Skil á efni
Leita í vefútgáfu Tölvumála
Um Tölvumál
Tölvumál - tímarit Skýrslutæknifélags Íslands er óháð tímarit um tölvutækni og hefur verið gefið út frá árinu 1976.
Vefútgáfa Tölvumála birtir vikulega nýja grein á vef Ský og árlega er gefið út veglegt prentað tímarit undir nafninu "Tölvumál" þar sem fjallað er um tölvutækni frá ýmsum sjónarhornum og er þema blaðsins jafnan valið snemma árs og útgáfa að hausti.
Ritnefnd Ský sér um að afla efni í Tölvumál og geta allir sem áhuga hafa sent inn efni.
Seinasta sumar var ég í brúðkaupi þar sem Stefán Hilmarsson kom og flutti nokkur af sínum bestu lögum. Meðan verið var að kynna atriðið á svið tek ég eftir því að maður á milli sextugs og sjötugs situr fyrir framan mig að pikka á símann sinn meðan á kynningunni stendur, ég pældi nú ekki mikið í því enda orðið nokkuð eðlilegt að fólk sé í símanum öllum stundum í nútímasamfélagi. Þegar búið var að flytja 3 lög veitti ég því hins vegar athygli að þessi sami maður hafði ekki enn litið upp úr tækinu og virtist hreinlega ekki vera meðvitaður um tónlistar atriðið sem væri í gangi fyrir framan sig.
Í dag er sýndarveruleiki og aukinn veruleiki (e. augmented reality) mikið í umræðu hjá áhugafólki um upplýsingatækni, tölvuleiki og fleirum. En hvað er það sem gerir þessa tækni svona spennandi? Og af hverju eru stærstu fyrirtæki heims eins og Meta og Apple að veðja á að þessi nýstárlega tækni sé næsti brautryðjandi tæknibyltingarinnar?
Í dag eru tilkynningar í snjalltækjum mikilvægur partur af daglegu lífi margra, hvort sem það eru tilkynning um tíma hjá tannlækni, ný hugbúnaðaruppfærsla eða skilaboð frá samfélagsmiðlum. Þetta er mikilvægar upplýsingar og eru partur af lífi margra þar sem að það hjálpar okkur að fylgjast með öllu. En er hugsanlegt að þú sjáir full mikið í þessum tilkynningum, geta þær verið skaðlegar og skiptir það einhverju máli hver sér þær?
Hvernig eru einkaupplýsingarnar þínar vistaðar hjá stórum fyrirtækjum? Hvað kemur fyrir þig ef netþjófar hakka síðuna og stela öllum upplýsingum hjá þeim?
Ský hélt viðburð 28. september þar sem rætt var um heitustu tölvumálin framundan, ekki bara í vetur heldur næstu árin. Spáð var í þróun á mannauði og framsæknar lausnir. Fundarstjóri var Jón Ingi Sveinbjörnsson og stýrði hann fundinum með sóma.
Í dag reynist það forritum auðvelt að sækja sér upplýsingar um notendur. Snjallsímarnir sem við göngum með á okkur geta til dæmis hljóðritað samræður sem við eigum, notað svokölluð fótspor til að vista hjá sér hvað við skoðum á internetinu. Þar af leiðandi geta þau vitað hvað það er sem vekur áhuga okkur og t.d. auglýst vörur sem við höfum leitað uppi eða eitthvað slíkt. Þetta veldur ákveðinni ógn fyrir okkur sem samfélag og má því spyrja sig hvar liggja mörkin á þessu sviði?
Hádegisfundur Ský var haldinn á Grand Hotel Reykjavík þann 14. september 2022. Efni fundarins að þessu sinni var hagnýting gagna og fundarstjóri var Hlynur Hallgrímsson frá Reykjavíkurborg.
Flest notum við vefinn til að fylgjast með því sem er að gerast í okkar nánasta umhverfi og í samfélaginu öllu og finnst alveg sjálfsagt að geta notað allt sem þar er að finna. Í Covid faraldrinum komust flestir á bragðið með að nota vefverslun og þjónustu, afþreyingu og upplýsingaleit. Þeir sem ekki kunnu að fylla út hin ýmsu eyðublöð og panta tíma í ýmiskonar þjónustu lærðu það skjótt, en ekki allir því að aðgengi var ekki fyrir alla. Hvernig er hönnunin á bakvið alla þessa möguleika, allt sem við notum á netinu? Er verið að hugsa um lausnir fyrir alla eða ákveðna hópa? Er hægt að vera með algilda hönnun eða er það skylda? Þetta og margt fleira var rætt á góðum hádegisfundi Ský 31. ágúst sl. þar sem haldnir voru fjórir efnismiklir og mjög áhugaverðir fyrirlestrar sem verða raktir lauslega hér.
Ég er farinn að vinna fjarvinnu. Ef ekki hefði verið fyrir Covid hefði það sennilega aldrei gerst. Konan mín fékk spennandi starf á landsbyggðinni og ég ákvað að breyta til og fara með. Ég var svolítið hræddur og efins um fyrirkomulagið en allt hefur farið á besta veg. Í stað þess að keyra hálftíma í vinnuna er ég nokkrar mínútur á reiðhjóli þangað sem ég er með vinnuaðstöðu. Þar er þögn, ferskt loft og fegurð fyrir utan gluggann minn.