Skip to main content

Apple breytir söluskilmálum með iPhone

Það fór eins og búið var að ræða, að Apple kynnti til sögunnar 3G útgáfu af iPhone auk þess að bæta verulega úr ýmsum vanköntum sem fylgja því að nota símann í viðskiptaumhverfi. Það sem minna ber á er þó hvernig síminn verður seldur. Eftirleiðis verður að skrifa upp á áskriftir vestanhafs í búðinni sjálfri þar sem síminn verður keyptur. Þetta ætti að fækka "krökkuðum" símum sem fara í umferð en í raun veit enginn hversu margir þeir eru. Síminn verður til sölu í 22 löndum en Apple stefnir á að hann verði fáanlegur í 70 löndum þar á meðal öllum Norðurlöndum að Íslandi undanskildu. 

Sjá nánar og myndasyrpa og hérna