Skil á efni
Leita í vefútgáfu Tölvumála
Um Tölvumál
Tölvumál - tímarit Skýrslutæknifélags Íslands er óháð tímarit um tölvutækni og hefur verið gefið út frá árinu 1976.
Vefútgáfa Tölvumála birtir vikulega nýja grein á vef Ský og árlega er gefið út veglegt prentað tímarit undir nafninu "Tölvumál" þar sem fjallað er um tölvutækni frá ýmsum sjónarhornum og er þema blaðsins jafnan valið snemma árs og útgáfa að hausti.
Ritnefnd Ský sér um að afla efni í Tölvumál og geta allir sem áhuga hafa sent inn efni.
Stjörnufræði er ekki nýtt hugtak enda verið til síðan árið 750 fyrir Krist. Með árunum höfum við byggt upp tækni sem hjálpar okkur að svara spurningum sem fyrri kynslóðir hafa reynt að svara. Plánetan Úranus var fyrst uppgötvuð árið 1781 af Sir William Herschel og var fyrsta uppgötvun okkar á plánetum með hjálp tækninnar þar sem hún var ekki sjáanleg með berum augum [1].
Tækniþróun í skurðlækningum er eflaust ekki eitthvað sem hinn hefðbundi maður veltir almennt fyrir sér. Það gæti því komið á óvart að helstu tækninýjungar á þessu sviði eru í dag metin á $4 billjón árstekjur á heimsvísu og áætlað er að nái $20 billjón fyrir árið 2025 [1]. Skurðaðgerðavélmenni eða aðgerðarþjarki (e. surgical robot system) hefur verið í þróun í meira en 2 áratugi í þeim tilgangi að betrumbæta kviðsjáraðgerðir (e. laparascopic surgery) [2].
Ég á það til að leiða hugann til þess tíma þegar tæknin var ekki partur af hversdagsleikanum, velta fyrir mér hvort að fólk hafi verið hamingjusamt og áhyggjulaust án áreitis frá snjallsímum og nýjustu tækni eða var lífið erfiðara. Niðurstaða mín er alltaf sú sama þegar áheildina er litið, tækni hefur breytt lífi margra til hins betra. Tækni hefur átt risastóran þátt í því að milljónir manna um allan heim lifa við margfalt betri lífsgæði. Þeir sem eru mér alltaf efst í huga eru einstaklingar með fatlanir og/eða hamlanir á einhvern hátt.
Á síðustu árum hafa þjónustur ríkisins verið færðar í miklum mæli á rafrænt form. Samkvæmt nýjustu rannsókn Sameinuðu Þjóðanna á þróun stafrænnar stjórnsýslu er Ísland í 19. sæti af 193 löndum. Þrátt fyrir að vera enn fyrir neðan hin norðurlöndin virðist þróun okkar stefna í rétta átt, aðeins tveimur árum áður var Ísland í 27. sæti. Það sem einkennir 10 af þeim 18 löndum sem fylla listann fyrir ofan okkur, er að þau hafa á einhverjum tímapunkti tekið upp rafrænt kosningakerfi. Gætu rafrænar kosningar verið næsta skref Íslands í þróun á stafrænni stjórnsýslu?
Sú tækni að stjórna tölvu með heilabylgjum kallast á ensku Brain-Computer Interface (BCI) og virkar með rafgreiningartöflu(electroencephalogram) sem nemur heilavirkni. BCI er skilgreint sem tölvutækni sem getur haft samskipti við taugar með því að afkóða og þýða upplýsingar frá hugsunum.
Tölvuleikir hafa verið til frá því 1962 og fjöldi tölvuleikjaspilenda aukist gríðarlega eftir því sem tíminn hefur liðið. Þróunin hefur einnig verið mögnuð og myndgæði í tölvuleikjum í dag eru hreint út sagt ótrúleg miðað við fyrir 20 árum. Þessi þróun er áhyggjuefni og núna nýlega, um mitt árið 2018, var tölvufíkn (“Gaming disorder”, 2018) samþykkt sem alvöru sjúkdómur, og það er fólk sem eyðileggur líf sitt út af tölvuleikjaspilun. Mörg eru tilvikin þar sem fólk hættir saman vegna óhóflegrar spilunar og fjölskyldur brotna vegna þess að pabbi hætti að vinna til að geta spilað meira á daginn.
Í skólum landsins eru notuð nokkur kerfi/hugbúnaður fyrir nemendur og foreldra þeirra til að halda utanum verkefni, einkunnir, mætingu og fleira. Þessi kerfi eru misgóð og mismikið notuð eftir skólastigum. Hér verður farið lauslega yfir kerfi sem höfundar hafa fengið að kynnast í grunnskóla, framhaldsskóla og háskóla.
Spilaðu á banana, eða gerðu hvað sem þér dettur í hug. Makey Makey: Uppfinninga “kit” fyrir alla, er rafrænt uppfinningatól sem leyfir notendum að tengja hversdagslega hluti við tölvuforrit. Með sérstöku afrásarborði, klemmum og tengjum getur hluturinn sem er tengdur virkað eins og músarklikk eða hnappur á lyklaborði. Það gefur Makey Makey möguleikann til að virka með næstum hvaða forriti sem er [1].
Ég fann það þegar ég byrjaði í háskólanámi eftir langt hlé að það tók mig dálitinn tíma að byrja að tileinka mér notkun á allri þessari upplýsingatækni sem nú er í boði. Ég kom úr umhverfi þar sem mesta tækninýjungin var hálfsjálfvirk ritvél. En ef ekki væri fyrir upplýsingatækni í skólum, þá væri ég ekki í námi við Háskólann í Reykjavík að læra tölvunarfræði. Ég er í 100% vinnu á daginn og get því ekki nýtt mér að mæta í skólann á þeim tíma. Þess vegna kemur upplýsingatækni í skólum sér mjög vel fyrir mig.