Skil á efni
Leita í vefútgáfu Tölvumála
Um Tölvumál
Tölvumál - tímarit Skýrslutæknifélags Íslands er óháð tímarit um tölvutækni og hefur verið gefið út frá árinu 1976.
Vefútgáfa Tölvumála birtir vikulega nýja grein á vef Ský og árlega er gefið út veglegt prentað tímarit undir nafninu "Tölvumál" þar sem fjallað er um tölvutækni frá ýmsum sjónarhornum og er þema blaðsins jafnan valið snemma árs og útgáfa að hausti.
Ritnefnd Ský sér um að afla efni í Tölvumál og geta allir sem áhuga hafa sent inn efni.
Viðtal við Ragnheiði H. Magnúsdóttur, forstöðumann Framkvæmda hjá Veitum og handhafi UT-verðlauna Ský.
Við lifum á tímum mikilla tækniframfara. Fjórða iðnbyltingin með róbotatækni og gervigreind mun hafa mikil áhrif á líf og störf fólks á næstu árum. Umræður hafa þó mikið snúist um hræðslu, ótta við atvinnuleysi og ójöfnuð. Hins vegar, í sögulegu samhengi er þessi bylting í raun framhald af öllum þeim miklu tækniframförum sem heimurinn hefur upplifað um langan tíma og hefur fært okkur ómælda velmegun. Fjórða iðnbyltingin felur í sér fjölmörg tækifæri á mörgum sviðum og ætti að veita mönnum von og bjartsýni.
Þróun tækni- og tölvubúnaðar hefur tekið hröðum framförum undanfarin ár og hefur sú þróun átt þátt í miklum framförum innan heilbrigðiskerfisins. Með stórstígum skrefum fram á við er hægt að tryggja ávinning fyrir bæði starfsfólk og sjúklinga í heilbrigðisgeiranum: tryggja sjúklingum hnitmiðaðri greiningu vandamála/sjúkdóma sem og lausn eða lækningu sem er sniðin að hverjum og einum.
Í heimi hraðra tækniframfara hafa upplýsingar (e. data) tekið fram úr olíu sem mikilvægasta auðlind heims (Fauerbach, án dags; Martin, 2019; The Economist, 2017). Það er því ekki óeðlilegt að ógnir tengdar upplýsingaöryggi hafi aukist samhliða og að netárásir séu hreinlega orðnar að atvinnugrein (Sigurjónsson, 2017).
Skammtatölvur gætu á endanum gert flestar núverandi öryggis dulkóðanir ónotfærar. Það er þó engin ástæða til þess að missa sig yfir því, vegna þess að það er lítið mál að færa sig yfir í nýja tegund af dulkóðun sem er örugg gegn skammtatölvum. [1]
Nox Medical hefur getið sér gott orð fyrir nýsköpun og framsækni á sviði lækningatækja til svefngreininga. Fyrirtækið er í fararbroddi þróunar og sölu svefnmælitækja og sjálfvirkrar greiningar á lífmerkjum. Rannsóknarteymi Nox Medical vinnur náið með læknum og vísindafólki að því að beita gervigreind. Teymið þróar nýjar greiningaraðferðir sem varpa nýju ljósi á svefnlæknisfræði og geta stuðlað að betri meðferðarúrræðum fyrir sjúklinga.
Næsta skref þróunar mannkynsins!
Hröð tækniþróun á síðustu árum hefur haft gríðarleg áhrif á hvernig við tæklum umönnun, sjúkdóma og daglegar þarfir einstaklinga. Tækni í dag býður upp á svo marga ólíka og í raun endalausa möguleika. Nefna má dæmi eins og AI tæki sbr. Alexa, Google Home og Siri. Google home getur haldið utan um allar okkar tæknilegu þarfir eins og dagatal, innkaupalista og jafnvel hvernig við viljum láta vekja okkur.
Tölvuleikir hafa lengi vel verið stimplaðir sem skaðlegir og hættulegir, hver svo sem ástæðan fyrir því er. Margir telja að tölvuleikir geri fólk ofbeldishneigt, latt og metnaðarlaust. Ég held að fólk sé oft tortryggið og hrætt við hluti sem það þekkir ekki nógu vel. Ég heyri oft fólk hneykslast á því afhverju fullorðið fólk spili tölvuleiki mörg kvöld í viku og velti því oft fyrir mér afhverju svo margir telji það skárra að sitja fyrir framan sjónvarpið öll kvöld, heldur en að spila tölvuleiki.