Skil á efni
Leita í vefútgáfu Tölvumála
Um Tölvumál
Tölvumál - tímarit Skýrslutæknifélags Íslands er óháð tímarit um tölvutækni og hefur verið gefið út frá árinu 1976.
Vefútgáfa Tölvumála birtir vikulega nýja grein á vef Ský og árlega er gefið út veglegt prentað tímarit undir nafninu "Tölvumál" þar sem fjallað er um tölvutækni frá ýmsum sjónarhornum og er þema blaðsins jafnan valið snemma árs og útgáfa að hausti.
Ritnefnd Ský sér um að afla efni í Tölvumál og geta allir sem áhuga hafa sent inn efni.
Nú erum við að fara aftur á kreik í ritnefndinni og viljum endilega fá fleiri með okkur í nefndina. Ekki vera feimin við að bjóða ykkur fram, lofa því að það er gaman í ritnefndinni. Starfið felst í að lesa yfir greinar og pistla og útveg efni, ekki skylda að skrifa sjálf þó það sé auðvitað velkomið. Framundan er að gefa út blað í haust auk þess sem við birtum pistla vikulega hér á netinu. Þema blaðsins í haust er fjórða iðnbyltingin. Skilafrestur greina er til og með 1. september. Vonumst til að heyra í ykkur sem þetta lesið á næstunni, Ásrún Matthíasdóttir asrun@ru.is
Fyrirsjáanlegur er skortur á tæknimenntuðu fólki í framtíðinni og þá sérstaklega í tölvunarfræði. Ýmis störf verða í náinni framtíð vélvædd að hluta eða að öllu leyti og má jafnvel leiða líkur að því að mörg þeirra verði störf sem nú eru í höndum kvenna frekar en karla, en í staðin munu skapast störf sem krefjast tæknikunnáttu. Einnig má benda á að nú er verið að hanna og þróa tækni og tæki framtíðarinnar og auðvitað þyrftu bæði kynin að koma að þeirri vinnu, því að það verða jú bæði kynin sem munu nýta sér tæknina.
Hitchhiker‘s Guide to the Galaxy er frægt útvarpsleikrit eftir Douglas Adams. Þar er fjallað um Englendinginn Arthur Dent sem lendir í því að þurfa að fara á puttanum út í geim eftir að jörðin er eyðilögð. Í geimnum tala menn önnur tungumál sem hann ekki skilur. Til allrar hamingju er vinur hans Ford Prefect með í för og treður litlum gulum slímugum fisk upp í eyrað á honum (BBC, 2014).
Oftast hefur verið dregin upp frekar neikvæð mynd af tölvuleikjaspilun í fjölmiðlum. Í gegnum tíðina hefur ýmislegt verið skrifað í fjölmiðla um áhrif tölvuleikjaspilunar á heilsu okkar og hamingju, þó misvel sé stuðst við vísindalegar rannsóknir. Þar hefur margt verið ritað um tölvuleikjafíkn og ofbeldisfulla tölvuleiki og áhrif þeirra á börn og unglinga. En er ekkert jákvætt við þá?
Flestir kannast við að fara í fjarnám, jafnvel fjarþjálfun, en hvað með að fara í fjarmeðferð við sálrænum og/eða líkamlegum vandamálum? Hér á landi er boðið uppá fjarmeðferð við svefnleysi inná vefnum www.betrisvefn.is.
Þessi misseri er mikil gróska í aðgengismálum á vefnum. Hluti skýringarinnar er þróun löggjafar á Evrópska efnahagssvæðinu sem gerir kröfu um að vefsvæði í framtíðinni fylgi aðgengisstöðlum. Hluti skýringarinnar er líka að internetið er að einhverju leyti að verða fullorðið. Almennt er verið að leita eftir stöðlum og viðmiðum sem tryggja örugga þjónustu og jafnari samkeppni.
Árið 2020 er spáð að nettengd tæki í heiminum verði fleiri en 24 milljarðar. Það þýðir að hver einasti jarðarbúi eigi að meðaltali fjögur nettengd tæki. Öll þessi tæki mynda svo það sem oftast er kallað hlutanet, internet allra hluta eða Internet of Things (IoT) á ensku.
Þeim fjölgar stöðugt sem ráða sinn persónulega aðstoðarmann. Þeir eru að vísu ekki eins snjallir og aðstoðarmenn ráðherra, en nokkuð snjallir samt. Hún Siri greyið hefur þó ansi oft verið skotspónn grínara á netinu, ýmist fyrir hnyttnar eða þá algjörlega fáránlegar athugasemdir. En hverju sem því líður, þá hefur þróun þessara talandi aðstoðarmanna sem byggja á gervigreind verið ótrúleg síðustu ár.