Google segir að greinileg merki séu um að umferð frá farsímum á Netinu sé að aukast, og eigi þetta við Nokia, iPhone og Blackberry tæki þar sem Google hefur verið að bjóða þjónustu. Það sem veldur eru bæði betri forrit og vafrar á tækjunum auk þess sem farsímanet bjóði upp á meiri hraða en áður. Flatir taxtar hafi líka sitt að segja í stað mínútugjalds.