Skil á efni
Leita í vefútgáfu Tölvumála
Um Tölvumál
Tölvumál - tímarit Skýrslutæknifélags Íslands er óháð tímarit um tölvutækni og hefur verið gefið út frá árinu 1976.
Vefútgáfa Tölvumála birtir vikulega nýja grein á vef Ský og árlega er gefið út veglegt prentað tímarit undir nafninu "Tölvumál" þar sem fjallað er um tölvutækni frá ýmsum sjónarhornum og er þema blaðsins jafnan valið snemma árs og útgáfa að hausti.
Ritnefnd Ský sér um að afla efni í Tölvumál og geta allir sem áhuga hafa sent inn efni.
Aðgengi að tónlist hefur stóraukist síðustu tvo áratugi með tilkomu internetsins. En líkt og í öðrum greinum afþreyingariðnaðarins hefur það tekið tíma fyrir tónlistariðnaðinn að aðlagast þeim breytingum og sömuleiðis að sjá sóknarfærin. Margir muna eflaust eftir auglýsingunum á DVD myndum með dramatískri tónlist og upptalningu: „Þú myndir ekki stela bíl, þú myndir ekki stela veski, þú myndir ekki stela sjónvarpi…“ Svipaðar herferðir voru í gangi á fyrsta áratug 21. aldarinnar til að vernda tónlistariðnaðinn og báru sennilega jafn lítinn árangur og þessi eftirminnilega auglýsing.
Upplifun viðskiptavina er einn mikilvægasti þáttur í virðissköpun fyrirtækja þar sem upplifun er lykillinn að tryggð. Með þeirri tækniþróun sem nú á sér stað verða neytendur sífellt kröfuharðari og þurfa því fyrirtæki að huga að upplifun þeirra. Með nýrri tækni hafa samskipti við viðskiptavini breyst mjög mikið og halda áfram að breytast. Margir hverjir keppast við tímann og kemur þá fjórða iðnbyltingin að góðum notum. Það mætti segja að tæknin sé að þróa okkur, hvernig við lifum lífinu. Tæknin í dag er orðin svo hröð og allt umlykjandi. Sama hvað er, leitumst við eftir því að það gerist skjótt.
Staða og framtíð streymisveitna á Íslandi
Þegar litið er til námserfiðleika barna í nútímasamfélagi virðist oft vera skortur á úrlausnum. Eins og flest okkar sem eiga börn vita, þá reynist sífellt erfiðara að halda athygli og áhuga barna við hefðbundið námsefni. Í samanburði við Norðurlöndin er Ísland hvað verst statt þegar borinn er saman lesskilningur barna í fyrsta bekk. Samkvæmt OECD er félagsfærni á hraðri niðurleið og einnig hefur lyfjanotkun drengja á aldrinum 10-15 ára með ADHD aukist frá 8.3% upp í 15% síðastliðin 10 ár.
Það hefur margt breyst eftir að COVID-19 faraldurinn hófst, allt frá hinu venjulega heimilislífi til hins almenna vinnumarkaðs og náms. Spurningin mín er, hefur faraldurinn bara breytt lífinu til hins verra eða eru einhverjir kostir við hann? Eins og venjulega þá er fólk með mismunandi skoðanir en persónulega held ég að það séu nokkrir kostir við áhrifin af Covid.
Hver kannast ekki við það að gleyma ökuskírteininu heima og þurfa að snúa við til þess að geta haft það meðferðis við akstur? Ég á það til að vera mjög gleymin og áður en stafræn ökuskírteini komu í símann þá var ég alltaf með ökuskírteinið mitt í bílnum svo ég myndi ekki gleyma því heima eða í veskinu mínu. Þessi nýja tækni gerir okkur kleift að vera með ökuskírteinið okkar hvert sem við förum, hvort sem það er þegar við erum að keyra eða jafnvel ef að við ætlum í vínbúðina eða á skemmtistaði. Flestir fara ekki út úr húsi án þess að hafa símann í hendi svo að við getum alltaf verið með skírteinið.
Afrek kvenna eiga það til að gleymast í sögubókum og tækni heimurinn er ekkert öðruvísi. Stór afrek þeirra kvenna sem hafa tilheyrt uppbyggingu tækninnar virðast ekki fá sömu viðbrögð og viðurkenningu líkt og karlmenn í sama geira.
Þann 5. mars árið 1988 birtist grein í British Medical Journal (Lowry og Macpherson, 1988)þar sem fjallað var um það að St. George’s háskólinn í London hafi verið fundinn sekur umkyn- og kynþáttamismunun í umsóknarferli tilvonandi nemenda. Til þess að auðvelda starfsfólki vinnslu á umsóknum hafði háskólinn látið útbúa hugbúnað sem látinn var sjá um fyrstu útsigtun umsókna. Hugbúnaðurinn var byggður á ítarlegri greiningu á hvernig starfsfólk háskólans valdi umsóknir og þegar hugbúnaðurinn var tekinn í notkun voru ákvarðanir hans í 90-95% tilfella þær sömu og ákvarðanir starfsfólks.
Það er alltaf sagt að mynd segi 1.000 orð, og myndbönd eru saman safn af myndum, en hvað mun þá sýndarveruleikinn segja okkur mikið?