Skil á efni
Leita í vefútgáfu Tölvumála
Um Tölvumál
Tölvumál - tímarit Skýrslutæknifélags Íslands er óháð tímarit um tölvutækni og hefur verið gefið út frá árinu 1976.
Vefútgáfa Tölvumála birtir vikulega nýja grein á vef Ský og árlega er gefið út veglegt prentað tímarit undir nafninu "Tölvumál" þar sem fjallað er um tölvutækni frá ýmsum sjónarhornum og er þema blaðsins jafnan valið snemma árs og útgáfa að hausti.
Ritnefnd Ský sér um að afla efni í Tölvumál og geta allir sem áhuga hafa sent inn efni.
Það er mikilvægt að einfalda viðfang og skilning fólks þegar kemur að upplýsingum á upplýsingaöld sem þessari. Þetta er kjarni málsins þegar fjallað er um upplýsingaöryggi. Þessi skilningur er ekki meðfæddur og skal það ekki tekið sem sjálfsagður hlutur að hver og einn eigi eða þurfi á þessum skilningi að halda. Hins vegar kemur það í verkahring þeirra sem meðhöndla upplýsingar á einn eða annan hátt að öðlast þessa kunnáttu, sem felur í sér hvernig rétt sé að meðhöndla tiltekna tegund upplýsinga í þeim tilgangi að vernda þær frá illgjörnum tilgangi. Það er mikill misskilningur að „rétt“ meðhöndlun og verndum upplýsinga sé eingöngu ábyrgð þeirra sem starfa í tölvudeildum fyrirtækja eða hafa upplýsingaöryggi í starfsheiti sínu.

Eftir að gervigreind komst í tísku fyrir svona u.þ.b. fjórum árum, þegar fólk hleypur ekki lengur í burtu þegar ég segi þeim að ég stundi rannsóknir í gervigreind, hef ég oft þurft að svara spurningunni „Hvað er gervigreind?"
Miklar breytingar hafa átt sér stað í nútímasamfélagi og ætlum við í þessari grein að skoða það hvað neysluhættir hafa breyst mikið í gegnum árin með áherslu á þróun Amazon.com, hvað varðar þróun þeirra í verslunarhegðun og á áhrif hennar til frambúðar. Hagkerfi okkar byggist á neyslu og hugsa margir hvort varanlegar breytingar hafi átt sér stað á lífsháttum manna.
Eins og margir hafa orðið áskynja þá hefur Workplace frá Facebook náð mikilli útbreiðslu á undraskömmum tíma hér á landi og í reynd stuðlað að ákveðinni byltingu í innri upplýsingamiðlun og samskiptum starfsmanna á vinnustöðum. Hvaða áhrif, ef einhver, hefur innleiðing Workplace á persónuvernd starfsmanna?
Margir lesendur Tölvumála vita vafalaust af setningu nýrra persónuverndarreglna í Evrópu. Nánar tiltekið er um að ræða reglugerð ESB nr. 2016/679 um vernd einstaklinga í tengslum við vinnslu persónuupplýsinga og um frjálsa miðlun slíkra upplýsinga og niðurfellingu tilskipunar 95/46/EB (almenna persónuverndarreglugerðin). Reglugerðin öðlaðist gildi 24. maí 2016 og kemur til framkvæmda innan ESB frá og með 25. maí 2018. Á Íslandi verður reglugerðin innleidd á grundvelli EES-samningsins og í kjölfarið mun ný persónuverndarlöggjöf taka gildi, en áætlað er að það verði á árinu 2018 [1].
Gagnavæðing (e.: digitization) er samheitið yfir samfélagsþróun sem nú á sér stað. Hún felur í sér að segja má að við lifum og hrærumst í þremur heimum, í stað tveggja áður. Við höfum lifað í samþættum heimum efnis og hugmynda, en nú hefur bæst við stafrænn heimur. Þessi heimur er tiltölulega nýtilkominn en hefur gerbreytt því hvernig við vinnum, eigum samskipti, öflum okkur upplýsinga og hvernig við lærum og leikum okkur. Hinn stafræni gagnavæddi heimur hefur því augljóslega mikil bein áhrif á bæði efnis- og hugmyndaheim okkar (Harari 2015).
Samfélagsmiðlar eins og Facebook, Twitter, Instagram og Snapchat er frábær vettvangur fyrir ungmenni og einstaklinga til að tjá skoðanir sínar, hafa samskipti við vini og ættingja eða tengjast einstaklingum sem deila sömu áhugamálum. Samfélagsmiðlar eru sífellt að verða vinsælli en tæplega tveir milljarðar mannkyns notar samfélagsmiðla reglulega (Meshi, Tamir og Heekeren, 2015).