Vísbendingar eru núna um að Apple sé að undirbúa að setja 3G útgáfu af iPhone símanum á markað en frá upphafi hefur það verið gagnrýnt að síminn skuli ekki hafa verið fáanlegur á hraðari símanetin. Miklar hræringar eru í kringum iPhone og nýr iðnaðargeiri hefur orðið til í kringum gráa markaðssetningu á símanum, það er að opna þá svo mögulegt sé að nota þá við hvaða símafyrirtæki sem er en ekki bara þau sem Apple hefur gert samninga við.