Undanfarin misseri hafa verið blómaskeið þeirra sem framleiða GPS tæki og Garmin hefur þar leitt markaðinn með um 50% hlutdeild. Samt sem áður hefur verð hlutabréfanna verið að falla og þar á bæ þykja það trúlega óyndislegar fréttir að heyra hversu stórt hlutverk innbyggður GPS móttakari í 3G iPhone símanum spilar.