Skil á efni
Leita í vefútgáfu Tölvumála
Um Tölvumál
Tölvumál - tímarit Skýrslutæknifélags Íslands er óháð tímarit um tölvutækni og hefur verið gefið út frá árinu 1976.
Vefútgáfa Tölvumála birtir vikulega nýja grein á vef Ský og árlega er gefið út veglegt prentað tímarit undir nafninu "Tölvumál" þar sem fjallað er um tölvutækni frá ýmsum sjónarhornum og er þema blaðsins jafnan valið snemma árs og útgáfa að hausti.
Ritnefnd Ský sér um að afla efni í Tölvumál og geta allir sem áhuga hafa sent inn efni.
Haustönn 2018 kláraði ég lokaverkefni í lögfræði við Háskólann á Bifröst. Markmið með minni lokaritgerð var að kanna lögmæti söfnunar gagna fyrir einstaklingsmiðaðar auglýsingar á internetinu og er þessi grein byggða á henni. Niðurstaða mín var sú að söfnunin er ólögmæt sökum þess hvernig söfnunin fer fram og að upplýst samþykki vantar fyrir vinnslunni.
Leitarvélar eru æði misjafnar að gæðum. Þrautþjálfuð leitartæki á borð við Google hitta nokkuð oft í mark, en mig grunar að flestir netnotendur séu jafn tregir og ég til að skrá nokkuð inn í leitarglugga á vefsíðum minni fyrirtækja eða samtaka. Mín reynsla er sú að þessar vélar skili mér næstum aldrei því sem ég var að leita að.
Þema Tölvumála í ár er Heilsa og tækni í víðu samhengi og verður áhugavert að lesa þær greinar sem berast í blaðið. Framfarir í stafrænni tækni hafa sífellt meiri áhrif á heilsugæslu og heilsueflingu, s.s. gervigreind, sýnarveruleikai(VR), viðbættur veruleiki (AR) og þrívíddarprentun. Við þurfum að vera tilbúin að kynna okkur nýjustu tækniþróunina til að geta metið hvernig hægt er að nýta hana í þágu framfara. Við getum ekki gleymt okkur í hræðslu við að sjálfvirkni taki yfir störf og að gervigreind stjórni fljótlega heiminum. Við þurfum að stýra tækninni í átt til umbóta fyrir okkur öll og þá sérstaklega tengt heilsu og velferð, við megum ekki óttast hið óþekkta, framtíðina.
Covid-19 hefur haft margvísleg áhrif og meðal annars hefur kófið hraðað innleiðingu á stafrænum lausnum sem voru margar tilbúnar eða þurfti að aðlaga og skapa hratt og vel til að bregðast við stökkbreytingu í nýtingu netsins og þeirra lausna sem þar eru. Hér verða teknir saman punktar úr fjarfundi Ský 27.maí um þetta brýna efni og fyrir áhugsama er hægt að sjá glærur hér og upptökur hér. Fjóla María Ágústsdóttir frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga stýrði fjarfundinum með sóma.
Segja má að umræðan um fjórðu iðnbyltinguna sé á flestra vörum. Ekki síst innan viðskiptalífsins og meðal þeirra sem fjalla um þróun samfélagsmála. Um er að ræða regnhlífarheiti yfir umbreytingar á sviðum eins og þjarka- eða róbótatækni, gervigreindar, internet hlutanna (Internet of Things, LOT), þróunar samskipta manna og véla og aukinnar sjálfvirkni. Þróun sem er á fleygiferð og mun valda miklum breytingum í náinni framtíð. Hugtakið var fyrst sett fram af Klaus Schwab, stjórnarformanni Alþjóðaefnahagsráðsins (World Economic Forum) árið 2016.
Iðnbyltingar breyta samfélögum og þar með verður það sem áður var talið ómögulegt orðið mögulegt. Gufuvélin og rafmagnið gerðu samfélögum kleift að haga framleiðslu sinni þannig að óhugsandi hefði verið að ná sama árangri með mannlegu afli. Breytingarnar verða það miklar að samfélög upplifa uppbrot (e. disruption), þannig að fyrra skipulag samfélagsins riðlast við það að ný tækni umbyltir fyrri framleiðsluháttum. Til skamms tíma getur þetta falið í sér neikvæðar afleiðingar fyrir samfélög: Þegar skipulag riðlast sitja þeir eftir sem áður önnuðust þá þætti sem verða fyrir mestum áhrifum og þeir aðilar geta glatað lifibrauði sínu. Þess vegna þarf að skoða hverjir verða fyrir mestum áhrifum í breytingarferlinu.
Fólk er gjarnt á að bæði sækjast eftir breytingum og óttast þær. Fyrir nokkrum áratugum hefði það þótt skelfileg tilhugsun að þorri jarðarbúa gengju með tæki á sér sem gerði öðrum kleift að rekja ferðir þeirra en núna víla fáir fyrir sér að ganga með síma á sér sem geta alltaf sagt til um ferðir þeirra. Tæknin sem sækir inn fyrir mörk líkamans hefur verið efniviður í hryllingsbókmenntir og kvikmyndir öldum saman – frá því Mary Shelley skóp skrímsli Frankenstein – en á síðustu árum hefur þessi tækni smám saman farið að færast nær veruleikanum og verða sífellt sjálfsagðari hluti af honum. Heilsuúr sem mæla púls, skref og svefnvenjur eru orðin hversdagsleg, lækningatæki á borð við gagnráði eru sett inn í líkamann til að halda honum gangandi og margs konar læknisfræðilegar rannsóknir og tilraunir eru nú stundaðar með örflögu-ígræðslum. Viðhorfin breytast um leið og mörkin eru smám saman færð. Ótti verður ónæmi.
Stærsta tækifæri fjórðu iðnbyltingarinnar felst í möguleikanum á því að auka lífsgæði þorra mannkyns. En til þess að það gerist þarf að hafa í huga að ný tækni ætti alltaf, fyrst og fremst, að gera líf okkar betra og samfélaginu gagn. Hún á að auka gæði lífsins. Lífsgæðin sem við njótum grundvallast á því að við getum bætt hag okkar, kynslóð eftir kynslóð, og nýtt til þess tæknibreytingarnar.