Skip to main content

iPhone í þriðja sæti í flokki snjallsíma

Á þeim skamma tíma sem liðinn er frá því iPhone frá Apple kom á markað hefur hann náð að koma sér fyrir í þriðja sæti í flokki seldra snjallsíma, og ýta Motorola aftur fyrir sig. Í fyrsta sæti er Nokia og Blackberry í öðru. Það sem er hvað merkilegast við þennan árangur er hversu takmörkuð útbreiðsla iPhone er enn sem komið er, bæði að hann er læstur og bara til sölu í tilteknum ríkjum.

Sjá nánar