Skil á efni
Leita í vefútgáfu Tölvumála
Um Tölvumál
Tölvumál - tímarit Skýrslutæknifélags Íslands er óháð tímarit um tölvutækni og hefur verið gefið út frá árinu 1976.
Vefútgáfa Tölvumála birtir vikulega nýja grein á vef Ský og árlega er gefið út veglegt prentað tímarit undir nafninu "Tölvumál" þar sem fjallað er um tölvutækni frá ýmsum sjónarhornum og er þema blaðsins jafnan valið snemma árs og útgáfa að hausti.
Ritnefnd Ský sér um að afla efni í Tölvumál og geta allir sem áhuga hafa sent inn efni.
Íslendingar eru meðal þeirra þjóða sem eru hlutfallslega mest á Facebook. Það eru í kringum 265.000 Íslendingar skráðir á Facebook. Það þýðir að um það bil átta af hverjum tíu Íslendingum eiga Facebook aðgang. Á hverri klukkustund senda Íslendingar 6.300 skilaboð í gegnum skilaboðavettvang Facebook sem heitir Facebook Messenger [1], [2]. Messenger er ekki bara vinsæll á Íslandi, hann er næst vinsælasti skilaboðavettvangurinn á heimsvísu með um 900 milljón virka notendur, samkvæmt Internet stefnu skýrslu, Mary Meeker‘s frá árinu 2016,og þessir virku notendur fara á Facebook, að meðaltali, fjórtán sinnum á dag í samtals 32 mínútum [3], [4]. Í þessari grein verður farið yfir hvernig skólar geta nýtt Facebook Messenger til þess að taka þátt í samfélagslífi nemenda sinna.
Fyrsti hádegisverðar fundur Ský þetta haustið var Heitustu tölvumálin framundan og kom þar margt áhugavert fram undir skeleggri fundarstjórn Sólveigar H. Sigurðardóttur. Það var gaman að sitja fundinn, fá góðan mat og hlusta á spennandi fyrirlestra í hópi áhugasamra fundargesta. Reglulega vel heppnaður viðburður sem ryður leiðina fyrir góða dagskrá vetrarins. Hér ætla ég að renna aðeins yfir upplifun mína.
Margar áskoranir bíða okkar á næstu árum. Handlestur af mælum, takmörkuð sýn svæða og skortur á sjálfvirkni, eru allt viðfangsefni sem Veitur þurfa að kljást við. Tækninni fleygir fram og kallið eftir meiri upplýsingum verður alltaf meira. Snjallnemar, gervigreind og vitvélar eru komnar til að vera og við þurfum að hugsa okkur hvernig við nýtum alla tæknina til að sjálfvirknivæða okkur betur. Meiri sýn á vatnsöflunarsvæði, notendur og dreifikerfi munu gefa okkur öflugt gagnasafn til að lágmarka kostnað, hámarka afköst, auka öryggi og bæta yfirsýn.
Nú erum við að fara aftur á kreik í ritnefndinni og viljum endilega fá fleiri með okkur í nefndina. Ekki vera feimin við að bjóða ykkur fram, lofa því að það er gaman í ritnefndinni. Starfið felst í að lesa yfir greinar og pistla og útveg efni, ekki skylda að skrifa sjálf þó það sé auðvitað velkomið. Framundan er að gefa út blað í haust auk þess sem við birtum pistla vikulega hér á netinu. Þema blaðsins í haust er fjórða iðnbyltingin. Skilafrestur greina er til og með 1. september. Vonumst til að heyra í ykkur sem þetta lesið á næstunni, Ásrún Matthíasdóttir asrun@ru.is
Fyrirsjáanlegur er skortur á tæknimenntuðu fólki í framtíðinni og þá sérstaklega í tölvunarfræði. Ýmis störf verða í náinni framtíð vélvædd að hluta eða að öllu leyti og má jafnvel leiða líkur að því að mörg þeirra verði störf sem nú eru í höndum kvenna frekar en karla, en í staðin munu skapast störf sem krefjast tæknikunnáttu. Einnig má benda á að nú er verið að hanna og þróa tækni og tæki framtíðarinnar og auðvitað þyrftu bæði kynin að koma að þeirri vinnu, því að það verða jú bæði kynin sem munu nýta sér tæknina.
Hitchhiker‘s Guide to the Galaxy er frægt útvarpsleikrit eftir Douglas Adams. Þar er fjallað um Englendinginn Arthur Dent sem lendir í því að þurfa að fara á puttanum út í geim eftir að jörðin er eyðilögð. Í geimnum tala menn önnur tungumál sem hann ekki skilur. Til allrar hamingju er vinur hans Ford Prefect með í för og treður litlum gulum slímugum fisk upp í eyrað á honum (BBC, 2014).
Oftast hefur verið dregin upp frekar neikvæð mynd af tölvuleikjaspilun í fjölmiðlum. Í gegnum tíðina hefur ýmislegt verið skrifað í fjölmiðla um áhrif tölvuleikjaspilunar á heilsu okkar og hamingju, þó misvel sé stuðst við vísindalegar rannsóknir. Þar hefur margt verið ritað um tölvuleikjafíkn og ofbeldisfulla tölvuleiki og áhrif þeirra á börn og unglinga. En er ekkert jákvætt við þá?
Flestir kannast við að fara í fjarnám, jafnvel fjarþjálfun, en hvað með að fara í fjarmeðferð við sálrænum og/eða líkamlegum vandamálum? Hér á landi er boðið uppá fjarmeðferð við svefnleysi inná vefnum www.betrisvefn.is.
Þessi misseri er mikil gróska í aðgengismálum á vefnum. Hluti skýringarinnar er þróun löggjafar á Evrópska efnahagssvæðinu sem gerir kröfu um að vefsvæði í framtíðinni fylgi aðgengisstöðlum. Hluti skýringarinnar er líka að internetið er að einhverju leyti að verða fullorðið. Almennt er verið að leita eftir stöðlum og viðmiðum sem tryggja örugga þjónustu og jafnari samkeppni.