Apple var legið á hálsi vestanhafs þegar iPhone kom á markað að ekki væri til 3G gerð af honum. Núna er verið að bæta úr því og slíkur sími kemur væntanlega á markað í Evrópu síðsumars. Ýmislegt varðandi tækið er enn á huldu en þó má bóka að síminn verði ekki fáanlegur á Íslandi.