.
Fjarvinna
…and what impact do these pictures have on our perception of reality?
Nýjasta og vinsælasta gervi-greindin á ballinu er ChatGPT. Hægt er að láta hana m.a. búa til allskonar texta og myndir eftir forskrift. Slíkir eru töfrar þessarar gervigreindar að nemendur eru farnir að nýta sér það til að skrifa heilu ritgerðirnar fyrir sig til að létta sér lífið. Sú notkun nemenda hefur farið þveröfugt í marga skóla með þeim afleiðingum að skólar eru farnir að banna notkun ChatGPT og/eða leita allra leiða til að koma í veg fyrir að nemendur fái háar einkunnir fyrir lítið sem ekkert vinnuframlag við ritgerðarsmíðina.
Talið er að um 50% af öllum gögnum á jörðinni hafi orðið til á síðastliðnum 2 árum. Evrópusambandið gerir ráð fyrir að gagnamagn heimsins muni aukast um 530% milli áranna 2018 til 2025, úr 33 zettabytes árið 2018 í 175 zettabytes árið 2025. Samhliða spáir Evrópusambandið að hagnýting gagna muni skila 829 milljarða evra í vergri landsframleiðslu innan sambandsins árið 2025.
Tölvumál tóku viðtal við Ara Kristinn Jónsson, fyrrum rektor í Háskólanum í Reykjavík og forstjóri AwareGO um þá umbyltingu sem átt hefur sér stað í tölvumálum á þessari öld, sérstaklega hvað varðar gervigreind og tölvuöryggi.
Mikið hefur verið ritað og rætt um að gervigreind muni stela störfunum okkar í framtíðinni. Þó að í einhverjum tilfellum sé þetta örugglega rétt, þá held ég að það sé langur tími þangað til meirihluti fólks þurfi að hlýða fyrirmælum vélrænna yfirmanna sinna. Ég held að það sé langt í að gervigreind verði það nákvæm að hægt sé að búa til heilt hugbúnaðarkerfi, markaðsherferð eða framkvæmt skurðaðgerð án hjálpar frá manneskju, en engu að síður er hægt að fá mikla hjálp frá gervigreind við öll þessi verkefni í dag.
Upplýsingar flæða nú um allan heim á hraða sem aldrei hefur sést áður. Fréttir, skilaboð og aðrar upplýsingar sem þú þarft eru beint fyrir framan þig í símanum þínum, áður þurftir þú að reiða þig að fá þínar upplýsingar úr bókum, fréttablöðum og bókasöfnum. Persónulegar upplýsingar voru geymdar í möppum á viðeigandi stöðum þar sem aðeins örfáir komust að.
Við hjálpum þér – dæmisaga
Evrópusambandið hefur sett sér háleit markmið varðandi sameiginlegan evrópskan stafrænan markað sem byggir á trausti og gagnsæi. Áhersla er lögð á skýr samfélagsleg gildi og að þróun og notkun starfrænnar tækni innan Evrópu skuli tryggja grundvallarréttindi allra íbúa álfunnar.
Ég byrjaði að forrita um miðjan tíunda áratuginn. Á þeim tíma var það forritunarmál sem best hentaði mínu umhverfi, Linux stýrikerfinu, C forritunarmálið. Ég og vinir mínir vorum ekki bara forritarar, við vorum C forritarar. Tungumálið skipti okkur öllu. Það var hæfilega flókið að komast inn í það og í gegnum ítranirnar við að skrifa forritunarsetningar, reyna að þýða þær og laga villur. Með því að skrifa komst tungumálið í puttana og varð hluti af okkar daglega orðaforða. Þær skorður sem tungumálið setti okkur stýrði því hvernig við leystum vandamál og mögulega hvaða vandamál við kusum að leysa.