Búið er að frumsýna nýja símann frá Google sem er sagður svar fyrirtækisins við iPhone frá Apple. Síminn notar stýrikerfi sem kallast Android og í honum er að finna margvíslegan margmiðlunar- og þjónustuhugbúnað, auk þess hefðbundna. Rúmlega 30 aðilar úr farsímaheiminum styðja Android en reiknað er með að fyrstu símarnir komi á markað með haustinu.