Skil á efni
Leita í vefútgáfu Tölvumála
Um Tölvumál
Tölvumál - tímarit Skýrslutæknifélags Íslands er óháð tímarit um tölvutækni og hefur verið gefið út frá árinu 1976.
Vefútgáfa Tölvumála birtir vikulega nýja grein á vef Ský og árlega er gefið út veglegt prentað tímarit undir nafninu "Tölvumál" þar sem fjallað er um tölvutækni frá ýmsum sjónarhornum og er þema blaðsins jafnan valið snemma árs og útgáfa að hausti.
Ritnefnd Ský sér um að afla efni í Tölvumál og geta allir sem áhuga hafa sent inn efni.
Tækni hefur alltaf vakið upp blendnar tilfinningar, allt frá aðdáun og áhuga til andúðar og hræðslu. Tæki þróast hratt í dag og þannig hefur það verði lengi en margar nýjungar hafa breytt miklu fyrir mannkynið, t.d. rafmagnið, bensínvélin, bílinn og enn eldra s.s. hjólið, vatnsveitur og vindmyllur sem byggja á 3.700 ára gömul tækni. Fólk hefur verið duglegt að aðlagast og notfært sér tæknina en það er kannski hroki að halda að tæknin í dag sé merkilegir og meiri uppgötvun en tæknin áður fyrr.
EuroScitizen er COST verkefni (COST action) sem hefur þann tilgang að byggja upp vísindaleg samstarfsnet á ákveðnum rannsóknasviðum. Fjármagnið sem verkefnið fær frá Evrópusambandinu er ekki ætlað beint í rannsóknir heldur í fundi, ráðstefnur, vinnusmiðjur, þjálfun og vettvangsheimsóknir til að stuðla að samskiptum þar sem hægt er að skiptast á reynslu og niðurstöðum rannsókna, hanna nýjar rannsóknir og leita að leiðum til að kynna rannsóknir fyrir almenningi á skilvirkan hátt.
Hvernig sem á það er litið hafa samfélagsmiðlar breytt daglegu lífi mannkynsins – til góðs og ills. Þannig blasir við að stærsti bergmálshellir okkar Íslendinga er ekki Surtshellir í Hallmundarhrauni heldur Facebook, þar sem við öskrum skoðanir okkar út í loftið, til þess eins að fá þær margfaldar til baka. Enda eru vinir okkar á samfélagsmiðlum meira og minna sömu skoðunar. Þetta fær okkur til að trúa því að við höfum rétt fyrir okkur, að skoðanir okkar séu réttastar.
Aðgengi að menntun er sífellt að batna um heim allan og þó að COVID hafi dregið úr þróuninni á sumum svæðum þá hefur COVID leitt til aukinnar tækninotkunar á öðrum svæðum sem getur stuðlað að betra aðgengi og jafnvel betra námi og kennslu. Margir hafa lært að nota Zoom og Teams og aðrir kannast við Slack, Asana, and Trello. En það þarf ekki bara tækni og hugbúnað, það þarf menntað fólk sem getur hannað og þróað tæknina og stuðlað þannig að framförum fyrir okkur öll.
Hádegisfundur Ský var haldinn í sal á Grand Hótel Reykjavik þann 27. apríl síðastliðinn. Umfjöllunarefnið var Netöryggi: Mannlegi þátturinn – stærsta ógnin. Anna Sigríður Íslind, lektor hjá Háskólanum í Reykjavík, sá um fundarstjórn.
Það er stutt síðan að viðhorf sumra sem störfuðu undir regnhlífaheitinu, rannsóknir og þróun, litu niður á hugtök eins og nýsköpun eða vöruþróun (hönnun). Samþætting faggreina fékk ekki mikla athygli undir framangreindu regnhlífaheiti, hvað þá listræn sköpun eða vísindaskáldskapur.
Á minni lífsleið hef ég unnið á nokkrum stöðum í vaktarvinnu, enda eru margir vinnustaðir sem að vinna með vaktafyrirkomulagi. Helst væri þar hægt að nefna veitingarhús, sjoppur, sjúkrahús, verksmiðjur, skemmtistaðir og fleira. Mörg fyrirtæki standa sig ágætlega að gefa út vaktarplön, gefa þau jafnvel út marga mánuði fram í tímann. Önnur fyrirtæki leyfa sér oft að breyta vöktum hjá fólki fram á síðustu stundu.
Veflesarinn WebRICE er þróaður á Mál- og raddtæknistofu Háskólans í Reykjavík undir merkjum máltækniáætlunar fyrir íslensku en það er metnaðarfull áætlun sem er með það að markmiði að tryggja að við getum og munum nota íslensku í samskiptum við og í gegnum stafræn tæki og tölvur. Áætlunin er fjármögnuð af fjárlögum. Allar lausnir verða gefnar út undir opnum leyfum (e. open-source) til að tryggja að einstaklingar, frumkvöðlar og fyrirtæki geti nýtt þær í þágu íslensku þjóðarinnar. Rannsóknar- og þróunarhópurinn SÍM (Samstarf um íslenska máltækni) sér um framkvæmd máltækniáætlunar í samræmi við samning við Almannaróm, miðstöð máltækni. Mál- og raddtæknistofa Háskólans í Reykjavík er aðili að SÍM.
Faghópur Ský um hagnýtingu gagna hélt hádegisverðarfund þann 30.mars 2022 á Grand Hótel Reykjavik. Umræðuefnið bar vinnuheitið „Frá opnum gögnum til viðskiptagreindar“ Mjög góð mæting var á fundinum. Fundarstjóri var Birna Guðmundsdóttir hjá Vinnumálastjórn.