Skil á efni
Leita í vefútgáfu Tölvumála
Um Tölvumál
Tölvumál - tímarit Skýrslutæknifélags Íslands er óháð tímarit um tölvutækni og hefur verið gefið út frá árinu 1976.
Vefútgáfa Tölvumála birtir vikulega nýja grein á vef Ský og árlega er gefið út veglegt prentað tímarit undir nafninu "Tölvumál" þar sem fjallað er um tölvutækni frá ýmsum sjónarhornum og er þema blaðsins jafnan valið snemma árs og útgáfa að hausti.
Ritnefnd Ský sér um að afla efni í Tölvumál og geta allir sem áhuga hafa sent inn efni.
Eftir því sem upplýsingaflæði í heilbrigðiskerfinu eykst, verður sífellt ljósara að hætta er á upplýsingablindu hjá klínísku starfsfólki. Mikið magn upplýsinga er ekki til bóta ef það veldur því að mikilvæg atriði hverfa í flaumi upplýsinga úr fjölda tölvukerfa og tækja.
Tækniumhverfi gagnagrunna í nútímasamfélagi hefur tekið miklum breytingum og ef bara er litið til síðustu áratuga þá er breytingin geysileg. Gagnagrunnar eru í eðli sínu tölvukerfi sem vinna með, framreiða og geyma margvísleg gögn sem önnur tölvukerfi nútímans taka við af okkur sem neytendum. Sömuleiðis skila gagnagrunnar beint eða í gegnum önnur tölvukerfi til okkar gögnum eða til annarra kerfa sem þurfa í eðli sínu að fá gögn til að sinna þeirri þjónustu sem þau eru hönnuð til að veita.
Við þekkjum það líklega öll á eigin skinni að hafa beðið alltof lengi í biðröð eftir afgreiðslu hjá opinberri stofnun, eða þurft að prenta út einfalda pappírsumsókn og keyra þvert yfir bæinn til að koma umsókninni til skila á réttan stað í kerfinu. Það er ótrúlega pirrandi hversu mörg dæmi eru um óskilvirka og tímafreka opinbera þjónustu, sem manni virðist oft á tíðum frekar snúast um kerfið sjálft heldur en að bjóða góða þjónustu við almenning. Í stað þess að senda fólk í erindisleysu með pappír á milli stofnana liggur í augum uppi að betra væri að senda gögn með stafrænum hætti á milli stofnana.
Kahoot er fyrirtæki sem var eitt af þeim fyrstu að koma með spurningarkeppni á netinu, en beta útgáfa síðunnar kom á markað í mars árið 2013. En það var ekki fyrr en í september sama ár sem hlutirnir fóru að gerast hjá Kahoot þegar vefsíðan var opnuð fyrir almenning. Ef við spólum nú 8 ár fram í tímann þá hafa á seinustu mánuðum hafa fleiri en 250 milljón spurningaleikir verið spilaðir með rúmlega 1,5 milljarða af spilurum í yfir 200 löndum.
There is no doubt that clinical environments have become very technological over the past twenty years. The technological changes in our society have also contributed to new developments in medical technology design and usage, of which two important factors are clinical data digitalization and integration.
Kröfur samfélagsins um aukna nýtingu upplýsingatækni verða sífellt meiri, ekki síst innan heilbrigðisþjónustu. Aukin nýting upplýsingatækni innan heilbrigðisþjónustu eykur öryggi sjúklinga, árangur, skilvirkni og gæði þjónustunnar. Undanfarin ár hefur áhersla víða um heim verið að notendur séu í auknum mæli upplýstir og virkir þátttakendur í eigin meðferð. Ein leið að því markmiði er þróun á öruggri heilbrigðisgátt þar sem einstaklingar geta nálgast sín gögn, sem verða til við samskipti þeirra innan heilbrigðisþjónustunnar, ásamt því að geta átt í öruggum samskiptum við heilbrigðisstarfsfólk um gáttina. Hér á landi er Heilsuvera slík heilbrigðisgátt.
Mín reynsla í námi sem lesblindur nemandi
Frá því að COVID-19 fór að láta til sín segja í byrjun síðastliðið árs hefur margt þurft að breytast og aðlagast og er skólakerfið engin undantekning. Í byrjun apríl 2020 voru 1.47 milljarða nemenda sem máttu ekki mæta í skóla sökum veirunnar (School closures, 2020) og þurfti námið því að flytjast yfir á rafrænt form til þess að nemendur gætu haft aðgang að því heima. 