Skip to main content
15. janúar 2026

Sprotafyrirtækið CrewApp – Tækifæri og hindranir með gervigreind

Emilía Katrín Matthíasdóttir

Emilía Katrín MatthíasdóttirÁ undarförnum árum hefur tæknin þróast hratt af völdum gervigreindar og er í dag orðin lykilþáttur í nýsköpun og rekstri víða í heiminum. Mörg fyrirtæki eru að nýta sér gervigreind til þess að auka skilvirkni, draga úr kostnaði og bæta þjónustu. Fyrirtæki í dag eru farin að endurmóta vinnuflæðið þegar þau innleiða gervigreindina. Nýjar kannanir sýna hvernig fyrirtæki spara tíma með innleiðingu gervigreindar (McKinsley, 2025). Fyrirtæki sem starfa á alþjóðum markaði, eins og sprotafyrirtækið CrewApp, sem er dótturfyrirtæki Air Atlanta, geta hagnast verulega á innleiðingu gervigreindar í sína starfsemi.

CrewApp er hugbúnaðarfyrirtæki sem sinnir hugbúnaðarþróun í flugrekstri og sér um að selja til flugfélaga víða um heiminn. CrewApp birtir gögn sem flugfélagið geymir í öðrum rekstrarkerfum flugfélagsins, til áhafnameðlima og skrifstofufólks, í gegnum app og vefsíðu (CrewApp, e.d.). Hér má sjá mikla möguleika til þess að nýta gervigreindina þar sem mikil forritun fer fram. Skoðað verður tækifæri sprotafyrirtækisins út frá gervigreindinni en einnig hvaða hindranir og áskoranir gervigreindin getur skapað, og hvernig skal takast á við þær.

Þar sem CrewApp er hugbúnaðarfyrirtæki geta verið mikið að tækifærum í að nýta gervigreindina til þess að kóða. Þróun hugbúnaðar er ansi tímafrek og þarfnast því mikillar nákvæmni. Forritarar dvelja oft á sama stað, fastir að leita af villum eða lagfæra kóða. Með því að nýta gervigreind til að greina villur í kóða má spara verulegan tíma og auka gæði lausna. Verkfæri eins og GitHub Copilot, ChatGPT og Claude Code sýna hvernig forritarar geta fengið sjálfvirkar tillögur að lagfæringum og nýjum lausnum. En auk þess að nota gervigreind til þess að aðstoða forritarana og starfsfólkið, væri einnig hægt að lágmarka fjölda starfsfólks. Rannsóknir hafa sýnt að fækkun starfsmanna er einn af þeim eiginleikum fyrirtækja sem hefur mest áhrif á hagnaðinn sem fæst með gervigreindinni (McKinsley, 2025).

Í flugrekstri skiptir hraði einnig miklu máli. Gervigreind getur hjálpað til og flýtt fyrir byggingu og prófun hugbúnaðar. Með því að nýta gervigreindina til að búa til grunnkóða og móta uppsetningu kerfa er hægt að stytta þróunartímann.

CrewApp sinnir mörgum flugfélögum sem þurfa á lausnum á að halda. Með gervigreind er hægt að setja upp spjallvélmenni sem byggir á gervigreind og getur svarað öllum helstu spurningunum sem upp koma hjá viðskiptavinum. Slíkar lausnir eru notaðar hjá mörgum fyrirtækjum þar sem þjónustuver án nokkurrar mannlegar íhlutunar sér um 80% málanna, bæði í formi símtala og snjallskilaboða (John Kell, 2025). En með því að innleiða þessa lausn fyrir CrewApp myndi það bjóða upp á hraðari og stöðugri þjónustu, sem þar að leiðandi eykur ánægju og sparar starfsfólkinu mikinn tíma.

Í flugrekstrinum kemur fólk víða frá og getur komið upp misskilningur í samskiptum. Tungumál getur oft verið hindrun í samskiptum en gervigreindin gæti þróað tækni sem gerði tungumálaþýðingar. Þetta myndi hjálpa mikið til hjá CrewApp til þess að auðvelda samskipti og samstarf milli fyrirtækja og starfsfólks af ólíkum uppruna.

En burt séð frá öllum spennandi tækifærunum sem gervigreind hefur upp á að bjóða, þá fylgja líka margar áskoranir og hindranir sem mikilvægt er að skoða vel. Eitt stærsta vandamál sem kemur upp við notkun á gervigreindinni er það að gögnin eru viðkvæm, bæði kóðar og hugmyndir að nýjum vörum eða þjónustu. Þegar gervigreind er notuð til að greina kóða eða gögn, er hætta á að upplýsingar leki og verði aðgengilegar öðrum. Það þýðir í raun að fyrirtækið á kóðann ekki alveg. Ef kerfi er ekki nægilega öruggt geta samkeppnisaðilar komist að hugmyndum eða lausnum sem CrewApp hefur þróað. Þegar gervigreind er notuð til þess að hjálpa til með kóða er einnig mikil hætta á að aðrir geti endurnýtt eða stolið honum (Imran Rahman-Jones, 2025). Fyrirtækið þarf því að vanda val á verkfærum og velja rétta lausn sem hentar þörfum CrewApp, þar sem það eru ekki allar gervigreindarlausnir jafngóðar eða jafnhentugar.

CrewApp byggir á gömlum kerfum, kerfum sem hafa verið notuð lengi. Til að geta nýtt gervigreind sem best þyrfti að uppfæra kerfin sem getur verið kostnaðarsamt og tímafrekt. Ef grunnkerfin eru of gömul getur orðið erfitt að samþætta nýjar lausnir án þess að valda truflunum í rekstri. CrewApp þyrfti að fara í umfangsmiklar breytingar á grunnkerfunum áður er gervigreind yrði nýtt almennilega.

Þessar áskoranir eru ekki óumflýjanlegar en krefjast aðallega öryggis. Ef hinsvegar vel tekst getur þessi gervigreindarinnleiðing sparað hellings tíma, minnkað kostnað og hjálpað til við að auka samkeppni á markaðnum.  

Höfundur: Emilía Katrín Matthíasdóttir, nemandi við Háskólann í Reykjavík

Heimildir
CrewApp. (e.d.).What We Do.  https://crewapp.is/Imran Rahman-Jones. (2025, 28. ágúst). AI firm says it technology weaponised by hackers. BBC. https://www.bbc.com/news/articles/crr24eqnnq9oJohn Kell. (2025, 4. mars). How software companies are developing AI agents and preparing their employees for the next wave of generateive AI. Business Insider. https://www.businessinsider.com/generative-ai-evolution-software-companies-develop-ai-agents-workforce-2025-3McKinsey & Company. (2025, 12. mars). The state of AI: How organizations are rewiring to capture value. https://www.mckinsey.com/capabilities/quantumblack/our-insights/the-state-of-ai

 

Skoðað: 59 sinnum

Blaðið Tölvumál

Forsíða Tölvumála

Leita í vefútgáfu Tölvumála

Um Tölvumál

Tölvumál - tímarit Skýrslutæknifélags Íslands er óháð tímarit um tölvutækni og hefur verið gefið út frá árinu 1976.

Vefútgáfa Tölvumála birtir vikulega nýja grein á vef Ský og árlega er gefið út veglegt prentað tímarit undir nafninu "Tölvumál" þar sem fjallað er um tölvutækni frá ýmsum sjónarhornum og er þema blaðsins jafnan valið snemma árs og útgáfa að hausti.

Ritnefnd Ský sér um að afla efni í Tölvumál og geta allir sem áhuga hafa sent inn efni.

Um ritnefnd Tölvumála