Skil á efni
Leita í vefútgáfu Tölvumála
Um Tölvumál
Tölvumál - tímarit Skýrslutæknifélags Íslands er óháð tímarit um tölvutækni og hefur verið gefið út frá árinu 1976.
Vefútgáfa Tölvumála birtir vikulega nýja grein á vef Ský og árlega er gefið út veglegt prentað tímarit undir nafninu "Tölvumál" þar sem fjallað er um tölvutækni frá ýmsum sjónarhornum og er þema blaðsins jafnan valið snemma árs og útgáfa að hausti.
Ritnefnd Ský sér um að afla efni í Tölvumál og geta allir sem áhuga hafa sent inn efni.
Tæknin er stór partur af lífi okkar í dag og mun vera það í framtíðinni. Tækninni fer sífellt fram og ný tækni lítur dagsins ljós á hverjum degi. Það er kostir og gallar við alla þessa tækni en hún er óumflýjanleg. Fólk hefur verið að þróa aðferðir sem gera tölvum kleift að skynja og skilja umhverfið sitt og taka rökréttar ákvarðanir í sambandi við það. Gervigreind í dag er kannski ekki komið eins langt og sumar kvikmyndir láta í veðri vaka, en hún er út um allt í kringum okkur þótt við tökum kannski ekki eftir því.
UberEATS er fyrirtæki sem býður upp á smáforrit (app) sem sér um sendingarþjónustu á mat frá veitingastöðum. Þetta er milliliðaþjónusta á milli veitingastaða og kúnnans. Fyrirtækið var stofnað árið 2014 í Santa Monica í Los Angeles en höfuðstöðvar fyrirtækisins eru í San Fransisco, California.
Planning Poker hefur átt upp á pallborðið í hugbúnaðargerð með Scrum aðferðafræðinni og þar hefur leikurinn einnig verið kallaður Scrum Poker. Leikreglurnar geta skolast til og sú staða komið upp að aðferðin sé ekki er notuð rétt sem leiðir til óánægju með að meta verkefni. Því er gott að rifja leikinn upp reglulega og fara yfir “leikreglurnar” til að sjá hvort það sé eitthvað sem megi leiðrétta.
Á síðastliðnu skólaári heimsóttu verkefnastjórar Heimilis og skóla og SAFT (Samfélag, fjölskylda og tækni) hvern og einn 6. bekk í Reykjavík, Árborg, á Akureyri og Austfjörðum (frá Neskaupsstað suður til Djúpavogs) til þess að fræða börn um jákvæða og örugga netnotkun. Lagt var upp með að hafa fræðsluna lifandi og hvatt til þátttöku nemenda sem voru áhugasamir og höfðu frá ýmsu að segja þrátt fyrir ungan aldur.
Í leiðandi ávarpi á ráðstefnu European Group for Public Administration í Mílan Pólyteknik, 31. ágúst 2017, sagði Patrick Dunleavy prófessor við London School of Economics and Political Science (LSE) að stjórnsýsla framtíðarinnar einkenndist af róbótum og „big data“. Hér er mín endursögn á helstu atriðum í erindi hans og þau sett í íslenskt samhengi.
Jæja, þá er komið að því að skila inn greinum í blað haustsins. Við settum skilafrestinn 1. sept. ,sem er á morgun, en ég hef póstinn opinn fram yfir helgi ef einhver er á síðustu metrunum að ganga frá grein. Minni á að það er alltaf opið fyrir greinar hér á netinu, tekið við þeim allan sólarhringinn. Netfangið er asrun@ru.is
Þá er Tölvumál komið aftur á kreik og undirbúningur að blaði haustsins í fullum gangi. Þemað er eins og vonandi allir vita, Ógnir dagsins í dag og lausnir til framtíðar og eru spennandi greinar að koma inn og vonandi marga á leiðinni. Fyrir sumarfrí dró ég fram nokkra þræði tengda þessu efni og spinn hér áfram.
Þema Tölvumála í ár er Ógnir dagsins í dag og lausnir til framtíðar og er þar átt við örugga nýtingu tækninnar í víðu samhengi. Við höfum áhuga á að skoða áskoranir sem mæta þeim sem vilja tryggja örugga notkun á upplýsingatækni, hvernig er hægt að misnota tækni og hvernig er hægt að verjast misnotkun, en einnig hvernig tæknin aðstoðar við að tryggja öryggi borgaranna. Til að hita upp fyrir skrif í blaðið í sumar er hér stuttur pistill um ógnir og öryggi, aðallega þó ógnir, til þess að hvetja sem flesta til að skrifa greinar í blaðið og/eða pistla fyrir vefútgáfuna okkar okkar.
Tilgangur langtímavarðveislu opinberra rafrænna gagna er fyrst og fremst til þess að styrkja upplýsingarétt almennings sem og gagnsæi í stjórnsýslunni. Rafræn gögn samtímans eru jafnmikilvæg sögu þjóðarinnar og eldri gögn.