Sony Ericsson hefur kynnt til sögunnar fyrsta farsímann frá þeim sem byggir á Windows Mobile stýrikerfinu. Litið er á símann sem áfangasigur fyrir Microsoft því allir helstu símaframleiðendurnir, að Nokia undanskildu, eru núna með síma byggðan á Windows Mobile. Yfirbragð tækisins er í ætt við iPhone er hann hefur einnig hnappaborð til að auðvelda textainnslátt.