Á alheims-farsímaráðstefnu sem núna stendur yfir á Spáni eru margar tækninýjungar sýndar og bollaleggingar um framtíðina. Þegar kemur að þróun eru augu manna einkum á WiMAX og LTE en hvort tveggja býður upp á mikinn hraða í gagnaflutningi. Ennfremur er áberandi hvað iPhone hefur haft mikil áhrif á símahönnun.